Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Aron Guðmundsson skrifar 3. janúar 2025 16:31 Viggó Kristjánsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta Vísir/ÍVAR Viggó Kristjánsson finnur til aukinnar ábyrgðar fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta í ljósi fjarveru lykilmannsins Ómars Inga Magnússonar. Viggó hlakkar til að sýna hvað hann getur. Viggó spennuna mikla fyrir komandi stórmóti líkt og raunin sé fyrir öll stórmót með íslenska landsliðinu. Markmiðin eru skýr en liðið fer ekki fram úr sér hvað þau varðar. Innan við tvær vikur eru í fyrsta leik Íslands á mótinu gegn landsliði Grænhöfðaeyja en að auki eru landslið Kúbu og Slóveníu í riðli Íslands. Klippa: Viggó í stærra hlutverk: „Hlakka til að sýna hvað ég get“ „Við ætlum að byrja á því að einbeita okkur að riðlinum,“ segir Viggó í samtali við íþróttadeild í dag. „Þar fáum við verðugt verkefni á móti Slóveníu sem er með hörku lið svo er kannski hægt að tala um hina tvo leikina í riðlinum gegn Grænhöfðaeyjum og Kúbu sem skyldusigra. Við þurfum að byrja á því að klára þessa leiki áður en við förum að hugsa eitthvað lengra.“ Ljóst er að íslenska liðið mun treysta mikið á Viggó á komandi stórmóti í ljósi fjarveru Ómars Inga Magnússonar. Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar fyrir komandi stórmót. „Já ekki spurning. Ég held það sé alveg ljóst að það mun mæða meira á mér, sem er bara spennandi fyrir mig. Að sama skapi er auðvitað vont fyrir liðið að missa Ómar. Hann er einn af okkar allra bestu leikmönnum. Ég er að vona að við getum bætt það upp, ekki bara ég heldur allt liðið. Það er auðvitað spennandi fyrir mig. Ég hlakka til að sýna hvað ég get.“ Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Enski boltinn Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfubolti Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Handbolti Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Sjá meira
Viggó spennuna mikla fyrir komandi stórmóti líkt og raunin sé fyrir öll stórmót með íslenska landsliðinu. Markmiðin eru skýr en liðið fer ekki fram úr sér hvað þau varðar. Innan við tvær vikur eru í fyrsta leik Íslands á mótinu gegn landsliði Grænhöfðaeyja en að auki eru landslið Kúbu og Slóveníu í riðli Íslands. Klippa: Viggó í stærra hlutverk: „Hlakka til að sýna hvað ég get“ „Við ætlum að byrja á því að einbeita okkur að riðlinum,“ segir Viggó í samtali við íþróttadeild í dag. „Þar fáum við verðugt verkefni á móti Slóveníu sem er með hörku lið svo er kannski hægt að tala um hina tvo leikina í riðlinum gegn Grænhöfðaeyjum og Kúbu sem skyldusigra. Við þurfum að byrja á því að klára þessa leiki áður en við förum að hugsa eitthvað lengra.“ Ljóst er að íslenska liðið mun treysta mikið á Viggó á komandi stórmóti í ljósi fjarveru Ómars Inga Magnússonar. Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar fyrir komandi stórmót. „Já ekki spurning. Ég held það sé alveg ljóst að það mun mæða meira á mér, sem er bara spennandi fyrir mig. Að sama skapi er auðvitað vont fyrir liðið að missa Ómar. Hann er einn af okkar allra bestu leikmönnum. Ég er að vona að við getum bætt það upp, ekki bara ég heldur allt liðið. Það er auðvitað spennandi fyrir mig. Ég hlakka til að sýna hvað ég get.“
Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Enski boltinn Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfubolti Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Handbolti Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Sjá meira