Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2024 23:14 Gerwyn Price þurfti heldur betur að hafa fyrir hlutunum í kvöld. James Fearn/Getty Images Gerwyn Price, Peter Wright og Luke Humphries, sem allir eru fyrrverandi eða ríkjandi heimsmeistarar í pílukasti, komust allir áfram úr viðureignum sínum í 32-manna úrslitum á HM í pílukasti í kvöld. Gerwyn Price, heimsmeistarinn frá árinu 2021, mætti Joe Cullen í fyrsta leik kvöldsins og líklega besta leik mótsins hingað til. Lengst af leit út fyrir að Price myndi komast þægilega áfram, en Cullen lét Ísmanninn svitna. Price vann fyrstu þrjú settin, 3-2, 3-2 og 3-1 og var því aðeins einu setti frá sæti í 16-manna úrslitum. Þá fór hins vegar að halla undan færi hjá Price og útskotin fóru að bregðast honum. Cullen gekk á lagið og vann næstu þrjú sett, öll 3-1. Leikurinn fór því alla leið í oddasett og óhætt er að segja að dramatíkin hafi haldið þar áfram. Price og Cullen skiptust á að vinna gegn kasti og að lokum þurfti að grípa til upphækkunnar til að skera úr um sigurvegara. Áfram hélt dramatíkin þar og úrslitin réðust ekki fyrr en í bráðabana þar sem Price hafði að lokum betur og vann oddasettið 6-5, og leikinn 4-3. PRICE WINS A THRILLER!That might just be the game of the tournament so far! 💥Gerwyn Price manages to break the Rockstars throw in the final leg of the game, and beats Joe Cullen 4-3 and books his place in the Last 16!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts pic.twitter.com/VnjnJxP0T0— PDC Darts (@OfficialPDC) December 27, 2024 Peter Wright, heimsmeistarinn frá árunum 2020 og 2022, og Luke Humphries, ríkjandi heimsmeistari, áttu hins vegar í heldur minni vandræðum með sínar viðureignir. Peter Wright vann öruggan 4-2 sigur gegn Hollendingnum Jermaine Wattimena áður en Luke Humphries gekk frá Walesverjanum Nick Kenny, 4-0. Price, Wright og Humphries eru því allir komnir í 16-manna úrslit sem leikin verða á sunnudag og mánudag. Price mætir Jonny Clayton og þeir Humphries og Wright eigast við innbirðis. Pílukast Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Gerwyn Price, heimsmeistarinn frá árinu 2021, mætti Joe Cullen í fyrsta leik kvöldsins og líklega besta leik mótsins hingað til. Lengst af leit út fyrir að Price myndi komast þægilega áfram, en Cullen lét Ísmanninn svitna. Price vann fyrstu þrjú settin, 3-2, 3-2 og 3-1 og var því aðeins einu setti frá sæti í 16-manna úrslitum. Þá fór hins vegar að halla undan færi hjá Price og útskotin fóru að bregðast honum. Cullen gekk á lagið og vann næstu þrjú sett, öll 3-1. Leikurinn fór því alla leið í oddasett og óhætt er að segja að dramatíkin hafi haldið þar áfram. Price og Cullen skiptust á að vinna gegn kasti og að lokum þurfti að grípa til upphækkunnar til að skera úr um sigurvegara. Áfram hélt dramatíkin þar og úrslitin réðust ekki fyrr en í bráðabana þar sem Price hafði að lokum betur og vann oddasettið 6-5, og leikinn 4-3. PRICE WINS A THRILLER!That might just be the game of the tournament so far! 💥Gerwyn Price manages to break the Rockstars throw in the final leg of the game, and beats Joe Cullen 4-3 and books his place in the Last 16!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts pic.twitter.com/VnjnJxP0T0— PDC Darts (@OfficialPDC) December 27, 2024 Peter Wright, heimsmeistarinn frá árunum 2020 og 2022, og Luke Humphries, ríkjandi heimsmeistari, áttu hins vegar í heldur minni vandræðum með sínar viðureignir. Peter Wright vann öruggan 4-2 sigur gegn Hollendingnum Jermaine Wattimena áður en Luke Humphries gekk frá Walesverjanum Nick Kenny, 4-0. Price, Wright og Humphries eru því allir komnir í 16-manna úrslit sem leikin verða á sunnudag og mánudag. Price mætir Jonny Clayton og þeir Humphries og Wright eigast við innbirðis.
Pílukast Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira