Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar 6. janúar 2025 11:01 Nú í byrjun árs er gott að líta til baka yfir síðasta ár en horfa jafnframt til framtíðar. Kjaranefnd og stjórn Landsambands eldri borgara unnu mikla vinnu í málefnum sinna félagsmanna á síðasta ári, sérstaklega er snýr að kjaramálum þeirra. Þar má nefna hringferð formanns LEB og formanns kjaranefndar um landið til að heyra hljóðið í félagsmönnum. Helsta umræðuefnið var staðan í kjaramálum og hvað LEB væri að gera. Þessir fundir voru m.a. undirbúningur að kröfugerð LEB ásamt því að undirbúa eftirfylgni fyrir þingkosningarnar sem fram fóru þann 30. nóvember sl. Á öllum fundunum kom skýrt fram að stjórn og kjaranefnd LEB hefðu fullt umboð frá sínu öfluga baklandi. Eldri borgarar eru tilbúnir að berjast fyrir sínum kjörum. Öllum flokkum í framboði til alþingis voru sendar áherslur LEB í kjaramálum. Það kom í ljós að flestir flokkanna höfðu sett inn í sínar stefnuskrár tillögur LEB en mismikið þó. Haldinn var fundur með öllum framboðum sem buðu fram á landsvísu, alls tíu talsins. Fundinum var streymt. Við fengum til liðs við okkur Arnar Pál Hauksson fyrrverandi fréttamann sem stýrði fundinum af festu og öryggi. Það voru um 100 manns sem mættu á staðinn en í streyminu voru um 700 manns. Það var frábært að fá þennan fjölda og sýndi það að mikill áhugi var á að heyra hvað flokkarnir vildu segja við eldri borgara þessa lands. Á fundinum kom greinilega fram að sumir frambjóðendur voru mættir af áhuga á málefninu og komu með skýr markmið og hvað þeir leggðu áherslu á í sinni kosningabaráttu. Aðrir mættu meira af skyldurækni og höfðu fátt fram að færa. Ég tel að þeir sem komu undirbúnir á fundinn og voru með skýra sín á okkar málefnum hafi uppskorið í kosningunum 30. nóvember. Ég skrifaði grein fyrir kosningarnar um kosningaloforð og hvað svo? Því gladdi það mig mjög mikið þegar ég las stjórnarsáttmála nýju ríkistjórnarinnar en þar í áttunda lið er fjallað um málefni eldri borgara: „Með því að stöðva strax kjaragliðnun launa og lífeyris og stíga stór skref til að uppræta fátækt. Ríkisstjórnin mun hækka örorku- og ellilífeyri á hverju ári til samræmis við hækkun launavísitölu en þó aldrei minna en verðlag. Almennt frítekjumark ellilífeyris hækkar í skrefum upp í 60 þúsund krónur á mánuði, tekið verður upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna og dregið úr skerðingum lífeyris vegna atvinnutekna. Sérstökum hagsmunafulltrúa eldra fólks verður falið að standa vörð um réttindi þess. Bundið verður í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Þá verður gripið til frekari aðgerða til að bæta grunnframfærslu tekjulágra lífeyrisþega umfram vísitöluþróun“. Þarna eru helstu áherslur Landsamband eldri borgara sem það setti á oddinn í sínum tillögum, og er frábært að sjá þetta í stjórnarsáttmálanum. En það vakna spurningar sem við í kjaranefnd LEB höfum áhuga á að fá svör við. Það kemur fram í stjórnarsáttmálanum að stoppa eigi gliðnunina á milli grunnlífeyris og taxta sem er frábært og löngu tímabært. Er von á að bilið á milli grunnlífeyris og taxta, sem er í dag rúmlega 102.000 kr. muni minnka? Hvað er meint með „frekari aðgerðir til handa þeim verst settu“? Hvenær mun frítekjumarkið vegna vaxtagreiðslna verða að veruleika? Almenna frítekjumarkið, hvernig eru skrefin úr 36.500 í kr. 60.000 tímasett? Ég óska nýrri ríkistjórn góðs gengis og bíð spenntur eftir efndunum. Við í LEB höfum sagt að málefni eldri borgara séu komin á dagskrá og það er svo sannarlega að sjá í stjórnarsáttmálanum. Við hjá kjaranefnd LEB munum fylgja okkar málum eftir og veita nýrri ríkistjórn aðhald á komandi misserum. Með þá von í hjarta fer ég inn í árið 2025 að bjartari tímar séu fram undan, sérstaklega hjá þeim sem minnst mega sín í hópi eldri borgara þessa lands. Höfundur er formaður kjaranefndar LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Eldri borgarar Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Nú í byrjun árs er gott að líta til baka yfir síðasta ár en horfa jafnframt til framtíðar. Kjaranefnd og stjórn Landsambands eldri borgara unnu mikla vinnu í málefnum sinna félagsmanna á síðasta ári, sérstaklega er snýr að kjaramálum þeirra. Þar má nefna hringferð formanns LEB og formanns kjaranefndar um landið til að heyra hljóðið í félagsmönnum. Helsta umræðuefnið var staðan í kjaramálum og hvað LEB væri að gera. Þessir fundir voru m.a. undirbúningur að kröfugerð LEB ásamt því að undirbúa eftirfylgni fyrir þingkosningarnar sem fram fóru þann 30. nóvember sl. Á öllum fundunum kom skýrt fram að stjórn og kjaranefnd LEB hefðu fullt umboð frá sínu öfluga baklandi. Eldri borgarar eru tilbúnir að berjast fyrir sínum kjörum. Öllum flokkum í framboði til alþingis voru sendar áherslur LEB í kjaramálum. Það kom í ljós að flestir flokkanna höfðu sett inn í sínar stefnuskrár tillögur LEB en mismikið þó. Haldinn var fundur með öllum framboðum sem buðu fram á landsvísu, alls tíu talsins. Fundinum var streymt. Við fengum til liðs við okkur Arnar Pál Hauksson fyrrverandi fréttamann sem stýrði fundinum af festu og öryggi. Það voru um 100 manns sem mættu á staðinn en í streyminu voru um 700 manns. Það var frábært að fá þennan fjölda og sýndi það að mikill áhugi var á að heyra hvað flokkarnir vildu segja við eldri borgara þessa lands. Á fundinum kom greinilega fram að sumir frambjóðendur voru mættir af áhuga á málefninu og komu með skýr markmið og hvað þeir leggðu áherslu á í sinni kosningabaráttu. Aðrir mættu meira af skyldurækni og höfðu fátt fram að færa. Ég tel að þeir sem komu undirbúnir á fundinn og voru með skýra sín á okkar málefnum hafi uppskorið í kosningunum 30. nóvember. Ég skrifaði grein fyrir kosningarnar um kosningaloforð og hvað svo? Því gladdi það mig mjög mikið þegar ég las stjórnarsáttmála nýju ríkistjórnarinnar en þar í áttunda lið er fjallað um málefni eldri borgara: „Með því að stöðva strax kjaragliðnun launa og lífeyris og stíga stór skref til að uppræta fátækt. Ríkisstjórnin mun hækka örorku- og ellilífeyri á hverju ári til samræmis við hækkun launavísitölu en þó aldrei minna en verðlag. Almennt frítekjumark ellilífeyris hækkar í skrefum upp í 60 þúsund krónur á mánuði, tekið verður upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna og dregið úr skerðingum lífeyris vegna atvinnutekna. Sérstökum hagsmunafulltrúa eldra fólks verður falið að standa vörð um réttindi þess. Bundið verður í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Þá verður gripið til frekari aðgerða til að bæta grunnframfærslu tekjulágra lífeyrisþega umfram vísitöluþróun“. Þarna eru helstu áherslur Landsamband eldri borgara sem það setti á oddinn í sínum tillögum, og er frábært að sjá þetta í stjórnarsáttmálanum. En það vakna spurningar sem við í kjaranefnd LEB höfum áhuga á að fá svör við. Það kemur fram í stjórnarsáttmálanum að stoppa eigi gliðnunina á milli grunnlífeyris og taxta sem er frábært og löngu tímabært. Er von á að bilið á milli grunnlífeyris og taxta, sem er í dag rúmlega 102.000 kr. muni minnka? Hvað er meint með „frekari aðgerðir til handa þeim verst settu“? Hvenær mun frítekjumarkið vegna vaxtagreiðslna verða að veruleika? Almenna frítekjumarkið, hvernig eru skrefin úr 36.500 í kr. 60.000 tímasett? Ég óska nýrri ríkistjórn góðs gengis og bíð spenntur eftir efndunum. Við í LEB höfum sagt að málefni eldri borgara séu komin á dagskrá og það er svo sannarlega að sjá í stjórnarsáttmálanum. Við hjá kjaranefnd LEB munum fylgja okkar málum eftir og veita nýrri ríkistjórn aðhald á komandi misserum. Með þá von í hjarta fer ég inn í árið 2025 að bjartari tímar séu fram undan, sérstaklega hjá þeim sem minnst mega sín í hópi eldri borgara þessa lands. Höfundur er formaður kjaranefndar LEB.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun