Handbolti

Ballið byrjar hjá strákunum okkar

Sindri Sverrisson skrifar
Strákarnir okkar eru búnir með jólamatinn og byrjaðir að gíra sig upp í HM.
Strákarnir okkar eru búnir með jólamatinn og byrjaðir að gíra sig upp í HM. vísir/Anton

Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi.

Fyrsta formlega æfing alls liðsins var í Víkinni í dag þar sem byrjað var á fundi með þjálfarateyminu og farið vel yfir skipulagið fram að móti. Átján leikmenn eru í íslenska hópnum en handboltamaður ársins 2024, Ómar Ingi Magnússon, er ekki með vegna meiðsla.

Fyrsti leikur Íslands á HM er við Grænhöfðaeyjar fimmtudaginn 16. janúar og strákarnir okkar spila svo við Kúbu 18. janúar og við Sloveníu 20. janúar. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Þrjú efstu liðin komast svo áfram í milliriðil með þremur liðum úr H-riðli (Króatía, Egyptaland, Argentína, Barein). Allir leikir Íslands fara fram í Zagreb í Króatíu.

HM-hópur Íslands 2025

Markverðir:

  • Björgvin Páll Gústavsson, Valur 273 leikir/24 mörk
  • Viktor Gísli Hallgrímsson, Wista Plock 60/1

Aðrir leikmenn:

  • Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen 100/101
  • Aron Pálmarsson, Veszprém 177/674
  • Bjarki Már Elísson, Veszprém 118/401
  • Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia 14/5
  • Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach 50/109
  • Elvar Örn Jónsson, Melsungen 79/183
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg 60/139
  • Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest 35/50
  • Janus Daði Smárason, Pick Szeged 86/146
  • Óðinn Ríkharðsson, Kadetten Scaffhausen 42/130
  • Orri Freyr Þorkelsson, Sporting 16/41
  • Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad 76/214
  • Teitur Örn Einarsson, Gummersbach, 36/36
  • Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto 5/10
  • Viggó Kristjánsson, Leipzig 59/165
  • Ýmir Örn Gíslason, Göppingen 92/36

Íslenska liðið mun æfa saman á Íslandi fram að hádegi 8. janúar en ferðast svo þann dag með Icelandair til Kaupmannahafnar, og þaðan til Kristianstad í Svíþjóð. Þar spilar liðið við sterkt lið Svía 9. janúar og svo annan vináttulandsleik við Svía í Malmö 11. janúar.

Þann 13. janúar fer íslenska liðið svo til Zagreb til lokaundirbúnings fyrir HM.

Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 fylgir íslenska landsliðinu á HM og fjallar ítarlega um strákana okkar allt mótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×