Handbolti

Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýska­landi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Andrea Jacobsen skoraði tvö í grátlegu tapi Blomberg-Lippe í kvöld.
Andrea Jacobsen skoraði tvö í grátlegu tapi Blomberg-Lippe í kvöld. VÍSIR / PAWEL

Íslendingaliðin Metzingen og Blomberg-Lippe máttu þola töp er liðin mættu til leiks í þýska handboltanum í kvöld.

Sandra Erlingsdóttir komst ekki á blað er Metzingen mátti þola tíu marka tap gegn Ludwigsburg á heimavelli í kvöld, 23-33, en lagði upp þrjú mörk fyrir samherja sína.

 Ludwigsburg situr í öðru sæti deildarinnar með 14 stig eftir átta leiki, en Sandra og stöllur sitja hins vegar í tíunda sæti með aðeins fimm stig.

Þá þurftu Andrea Jacobsen og stöllur hennar í Blomberg-Lippe að sætta sig við tveggja marka tap gegn Thuringer á sama tíma, 23-21.

Andrea skoraði tvö mörk fyrir Blomberg-Lippe og lagði upp eitt að auki. Liðið situr í fjórða sæti deildarinnar með 11 stig, einu minna en Turinger sem lyfti sér upp fyrir Blomberg-Lippe með sigrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×