Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. janúar 2025 07:03 Í þættinum lýsir Rósa því hvernig atburðir standa henni ennþá ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, jafnvel þó hálf öld sé liðin. Vísir Skaðræðisöskur eins árs stúlku var gífurlegur léttir fyrir unga móður eftir snjóflóðin í Neskaupstað í desember 1974. Fólk sem lifði af mannskæð snjóflóð í Neskaupstað árið 1974 hugsar til fjölskyldu og vina í fámenna plássinu. „Maður eiginlega bara gat ekkert hugsað neitt og maður vissi neitt. Maður var bara í einhverjum öðrum heimi,“ segir Sæmundur Gíslason sem var meðal þeirra sem komst lífs af. Tvö snjóflóð féllu í bænum með stuttu millibili og kostuðu tólf manns lífið. Fyrra flóðið, svokallað Bræðsluflóð féll um klukkan 13.40. Seinna flóðið féll um 20 mínútum eftir það fyrra, kallað Mánaflóð. Fimm létust í því fyrra og sjö í því síðara. Í fyrsta þætti nýrrar seríu af Útkalli ræðir Óttar Sveinsson við Sæmund og tvo aðra íbúa sem lifðu af hamfarirnar fyrir hálfri öld, Alfreð Alfreðsson og Rósu Margréti Sigursteinsdóttur sem var heima með eins árs dóttur sinni. Var gripinn mikilli hræðslu Í þættinum rifjar Sæmundur upp augnablikið þegar fyrra flóðið skall á. Hann var að koma keyrandi heiman frá sér og horfði upp í fjall. Strókurinn kom æðandi niður hlíðina og hrifsaði bifreiðina með sér. „Hann veltur fram og til baka og það var svakalegt högg sem kom,“ segir Sæmundur. „Svo stoppar bíllinn allt í einu og lendir á einhverju. Ég hendist til í bílnum við höggið og hef sennilega dottað eitthvað eða eitthvað gleymt mér. Svo líða ein eða tvær mínútur og þá ranka ég við mér og sé bara að bíllinn virðist vera á kafi í snjó. Ég var farþegamegin og þá byrja ég að skrúfa niður rúðuna og reyna að krafla hendina í gegn eitthvað en snjórinn var mjög þéttur og það gekk ekki neitt. Þá fer ég bílstjóramegin og þá er rafmagnsmótor þar, eiginlega við bílinn, og fullt af vírum sem eru sennilega rafmagnslínurnar sem voru lagðar þarna ofan veginn. Ég var náttúrulega skíthræddur um að það væri rafmagn á þessu og þorði fyrst ekki að gera eitt eða neitt en svo fór maður að fikra sig áfram og ég gat bara ekki hreyft hann, hann var svo strekktur.“ Sæmundur var einungis 17 ára gamall þegar hinar miklu náttúruhamfarir áttu sér stað.Vísir Sæmundur lýsir því hvernig mikil hræðsla greip hann á þessu augnabliki þar sem hann var innilokaður í bílnum. En síðan fann hann fyrir einhverskonar óvæntum fítonskrafti, hann gat tekið vírinn í sundur og lyft, og skriðið út. Hann komst svo að Síldarbræðslunni og Frystihúsinu þar sem fólk hafði orðið undir flóðinu. „Svo var ákveðið að við Pétur Kjartansson færum hlaupandi til að fá hjálp því það var búið að reyna að hringja og það skeði ekki neitt. Pétur var svona aðeins á undan mér alla leiðina og maður var alltaf að horfa upp í fjallið einhvern veginn; það var einhver vari á manni.“ Þeir félagar áttu ekki nema nokkur hundruð metra eftir þegar seinna flóðið skall á – á svokölluðu Mánasvæði. „Svo er þetta bara komið niðureftir og sjáum bara allt splundrast þar. Þrýstingurinn hendir okkur út í sjó.“ Allt splundraðist Í þættinum er einnig rætt við Alfreð Alfreðsson vörubílstjóra en hann barst út í sjó með seinna flóðinu, Mánaflóðinu svokallaða. Það var á Mánasvæðinu þar sem Mánahúsið svokallaða var staðsett. Alfreð rifjar upp augnablikið þegar honum var litið upp og sá tæplega 150 metra háan snjóflóðavegg koma niður, með gífurlegum drunum. „Það náttúrulega grípur mig um leið einhver skelfing og ég náttúrulega ákvað bara að hlaupa undan þessu. Sem betur fer hleypi ég í raun og veru inn í mitt flóðið. Ef ég hefði hlaupið í hina áttina. Þá hefði ég fengið vörubílinn yfir mig og alla skemmuna og alla bíla,“ segir Alfreð. „Ég hleyp þarna og ég er búinn að hlaupa svona kannski þrjá eða fjóra metra þá kemur svaka sprenging, eða það virkaði þannig. Þá er Mánahúsið að splúndrast. Neðri hæðin splundrast út og rúður og annað og risið spýttist upp í loft. Þetta var svakalega mikið högg á þessu. Og ég fer með snjóflóðinu,“ segir Alfreð sem endaði niðri á botni í sjónum og komst með miklum herkjum í land, eins og hann lýsir í þættinum. Alfreð barst út í sjó með snjóflóðinu og komst með miklum herkjum í land.Vísir „Ég skreið upp fjöruna og síðan upp fjörukambinn, og dett síðan sennilega út þar. Þegar ég ranka við mér þá heyri ég barnsgrát. Það var Sigrún Eva, sem var tæplega eins árs gömul, og móðir hennar, Rósa, þær voru báðar þarna inni í þessu risi sem ég sá spítast upp í loft,“ segir Alfreð. „Ég skreið þarna að húsinu og ætlaði að rísa upp til að reyna að hjálpa en það var ekki hægt, ég gat ekkert stigið í lappirnar. Svo ég ákvað að halda áfram og reyna að ná í hjálp,“ segir Alfreð en hann telur að hann hafi verið kominn upp undir veg þegar hann datt út. „Þegar ég rankaði við mér þá voru tveir menn standandi yfir mér og annar er að hrista mig til. Ég lít upp og segi strax við þá að ég hafi heyrt þennan barnsgrát, og þeir skuli láta mig vera, ég reddi mér sjálfur. Þeir verði bara að huga að barninu.“ Vissi ekki að um snjóflóð var að ræða Í risinu í fyrrnefndu Mánahúsi var hin 19 ára gamla Rósa Margrét Sigursteinsdóttir búsett ásamt eins árs gamalli dóttur sinni. Í Útkallsþættinum rifjar Rósa upp þegar seinna snjóflóðið skall á þennan örlagaríka dag – og lenti á Mánahúsinu. Þegar það gerðist voru þær mæðgur báðar sofandi. Rósa hrökk upp við eitthvað sem líktist flóðbylgju. „Þetta var eins og alda. Það kemur svona rosalegur þrýstingur, og þessi þrýstingur skellur á húsinu okkar, klippir kvistinn a fog hann hendist upp í loft með okkur mæðgum í. Það sem verður okkur til lífs er að hann lendir niðri stofumegin, sem sagt ofan á flóðbylgjunni,“segir Rósa. Þegar allt var yfirstaðið sat Rósa föst í húsbrakinu og þegar hún heyrði skaðræðisöskrið í kornungri dóttur sinni var henni skiljanlega afar létt; hún vissi að dóttir sín væri ekki meidd. Rósa segist í fyrstu ekki hafa áttað sig á aðstæðum. Hún reyndi að kalla á nágrannakonu sína, sem bjó á neðri hæðinni í Mánahúsinu, en fékk ekkert svar. „Ég vissi ekki að ég væri í snjóflóði, ég hélt bara að húsið hefði hrunið eða eitthvað. Þetta var voðalega skrítið.“ Skömmu síðar komu tveir menn inn í kvistinn og leystu mæðgurnar út. „Og þá fyrst vissi ég að þetta var snjóflóð,“ segir Rósa og bætir við: „Ég var bara svolítið dofin. En aðalmálið var það að stelpan mín var lifandi. Það var eiginlega það eina sem skipti máli.“ Rósa fékk seinna að vita að mennirnir tveir hefðu komið til Alfreðs og hann hefði þá tjáð þeim að hann myndi bjarga sér; þeir yrðu að huga að barninu, dóttur Rósu. „Þetta var bara mjög erfitt“ „Mér fannst rosalega fallegt að heyra þetta,“ segir hún en mörgum árum seinna, árið 2013, kom Alfreð í heimsókn til þeirra mæðgna og var það að sögn Rósu stór stund fyrir þau öll. Á öðrum stað í þættinum lýsir Rósa því hvernig atburðir standa henni ennþá ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, jafnvel þó hálf öld sé liðin. „Þó að það séu liðin öll þessi ár, þá er eins og þetta hafi gerst í gær.“ „Þetta var alveg svakalegt, allur þessi fjöldi sem dó þarna,“ segir Alfreð. „Þetta voru allt vinir og vinnufélagar og það voru mikil sárindi að missa allt þetta fólk. Þetta er svo lítið samfélag. Þetta var bara mjög erfitt.“ Útkall Snjóflóð á Íslandi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Sæmundur Gíslason, sautján ára sjómaður, lifði af tvö mannskæð snjóflóð í Neskaupstað 20. desember 1974. Þá fórust tólf manns. 20. desember 2024 09:01 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
„Maður eiginlega bara gat ekkert hugsað neitt og maður vissi neitt. Maður var bara í einhverjum öðrum heimi,“ segir Sæmundur Gíslason sem var meðal þeirra sem komst lífs af. Tvö snjóflóð féllu í bænum með stuttu millibili og kostuðu tólf manns lífið. Fyrra flóðið, svokallað Bræðsluflóð féll um klukkan 13.40. Seinna flóðið féll um 20 mínútum eftir það fyrra, kallað Mánaflóð. Fimm létust í því fyrra og sjö í því síðara. Í fyrsta þætti nýrrar seríu af Útkalli ræðir Óttar Sveinsson við Sæmund og tvo aðra íbúa sem lifðu af hamfarirnar fyrir hálfri öld, Alfreð Alfreðsson og Rósu Margréti Sigursteinsdóttur sem var heima með eins árs dóttur sinni. Var gripinn mikilli hræðslu Í þættinum rifjar Sæmundur upp augnablikið þegar fyrra flóðið skall á. Hann var að koma keyrandi heiman frá sér og horfði upp í fjall. Strókurinn kom æðandi niður hlíðina og hrifsaði bifreiðina með sér. „Hann veltur fram og til baka og það var svakalegt högg sem kom,“ segir Sæmundur. „Svo stoppar bíllinn allt í einu og lendir á einhverju. Ég hendist til í bílnum við höggið og hef sennilega dottað eitthvað eða eitthvað gleymt mér. Svo líða ein eða tvær mínútur og þá ranka ég við mér og sé bara að bíllinn virðist vera á kafi í snjó. Ég var farþegamegin og þá byrja ég að skrúfa niður rúðuna og reyna að krafla hendina í gegn eitthvað en snjórinn var mjög þéttur og það gekk ekki neitt. Þá fer ég bílstjóramegin og þá er rafmagnsmótor þar, eiginlega við bílinn, og fullt af vírum sem eru sennilega rafmagnslínurnar sem voru lagðar þarna ofan veginn. Ég var náttúrulega skíthræddur um að það væri rafmagn á þessu og þorði fyrst ekki að gera eitt eða neitt en svo fór maður að fikra sig áfram og ég gat bara ekki hreyft hann, hann var svo strekktur.“ Sæmundur var einungis 17 ára gamall þegar hinar miklu náttúruhamfarir áttu sér stað.Vísir Sæmundur lýsir því hvernig mikil hræðsla greip hann á þessu augnabliki þar sem hann var innilokaður í bílnum. En síðan fann hann fyrir einhverskonar óvæntum fítonskrafti, hann gat tekið vírinn í sundur og lyft, og skriðið út. Hann komst svo að Síldarbræðslunni og Frystihúsinu þar sem fólk hafði orðið undir flóðinu. „Svo var ákveðið að við Pétur Kjartansson færum hlaupandi til að fá hjálp því það var búið að reyna að hringja og það skeði ekki neitt. Pétur var svona aðeins á undan mér alla leiðina og maður var alltaf að horfa upp í fjallið einhvern veginn; það var einhver vari á manni.“ Þeir félagar áttu ekki nema nokkur hundruð metra eftir þegar seinna flóðið skall á – á svokölluðu Mánasvæði. „Svo er þetta bara komið niðureftir og sjáum bara allt splundrast þar. Þrýstingurinn hendir okkur út í sjó.“ Allt splundraðist Í þættinum er einnig rætt við Alfreð Alfreðsson vörubílstjóra en hann barst út í sjó með seinna flóðinu, Mánaflóðinu svokallaða. Það var á Mánasvæðinu þar sem Mánahúsið svokallaða var staðsett. Alfreð rifjar upp augnablikið þegar honum var litið upp og sá tæplega 150 metra háan snjóflóðavegg koma niður, með gífurlegum drunum. „Það náttúrulega grípur mig um leið einhver skelfing og ég náttúrulega ákvað bara að hlaupa undan þessu. Sem betur fer hleypi ég í raun og veru inn í mitt flóðið. Ef ég hefði hlaupið í hina áttina. Þá hefði ég fengið vörubílinn yfir mig og alla skemmuna og alla bíla,“ segir Alfreð. „Ég hleyp þarna og ég er búinn að hlaupa svona kannski þrjá eða fjóra metra þá kemur svaka sprenging, eða það virkaði þannig. Þá er Mánahúsið að splúndrast. Neðri hæðin splundrast út og rúður og annað og risið spýttist upp í loft. Þetta var svakalega mikið högg á þessu. Og ég fer með snjóflóðinu,“ segir Alfreð sem endaði niðri á botni í sjónum og komst með miklum herkjum í land, eins og hann lýsir í þættinum. Alfreð barst út í sjó með snjóflóðinu og komst með miklum herkjum í land.Vísir „Ég skreið upp fjöruna og síðan upp fjörukambinn, og dett síðan sennilega út þar. Þegar ég ranka við mér þá heyri ég barnsgrát. Það var Sigrún Eva, sem var tæplega eins árs gömul, og móðir hennar, Rósa, þær voru báðar þarna inni í þessu risi sem ég sá spítast upp í loft,“ segir Alfreð. „Ég skreið þarna að húsinu og ætlaði að rísa upp til að reyna að hjálpa en það var ekki hægt, ég gat ekkert stigið í lappirnar. Svo ég ákvað að halda áfram og reyna að ná í hjálp,“ segir Alfreð en hann telur að hann hafi verið kominn upp undir veg þegar hann datt út. „Þegar ég rankaði við mér þá voru tveir menn standandi yfir mér og annar er að hrista mig til. Ég lít upp og segi strax við þá að ég hafi heyrt þennan barnsgrát, og þeir skuli láta mig vera, ég reddi mér sjálfur. Þeir verði bara að huga að barninu.“ Vissi ekki að um snjóflóð var að ræða Í risinu í fyrrnefndu Mánahúsi var hin 19 ára gamla Rósa Margrét Sigursteinsdóttir búsett ásamt eins árs gamalli dóttur sinni. Í Útkallsþættinum rifjar Rósa upp þegar seinna snjóflóðið skall á þennan örlagaríka dag – og lenti á Mánahúsinu. Þegar það gerðist voru þær mæðgur báðar sofandi. Rósa hrökk upp við eitthvað sem líktist flóðbylgju. „Þetta var eins og alda. Það kemur svona rosalegur þrýstingur, og þessi þrýstingur skellur á húsinu okkar, klippir kvistinn a fog hann hendist upp í loft með okkur mæðgum í. Það sem verður okkur til lífs er að hann lendir niðri stofumegin, sem sagt ofan á flóðbylgjunni,“segir Rósa. Þegar allt var yfirstaðið sat Rósa föst í húsbrakinu og þegar hún heyrði skaðræðisöskrið í kornungri dóttur sinni var henni skiljanlega afar létt; hún vissi að dóttir sín væri ekki meidd. Rósa segist í fyrstu ekki hafa áttað sig á aðstæðum. Hún reyndi að kalla á nágrannakonu sína, sem bjó á neðri hæðinni í Mánahúsinu, en fékk ekkert svar. „Ég vissi ekki að ég væri í snjóflóði, ég hélt bara að húsið hefði hrunið eða eitthvað. Þetta var voðalega skrítið.“ Skömmu síðar komu tveir menn inn í kvistinn og leystu mæðgurnar út. „Og þá fyrst vissi ég að þetta var snjóflóð,“ segir Rósa og bætir við: „Ég var bara svolítið dofin. En aðalmálið var það að stelpan mín var lifandi. Það var eiginlega það eina sem skipti máli.“ Rósa fékk seinna að vita að mennirnir tveir hefðu komið til Alfreðs og hann hefði þá tjáð þeim að hann myndi bjarga sér; þeir yrðu að huga að barninu, dóttur Rósu. „Þetta var bara mjög erfitt“ „Mér fannst rosalega fallegt að heyra þetta,“ segir hún en mörgum árum seinna, árið 2013, kom Alfreð í heimsókn til þeirra mæðgna og var það að sögn Rósu stór stund fyrir þau öll. Á öðrum stað í þættinum lýsir Rósa því hvernig atburðir standa henni ennþá ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, jafnvel þó hálf öld sé liðin. „Þó að það séu liðin öll þessi ár, þá er eins og þetta hafi gerst í gær.“ „Þetta var alveg svakalegt, allur þessi fjöldi sem dó þarna,“ segir Alfreð. „Þetta voru allt vinir og vinnufélagar og það voru mikil sárindi að missa allt þetta fólk. Þetta er svo lítið samfélag. Þetta var bara mjög erfitt.“
Útkall Snjóflóð á Íslandi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Sæmundur Gíslason, sautján ára sjómaður, lifði af tvö mannskæð snjóflóð í Neskaupstað 20. desember 1974. Þá fórust tólf manns. 20. desember 2024 09:01 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Sæmundur Gíslason, sautján ára sjómaður, lifði af tvö mannskæð snjóflóð í Neskaupstað 20. desember 1974. Þá fórust tólf manns. 20. desember 2024 09:01