Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Jakob Bjarnar skrifar 3. janúar 2025 16:48 Skúli Gunnar Sigfússon fjárfestir er hugsi yfir milljónunum sem fóru í auglýsingu fyrir Keflavíkurflugvöll. Vísir/GVA Skúli Gunnar Sigfússon, fjárfestir og einn hluthafa í Isavia ohf. líkt og allir Íslendinga eins og hann titlar sig að gefnu tilefni, ritar grein á Vísi þar sem hann furðar sig á óráðsíu Isavia ohf. Deildarstjóri hafnar því að almannafé fari í auglýsinguna sem fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli fjármagni. Skúli rekur í upphafi greinar sinnar þá staðreynd að Isavia sé í eigu okkar allra og þar af leiðandi eigi almenningur þá fjármuni sem þar er höndlað með. Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia. Ef marka má greinaskrif Skúla Gunnars hefur hann úr talsverðum fjármunum að spila og sitthvað er að opna eigið veski en veski almennings.vísir/vilhelm „Mig rak því í rogastans þegar ég sá að Isavia hafði látið framleiða eina lengstu auglýsingu sem ég hef nokkurn tímann séð í sjónvarpi á Íslandi og lét birta hana í dýrasta auglýsingatíma sem til er í íslenskum fjölmiðlum, fyrir áramótaskaup RÚV á liðnu gamlárskvöldi,“ segir Skúli í pistli sínum sem þegar hefur vakið mikla athygli. Eins og Vísir hefur farið gaumgæfilega yfir hefur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur auglýst sérstaklega eftir sparnaðarráðum og má líta á ábendingu Skúla sem lið í því. Isavia ohf. birti skömmu fyrir Skaup ímyndarauglýsingu um Keflavíkurflugvöll sem er hátt í tvær mínútur að lengd. Skúli fullyrðir að sú eina birting hafi kostaði Isavia rétt rúmar 3 milljónir króna og hann giskar á að framleiðslan hafi kostað annað eins. „Á sama tíma birti Icelandair, sem hefur þurft að huga að hverri krónu í rekstri sínum, eldri auglýsingu sem við höfum séð áður. Einkafyrirtækið sýndi ráðdeild en opinbera fyrirtækið tók bara upp veski almennings. Auglýsingin var aftur sýnd á RÚV á nýársdag og mun væntanlega birtast í styttri útgáfu næstu daga.“ Í auglýsingunni má meðal annars sjá rithöfundinn Halldór Armand velta fyrir sér næstu setningu í texta sínum. Skúli veltir fyrir sér því fyrir hvern auglýsingin sé hugsuð? Gefa megi sér að allir þeir sem horfðu á Skaupið séu Íslendingar og þeir hafi ekki um aðra flugvelli að velja en Keflavíkurflugvöll. „Getur verið að markaðsdeild Isavia sé svo umhugað um að réttlæta tilveru sína að hún hafi látið búa til þennan furðulega gjörning? Ég hef ekki hugmynd um ástæðuna og spyr því stjórnendur Isavia hreint út: Hver er tilgangurinn með að eyða almannafé í þessa auglýsingu? Eigum við von á reglulegum tveggja mínútna auglýsingum frá ríkisfyrirtækjum í dýrustu auglýsingatímum ljósvakamiðla?“ Ljóst er að margir hafa tekið Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á orðinu og gefa nú sparnaðarráð eins og þeir eru langir til. Sumir með beinum hætti á samráðsgátt, aðrir í greinaskrifum líkt og Skúli eða pistlaskrifum á Facebook, eins og Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur en hann hvetur ríkið til að fækka dómurum við hæstarétt. Ekki opinbert fé sem fari í auglýsinguna Jón Clean, deildarstjóri hjá Isavia sem sér um markaðsmál og upplifun, þvertekur fyrir að almenningur standi kostnað af auglýsingunni. „Auglýsingin var ekki fjármögnuð með opinberum fjármunum heldur úr sameiginlegum markaðssjóði sem allir rekstraraðilar á vellinum leggja til,“ segir Jón. Hann vísar til tilkynningar á heimasíðu Keflavíkurflugvallar, sem Isavia heldur úti, þar sem fjallað er um auglýsinguna. „Á síðustu árum hefur verið unnið markvisst að þróun Keflavíkurflugvallar. Hún snýst um að bæta aðstöðuna á vellinum til að tryggja gestum hans enn betri þjónustu og upplifun. Hluti af þessari þróun hefur verið opnun nýrra verslana og veitingastaða, auk uppfærslu á þeim sem fyrir eru, til þess að mæta betur fjölbreyttum þörfum gesta flugvallarins,“ segir í tilkynningunni. Á Keflavíkurflugvelli starfi fjöldi fyrirtækja sem reki fjölbreytta flóru verslana og veitingastaða. Í gegnum tíðina hafi þessi fyrirtæki staðið saman að því að markaðssetja sína þjónustu á vettvangi Markaðsráðs Keflavíkurflugvallar. „Markaðsráð Keflavíkurflugvallar og fyrirtækin sem að því standa eru stolt af þeirri þróun sem hefur átt sér stað á vellinum að undanförnu. Okkur finnst því mikilvægt að vekja athygli á því sem Keflavíkurflugvöllur hefur upp á að bjóða. Að þar sé hægt að gefa sér tíma til að njóta og slaka á áður en farið er á loft. Þetta höfum við gert með markaðsátaki undir yfirskriftinni: KEF – þar sem sögur fara á flug. Liður í því er meðal annars auglýsing sem birt var á undan áramótaskaupi Sjónvarpsins. Hún, auk fleiri aðgerða, miðar að því að styrkja Keflavíkurflugvöll sem áfangastað – stað þar sem farþegar vilja staldra við og njóta.“ Fyrirtækin sem komi að markaðsráðinu standi saman að þessari kynningu og fjármögnun hennar. Þetta fyrirkomulag hafi lengi tíðkast á Keflavíkurflugvelli og einnig í verslunarmiðstöðvum eins og Kringlunni og Smáralind. „Á sama tíma erum við meðvituð um að á flugvelli þarf alltaf að vinna að því að gera enn betur. Þess vegna höfum við unnið ötullega undanfarin ár í að móta framtíðina. Ávinningur af þeirri vinnu er byrjaður að koma í ljós með meira rými og bættri aðstöðu. Á nýju ári munu gestir flugvallarins finna enn betur fyrir þessum breytingum.“ Fréttin var uppfærð með skýringum Isavia. Rekstur hins opinbera Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Fleiri fréttir Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sjá meira
Skúli rekur í upphafi greinar sinnar þá staðreynd að Isavia sé í eigu okkar allra og þar af leiðandi eigi almenningur þá fjármuni sem þar er höndlað með. Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia. Ef marka má greinaskrif Skúla Gunnars hefur hann úr talsverðum fjármunum að spila og sitthvað er að opna eigið veski en veski almennings.vísir/vilhelm „Mig rak því í rogastans þegar ég sá að Isavia hafði látið framleiða eina lengstu auglýsingu sem ég hef nokkurn tímann séð í sjónvarpi á Íslandi og lét birta hana í dýrasta auglýsingatíma sem til er í íslenskum fjölmiðlum, fyrir áramótaskaup RÚV á liðnu gamlárskvöldi,“ segir Skúli í pistli sínum sem þegar hefur vakið mikla athygli. Eins og Vísir hefur farið gaumgæfilega yfir hefur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur auglýst sérstaklega eftir sparnaðarráðum og má líta á ábendingu Skúla sem lið í því. Isavia ohf. birti skömmu fyrir Skaup ímyndarauglýsingu um Keflavíkurflugvöll sem er hátt í tvær mínútur að lengd. Skúli fullyrðir að sú eina birting hafi kostaði Isavia rétt rúmar 3 milljónir króna og hann giskar á að framleiðslan hafi kostað annað eins. „Á sama tíma birti Icelandair, sem hefur þurft að huga að hverri krónu í rekstri sínum, eldri auglýsingu sem við höfum séð áður. Einkafyrirtækið sýndi ráðdeild en opinbera fyrirtækið tók bara upp veski almennings. Auglýsingin var aftur sýnd á RÚV á nýársdag og mun væntanlega birtast í styttri útgáfu næstu daga.“ Í auglýsingunni má meðal annars sjá rithöfundinn Halldór Armand velta fyrir sér næstu setningu í texta sínum. Skúli veltir fyrir sér því fyrir hvern auglýsingin sé hugsuð? Gefa megi sér að allir þeir sem horfðu á Skaupið séu Íslendingar og þeir hafi ekki um aðra flugvelli að velja en Keflavíkurflugvöll. „Getur verið að markaðsdeild Isavia sé svo umhugað um að réttlæta tilveru sína að hún hafi látið búa til þennan furðulega gjörning? Ég hef ekki hugmynd um ástæðuna og spyr því stjórnendur Isavia hreint út: Hver er tilgangurinn með að eyða almannafé í þessa auglýsingu? Eigum við von á reglulegum tveggja mínútna auglýsingum frá ríkisfyrirtækjum í dýrustu auglýsingatímum ljósvakamiðla?“ Ljóst er að margir hafa tekið Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á orðinu og gefa nú sparnaðarráð eins og þeir eru langir til. Sumir með beinum hætti á samráðsgátt, aðrir í greinaskrifum líkt og Skúli eða pistlaskrifum á Facebook, eins og Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur en hann hvetur ríkið til að fækka dómurum við hæstarétt. Ekki opinbert fé sem fari í auglýsinguna Jón Clean, deildarstjóri hjá Isavia sem sér um markaðsmál og upplifun, þvertekur fyrir að almenningur standi kostnað af auglýsingunni. „Auglýsingin var ekki fjármögnuð með opinberum fjármunum heldur úr sameiginlegum markaðssjóði sem allir rekstraraðilar á vellinum leggja til,“ segir Jón. Hann vísar til tilkynningar á heimasíðu Keflavíkurflugvallar, sem Isavia heldur úti, þar sem fjallað er um auglýsinguna. „Á síðustu árum hefur verið unnið markvisst að þróun Keflavíkurflugvallar. Hún snýst um að bæta aðstöðuna á vellinum til að tryggja gestum hans enn betri þjónustu og upplifun. Hluti af þessari þróun hefur verið opnun nýrra verslana og veitingastaða, auk uppfærslu á þeim sem fyrir eru, til þess að mæta betur fjölbreyttum þörfum gesta flugvallarins,“ segir í tilkynningunni. Á Keflavíkurflugvelli starfi fjöldi fyrirtækja sem reki fjölbreytta flóru verslana og veitingastaða. Í gegnum tíðina hafi þessi fyrirtæki staðið saman að því að markaðssetja sína þjónustu á vettvangi Markaðsráðs Keflavíkurflugvallar. „Markaðsráð Keflavíkurflugvallar og fyrirtækin sem að því standa eru stolt af þeirri þróun sem hefur átt sér stað á vellinum að undanförnu. Okkur finnst því mikilvægt að vekja athygli á því sem Keflavíkurflugvöllur hefur upp á að bjóða. Að þar sé hægt að gefa sér tíma til að njóta og slaka á áður en farið er á loft. Þetta höfum við gert með markaðsátaki undir yfirskriftinni: KEF – þar sem sögur fara á flug. Liður í því er meðal annars auglýsing sem birt var á undan áramótaskaupi Sjónvarpsins. Hún, auk fleiri aðgerða, miðar að því að styrkja Keflavíkurflugvöll sem áfangastað – stað þar sem farþegar vilja staldra við og njóta.“ Fyrirtækin sem komi að markaðsráðinu standi saman að þessari kynningu og fjármögnun hennar. Þetta fyrirkomulag hafi lengi tíðkast á Keflavíkurflugvelli og einnig í verslunarmiðstöðvum eins og Kringlunni og Smáralind. „Á sama tíma erum við meðvituð um að á flugvelli þarf alltaf að vinna að því að gera enn betur. Þess vegna höfum við unnið ötullega undanfarin ár í að móta framtíðina. Ávinningur af þeirri vinnu er byrjaður að koma í ljós með meira rými og bættri aðstöðu. Á nýju ári munu gestir flugvallarins finna enn betur fyrir þessum breytingum.“ Fréttin var uppfærð með skýringum Isavia.
Rekstur hins opinbera Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Fleiri fréttir Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sjá meira