Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. janúar 2025 15:47 Aðalsteinn hefur þá kenningu að stuðningur úr hópi Bjarna hafi minnkað á síðustu misserum, með þeim afleiðingum að Bjarni hafi farið að íhuga stöðu sína. vísir/vilhelm „Að hann geri þetta akkúrat núna, gefur þeim kenningum byr undir báða vængi, að hann hafi verið búinn að missa einhvern úr sínum kjarnastuðningshópi. Það fólk sem staðið hefur þéttast að baki honum, með honum í gegnum þessa mörgu storma, hafi verið búið að missa trúna.“ Þetta segir Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni í Pallborðinu. Til umræðu var sú staða um sem upp er komin innan Sjálfstæðisflokksins eftir að Bjarni Benediktsson formaður sagði af sér formennsku í flokknum. Ásamt Aðalsteini veittu veittu álit sitt þau Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Gísli Freyr Valdórsson umsjónarmaður Þjóðmála og Ólöf Skaftadóttir annar tveggja umsjónarmanna Komið gott. „Það er búið að vera tilefni, pressa og talað um að hann þurfi að fara frá sem formaður í mörg ár. Hann hefur þrisvar fengið mótframboð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þar hafa áskorendur verið að fá, allt frá 30 prósentum upp í 45 prósent sem Hanna Birna fékk þegar hún skoraði hann á hólm.“ Það hafi því oft verið tilefni fyrir Bjarna til að íhuga stöðu sína en tímasetningin nú gefi tilefni til að ætla að stuðningur hafi minnkað úr hans kjarnahópi. Bjarni tvíeflist við mótvind Ragnhildur Alda kveðst vera með „leiðinlegra take“ um málið. Mikið hafi blásið á hann, vissulega, en Bjarni hafi einfaldlega viljað kalla þetta gott. „Bjarni tvíeflist bara við mótvind. Mér finnst þetta frekar bera þess merki að hann hafi ákveðið að nú væri kominn tími til að skipta um starfsvettvang. Hann getur átt mjög góðan tíma á öðrum starfsvettvangi,“ segir Ragnhildur Alda Ólöf Skaftadóttir segir ljóst að aðrir hafi farið að máta sig við formannsstól Bjarna. Gísli Freyr Valdórsson umsjónarmaður Þjóðmála og Ólöf Skaftadóttir.vísir/vilhelm „Þegar maður hugsar um hans arfleifð þá held ég að það hafi verið miklu meira hér að baki en bara að menn hafi skorað formann Sjálfstæðisflokksins á hólm. Það gerist bara reglulega, það hafa margir áhuga á þessum stól. En við getum bara verið jákvæð á þessu ári og kallað hann samningamaður áratugarins. Hann hefur verið í ríkisstjórn samfleytt frá árinu 2013, í ólíkum stjórnarmynstrum, er hann ekki bara saddur af þessum ferli?,“ spyr Ólöf. Gísli Freyr segir að þrátt fyrir mótvindinn, þar á meðal innan úr flokknum, hafi enginn augljós kandídat ýtt það mikið á hann að það væri verið að hrekja hann í burtu. „Hann fékk þessi mótframboð 2011 og 2022 sem voru erfið fyrir hann að takast á við. Hann hefur tekið nokkra slagi innnan flokksins.“ Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Þetta segir Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni í Pallborðinu. Til umræðu var sú staða um sem upp er komin innan Sjálfstæðisflokksins eftir að Bjarni Benediktsson formaður sagði af sér formennsku í flokknum. Ásamt Aðalsteini veittu veittu álit sitt þau Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Gísli Freyr Valdórsson umsjónarmaður Þjóðmála og Ólöf Skaftadóttir annar tveggja umsjónarmanna Komið gott. „Það er búið að vera tilefni, pressa og talað um að hann þurfi að fara frá sem formaður í mörg ár. Hann hefur þrisvar fengið mótframboð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þar hafa áskorendur verið að fá, allt frá 30 prósentum upp í 45 prósent sem Hanna Birna fékk þegar hún skoraði hann á hólm.“ Það hafi því oft verið tilefni fyrir Bjarna til að íhuga stöðu sína en tímasetningin nú gefi tilefni til að ætla að stuðningur hafi minnkað úr hans kjarnahópi. Bjarni tvíeflist við mótvind Ragnhildur Alda kveðst vera með „leiðinlegra take“ um málið. Mikið hafi blásið á hann, vissulega, en Bjarni hafi einfaldlega viljað kalla þetta gott. „Bjarni tvíeflist bara við mótvind. Mér finnst þetta frekar bera þess merki að hann hafi ákveðið að nú væri kominn tími til að skipta um starfsvettvang. Hann getur átt mjög góðan tíma á öðrum starfsvettvangi,“ segir Ragnhildur Alda Ólöf Skaftadóttir segir ljóst að aðrir hafi farið að máta sig við formannsstól Bjarna. Gísli Freyr Valdórsson umsjónarmaður Þjóðmála og Ólöf Skaftadóttir.vísir/vilhelm „Þegar maður hugsar um hans arfleifð þá held ég að það hafi verið miklu meira hér að baki en bara að menn hafi skorað formann Sjálfstæðisflokksins á hólm. Það gerist bara reglulega, það hafa margir áhuga á þessum stól. En við getum bara verið jákvæð á þessu ári og kallað hann samningamaður áratugarins. Hann hefur verið í ríkisstjórn samfleytt frá árinu 2013, í ólíkum stjórnarmynstrum, er hann ekki bara saddur af þessum ferli?,“ spyr Ólöf. Gísli Freyr segir að þrátt fyrir mótvindinn, þar á meðal innan úr flokknum, hafi enginn augljós kandídat ýtt það mikið á hann að það væri verið að hrekja hann í burtu. „Hann fékk þessi mótframboð 2011 og 2022 sem voru erfið fyrir hann að takast á við. Hann hefur tekið nokkra slagi innnan flokksins.“
Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira