Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. janúar 2025 21:56 Kolbrún Bergþórsdóttir er einn reynslumesti starfandi blaðamaður landsins. Hún ræddi málefni líðandi stundar í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Einar „Þetta er dálítið eins og með vinstrimennina sem gátu aldrei komið sér saman um nokkurn hlut,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður og samfélagsrýnir um þá stöðu sem komin er upp innan Sjálfstæðisflokksins. Formannskjör í flokknum mun fara fram innan tíðar þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins til sextán ára, greindi frá því í gær að hann myndi ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram. Kolbrún Bergþórsdóttir ræddi þau mál ásamt fleirum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Pistill Kolbrúnar frá árinu 2019 „Píkudýrkun“ skaut óvænt upp kollinum í dag á lista yfir mest lesnu skoðanapistlana á Vísi. Það skal ósagt látið hvort að staðan innan Sjálfstæðisflokksins hafi orsakað það. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi pistill dúkkar aftur upp,“ segir Kolbrún sem kveðst hafa ofboðið það að Háskóli Íslands hafi boðið upp á dagskrá í kringum píkur. „Þannig ég skrifaði þennan pistil og fékk mikil viðbrögð.“ Kolbrún efast um að áhuginn á pistlinum tengist kvenfrelsisbaráttu og einkum og sér nýrri ríkisstjórn, sem hún er þó ánægð með. „Ég held að þær ætli sér að láta þetta ganga. Það er réttmætt að hafa efasemdir um Flokk fólksins, sem hefur verið dálítið mikið fyrir upphlaup. Þar er grátið og hrópað og fullyrt en ég trúi því samt að Inga Sæland átti sig á því að það gengur ekki í þessari stöðu.“ Um stórtíðindi gærdagsins, um að Bjarni Benediktsson muni stíga af hinu pólitíska sviði segir Kolbrún: „Hann eiginlega þurfti að fara. Mér leiðist að segja þetta, af því að hann er að mörgu leyti snjall stjórnmálamaður, að hann var að mörgu leyti ónýtt vörumerki,“ segir Kolbrún. Af hverju? „Það er nefnilega það einkennilega, það er bara tíðarandinn sem gerir það að verkum að hann er ekki að slá í gegn hjá þjóðinni. Ég held að það sé sama hvað hann hefði reynt að gera, þjóðin vill bara ekki hlusta. Og það er ekki alveg sanngjarnt. Mér finnst hann hafa staðið sig vel í mótlæti. Hann hefur fengið yfir sig alveg þvílíka steypu af svívirðingum. Hann hefur verið sagður barnamorðingi. Af hverju? Af því að hann náði ekki að leysa stöðuna á Gasa? Hvaða bull er þetta?“ spyr hún. Sjálfstæðisflokkurinn sé í krísu, þar sem ólík öfl takast á innan flokksins. „Þetta er dálítið eins og með vinstrimennina sem gátu aldrei komið sér saman um nokkurn hlut. Ég er innan um sjálfstæðismenn allan daginn í vinnunni. Maður spyr kannski: er ekki bara komið að Gulla að taka við þessu? Þá eru tveir eða þrír sem tryllast gjörsamlega og segja að það geti alls ekki gerst. Þannig að þessi flokkur er mjög sundraður.“ Hún segir að næstu tólf ár muni reynast flokknum erfið. Varðandi arftaka Bjarna segir hún Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir virðast eiga nokkurn stuðning. „Hún er að mörgu leyti ágætur stjórnmálamaður en það háir henni, eins og mörgum öðrum stjórnmálamönnum, að þá skortir tengsl við almenning. Þetta eru allt lögfræðingar, og maður hefur það á tilfinningunni að þetta fólk hafi aldrei þurft að borga húsaleigu. Aldrei þurft að taka strætó. Hálfgerð elíta. Ég er ekki á móti því að fólk eigi peninga, ég vil að fólk eigi sem mest af peningum. En þegar maður hefur lifað það að kaupið manns sé búið fimmtánda mánaðarins, það er dýrmæt lífreynsla, sem má auðvitað ekki standa lengi.“ Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Formannskjör í flokknum mun fara fram innan tíðar þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins til sextán ára, greindi frá því í gær að hann myndi ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram. Kolbrún Bergþórsdóttir ræddi þau mál ásamt fleirum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Pistill Kolbrúnar frá árinu 2019 „Píkudýrkun“ skaut óvænt upp kollinum í dag á lista yfir mest lesnu skoðanapistlana á Vísi. Það skal ósagt látið hvort að staðan innan Sjálfstæðisflokksins hafi orsakað það. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi pistill dúkkar aftur upp,“ segir Kolbrún sem kveðst hafa ofboðið það að Háskóli Íslands hafi boðið upp á dagskrá í kringum píkur. „Þannig ég skrifaði þennan pistil og fékk mikil viðbrögð.“ Kolbrún efast um að áhuginn á pistlinum tengist kvenfrelsisbaráttu og einkum og sér nýrri ríkisstjórn, sem hún er þó ánægð með. „Ég held að þær ætli sér að láta þetta ganga. Það er réttmætt að hafa efasemdir um Flokk fólksins, sem hefur verið dálítið mikið fyrir upphlaup. Þar er grátið og hrópað og fullyrt en ég trúi því samt að Inga Sæland átti sig á því að það gengur ekki í þessari stöðu.“ Um stórtíðindi gærdagsins, um að Bjarni Benediktsson muni stíga af hinu pólitíska sviði segir Kolbrún: „Hann eiginlega þurfti að fara. Mér leiðist að segja þetta, af því að hann er að mörgu leyti snjall stjórnmálamaður, að hann var að mörgu leyti ónýtt vörumerki,“ segir Kolbrún. Af hverju? „Það er nefnilega það einkennilega, það er bara tíðarandinn sem gerir það að verkum að hann er ekki að slá í gegn hjá þjóðinni. Ég held að það sé sama hvað hann hefði reynt að gera, þjóðin vill bara ekki hlusta. Og það er ekki alveg sanngjarnt. Mér finnst hann hafa staðið sig vel í mótlæti. Hann hefur fengið yfir sig alveg þvílíka steypu af svívirðingum. Hann hefur verið sagður barnamorðingi. Af hverju? Af því að hann náði ekki að leysa stöðuna á Gasa? Hvaða bull er þetta?“ spyr hún. Sjálfstæðisflokkurinn sé í krísu, þar sem ólík öfl takast á innan flokksins. „Þetta er dálítið eins og með vinstrimennina sem gátu aldrei komið sér saman um nokkurn hlut. Ég er innan um sjálfstæðismenn allan daginn í vinnunni. Maður spyr kannski: er ekki bara komið að Gulla að taka við þessu? Þá eru tveir eða þrír sem tryllast gjörsamlega og segja að það geti alls ekki gerst. Þannig að þessi flokkur er mjög sundraður.“ Hún segir að næstu tólf ár muni reynast flokknum erfið. Varðandi arftaka Bjarna segir hún Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir virðast eiga nokkurn stuðning. „Hún er að mörgu leyti ágætur stjórnmálamaður en það háir henni, eins og mörgum öðrum stjórnmálamönnum, að þá skortir tengsl við almenning. Þetta eru allt lögfræðingar, og maður hefur það á tilfinningunni að þetta fólk hafi aldrei þurft að borga húsaleigu. Aldrei þurft að taka strætó. Hálfgerð elíta. Ég er ekki á móti því að fólk eigi peninga, ég vil að fólk eigi sem mest af peningum. En þegar maður hefur lifað það að kaupið manns sé búið fimmtánda mánaðarins, það er dýrmæt lífreynsla, sem má auðvitað ekki standa lengi.“
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira