Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Kristín Ólafsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 31. desember 2024 13:03 Hér má sjá kort yfir áramótabrennurnar sem verða haldnar í kvöld. Grafík/Sara Fjórtán áramótabrennur verða tendraðar á höfuðborgarsvæðinu í dag, fjórum fleiri en útlit var fyrir í haust. Þá gæti stórkostleg norðurljósasýning veitt flugeldum samkeppni á himni í kvöld. Hér fyrir ofan má sjá staðsetningarnar á Reykjavíkurbrennunum sem tendraðar verða í kvöld; átta eru flokkaðar sem „litlar“ en tvær stórar, sem staðsettar eru á Geirsnefi og í Gufunesi. Engar áramótabrennur verða í Hafnarfirði og Kópavogi en Seltirningar fá sína brennu á Valhúsahæð. Í Garðabæ verða svo tendraðar tvær brennur í kvöld og í Mosfellsbæ verður brenna við Leirvoginn venju samkvæmt - hún verður þó tendruð öllu fyrr en hefðin býður, eða klukkan hálf fimm síðdegis. Þá verða einnig áramótabrennur í helstu þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni, sem finna má upplýsingar um á síðum sveitarfélaganna. Norðurljósaveisla í vændum? En það verða ekki bara áramótabrennur og flugeldar sem lýsa upp síðasta kvöld ársins. Náttúran gæti líka boðið upp á rosalega sýningu. „Það gæti orðið mjög falleg norðurljósasýning á himni um svipað leyti. Það er ákveðin óvissa í því, þessa stundina er ský á leiðinni til okkar á ógnarhraða og spurningin er bara hvenær það skellur á okkur. Er það seinnipart þessa dags eða í kvöld, eða hugsanlega eftir miðnætti. Og mögulega líka geigar það. Þannig að það er smá spenningur og óvissa í því,“ segir Stjörnu-Sævar. Sævar Helgi segir óvissu ríkja með hvort ský muni hylja norðurljósin eða ekki í kvöld.Stöð 2 Ef bestu spár gangi eftir ætti að sjást jafnvel til norðurljósanna á öllu landinu. En ef þau birtast á sama tíma og flugeldasýningin stendur sem hæst í kringum miðnætti - er þá nokkur von að glitti í þau? Það fer eftir því hvar maður er staðsettur, segir Sævar. „Ef maður er inni í mesta gosmekkinum eða sprengjuregninu þá eflaust mun mökkurinn birgja sýn að einhverju leyti. En ég vona bara að fólk gangi hægt um gleðinnar dyr og haldi pínu aftur af sér, líka bara fyrir lungun okkar, og njóti þess líka sem himininn hefur upp á að bjóða og sprengi kannski aðeins minna,“ segir hann. Áramót Flugeldar Veður Reykjavík Mosfellsbær Garðabær Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Hér fyrir ofan má sjá staðsetningarnar á Reykjavíkurbrennunum sem tendraðar verða í kvöld; átta eru flokkaðar sem „litlar“ en tvær stórar, sem staðsettar eru á Geirsnefi og í Gufunesi. Engar áramótabrennur verða í Hafnarfirði og Kópavogi en Seltirningar fá sína brennu á Valhúsahæð. Í Garðabæ verða svo tendraðar tvær brennur í kvöld og í Mosfellsbæ verður brenna við Leirvoginn venju samkvæmt - hún verður þó tendruð öllu fyrr en hefðin býður, eða klukkan hálf fimm síðdegis. Þá verða einnig áramótabrennur í helstu þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni, sem finna má upplýsingar um á síðum sveitarfélaganna. Norðurljósaveisla í vændum? En það verða ekki bara áramótabrennur og flugeldar sem lýsa upp síðasta kvöld ársins. Náttúran gæti líka boðið upp á rosalega sýningu. „Það gæti orðið mjög falleg norðurljósasýning á himni um svipað leyti. Það er ákveðin óvissa í því, þessa stundina er ský á leiðinni til okkar á ógnarhraða og spurningin er bara hvenær það skellur á okkur. Er það seinnipart þessa dags eða í kvöld, eða hugsanlega eftir miðnætti. Og mögulega líka geigar það. Þannig að það er smá spenningur og óvissa í því,“ segir Stjörnu-Sævar. Sævar Helgi segir óvissu ríkja með hvort ský muni hylja norðurljósin eða ekki í kvöld.Stöð 2 Ef bestu spár gangi eftir ætti að sjást jafnvel til norðurljósanna á öllu landinu. En ef þau birtast á sama tíma og flugeldasýningin stendur sem hæst í kringum miðnætti - er þá nokkur von að glitti í þau? Það fer eftir því hvar maður er staðsettur, segir Sævar. „Ef maður er inni í mesta gosmekkinum eða sprengjuregninu þá eflaust mun mökkurinn birgja sýn að einhverju leyti. En ég vona bara að fólk gangi hægt um gleðinnar dyr og haldi pínu aftur af sér, líka bara fyrir lungun okkar, og njóti þess líka sem himininn hefur upp á að bjóða og sprengi kannski aðeins minna,“ segir hann.
Áramót Flugeldar Veður Reykjavík Mosfellsbær Garðabær Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira