Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. janúar 2025 07:00 Caitlin Clark vonast til að fagna þriðja meistaratitli Kansas City Chiefs í röð áður en WNBA-deildin hefst á nýjan leik. Matthew Holst/Getty Images Caitlin Clark, ein þekktasta íþróttakona heims um þessar mundir, er harður aðdáandi tvöfaldra NFL-meistara Kansas City Chiefs. Hún tekur þó ekki í mál að fólk haldi hana aðeins halda með liðinu eftir gríðarlega velgengni undanfarin ár. Clark var þegar orðin heimsfræg þegar hún var valin fyrst allra í nýliðavali WNBA-deildarinnar fyrir síðasta keppnistímabil. Hún hafði brotið hvert metið á fætur öðru í háskólaboltanum og gerði slíkt hið sama með Indiana Fever í WNBA. Hún hefur undanfarið notið þess að vera í verðskulduðu fríi enda fór WNBA-deildin af stað nær strax eftir að síðasta tímabili hennar í háskóla lauk. Nýtti Clark þann tíma meðal annars til þess að mæta í hlaðvarpið New Heights en þáttastjórnendur eru bræðurnir Jason og Travis Kelce. Sá síðarnefndi er einn af frægari leikmönnum NFL-deildarinnar og leikur með liðinu sem Caitlin heldur með, meisturum Kansas City Chiefs. Þá er Travis einnig þekktur fyrir að vera í sambandi með tónlistarkonunni Taylor Swift. Í viðtali sínu við þá bræður kom í ljós að Caitlin styður Travis og félaga. Ástæðan er einföld, þegar hún var að alast upp var Chiefs næst heimili hennar af þeim liðum sem spila í NFL. Þá er faðir hennar mikill aðdáandi. Don't ever accuse @CaitlinClark22 of being a bandwagon Chiefs fan NEW EPISODE OUT NOW!!! @audible_com pic.twitter.com/YH6LyRwbau— New Heights (@newheightshow) January 2, 2025 „Við höfum alltaf verið miklir aðdáendur. Árangurinn undanfarin ár hefur gert það enn skemmtilegra. Við reyndum að fara öll saman, frænkur og frændur, á einn leik á tímabili. Við höfum reynt að halda í þá hefð og fórum öll á leikinn á jóladag á síðasta ári,“ sagði Clark meðal annars. Kansas City Chiefs er sem stendur með bestan árangur allra liða í NFL-deildinni, 15 sigra og eitt tap. Þar sem sæti í úrslitakeppninni er tryggt mun liðið hvíla sína bestu menn í lokaumferð NFL-deildarinnar sem fram fer um helgina. Hvað Caitlin Clark og Indiana Fever varðar þá hefst næsta WNBA-tímabil þann 16. maí næstkomandi og vonast liðið til að komast lengur en aðeins í fyrstu umferð úrslitakeppninnar að þessu sinni. Körfubolti WNBA NFL Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Clark var þegar orðin heimsfræg þegar hún var valin fyrst allra í nýliðavali WNBA-deildarinnar fyrir síðasta keppnistímabil. Hún hafði brotið hvert metið á fætur öðru í háskólaboltanum og gerði slíkt hið sama með Indiana Fever í WNBA. Hún hefur undanfarið notið þess að vera í verðskulduðu fríi enda fór WNBA-deildin af stað nær strax eftir að síðasta tímabili hennar í háskóla lauk. Nýtti Clark þann tíma meðal annars til þess að mæta í hlaðvarpið New Heights en þáttastjórnendur eru bræðurnir Jason og Travis Kelce. Sá síðarnefndi er einn af frægari leikmönnum NFL-deildarinnar og leikur með liðinu sem Caitlin heldur með, meisturum Kansas City Chiefs. Þá er Travis einnig þekktur fyrir að vera í sambandi með tónlistarkonunni Taylor Swift. Í viðtali sínu við þá bræður kom í ljós að Caitlin styður Travis og félaga. Ástæðan er einföld, þegar hún var að alast upp var Chiefs næst heimili hennar af þeim liðum sem spila í NFL. Þá er faðir hennar mikill aðdáandi. Don't ever accuse @CaitlinClark22 of being a bandwagon Chiefs fan NEW EPISODE OUT NOW!!! @audible_com pic.twitter.com/YH6LyRwbau— New Heights (@newheightshow) January 2, 2025 „Við höfum alltaf verið miklir aðdáendur. Árangurinn undanfarin ár hefur gert það enn skemmtilegra. Við reyndum að fara öll saman, frænkur og frændur, á einn leik á tímabili. Við höfum reynt að halda í þá hefð og fórum öll á leikinn á jóladag á síðasta ári,“ sagði Clark meðal annars. Kansas City Chiefs er sem stendur með bestan árangur allra liða í NFL-deildinni, 15 sigra og eitt tap. Þar sem sæti í úrslitakeppninni er tryggt mun liðið hvíla sína bestu menn í lokaumferð NFL-deildarinnar sem fram fer um helgina. Hvað Caitlin Clark og Indiana Fever varðar þá hefst næsta WNBA-tímabil þann 16. maí næstkomandi og vonast liðið til að komast lengur en aðeins í fyrstu umferð úrslitakeppninnar að þessu sinni.
Körfubolti WNBA NFL Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira