Innlent

María Kristjáns­dóttir er látin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
María Kristjánsdóttir er fallin frá.
María Kristjánsdóttir er fallin frá.

María Kristjánsdóttir er látin áttræð að aldri. Hún lést á Landspítalanum 27. desember.

María fæddist 19. mars 1944 í Reykjavík og ólst upp í Hafnarfirði í 6 systkina hópi. Foreldrar hennar voru Kristján Andrésson og Salbjörg Magnúsdóttir.

María var leikhúsfræðingur, menntuð í Leipzig og Berlín og bókmenntafræðingur frá HÍ. María starfaði m.a. sem leikstjóri, gagnrýnandi og stjórnandi útvarpsleikhússins.

Jón Aðalsteinsson, eiginmaður Maríu lést 2017, hann átti fjögur börn af fyrra hjónabandi og saman áttu þau eina dóttur. Jón og María lifðu og störfuðu á Fáskrúðsfirði, Húsavík, í Svíþjóð og í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×