Handbolti

Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslensku strákarnir fóru alla leið í úrslit á Sparkassen Cup.
Íslensku strákarnir fóru alla leið í úrslit á Sparkassen Cup. HSÍ

Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum nítján ára og yngri þurftu að sætta sig við fjögurra marka tap í úrslitum Sparkassen Cup í Þýskalandi í kvöld.

Íslensku strákarnir mættu heimamönnum í þýska liðinu í úrslitum eftir að hafa unnið Serba með minnsta mun fyrr í dag, 28-27.

Þýska liðið reyndist hins vegar sterkara en það íslenska í kvöld og vann að lokum fjögurra marka sigur, 31-27. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12, en í síðari hálfleik dró í sundur með liðunum.

Íslensku strákarnir þurfa því að gera sér silfur að góðu annað árið í röð, en Þjóðverjar taka gullið.

Ágúst Guðmundsson, Garðar Ingi Sindrason og Stefán Magni Hjartarson voru markahæstir í liði Íslands með fjögur mörk hver. Bjarni Fritz Bjarnason og Elís Þór Aðalsteinsson komu þar á eftir með þrjú mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×