Lífið

Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð

Atli Ísleifsson skrifar
Hudson Meek er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið hinn unga Baby í myndinni Baby Driver frá árinu 2017.
Hudson Meek er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið hinn unga Baby í myndinni Baby Driver frá árinu 2017.

Bandaríski leikarinn Hudson Meek, sem hvað þekktastur er fyrir hlutverk sitt í myndinni Baby Driver, er látinn. Hann varð sextán ára.

Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í Alabama eftir að hafa fallið úr bíl sem var á ferð. Meek var fluttur á sjúkrahús í Vestavia Hills í Alabama þar sem hann lést af sárum sínum, tveimur dögum eftir slysið.

Hudson Meek birtist á leikaraferli sínum í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið hinn unga Baby í myndinni Baby Driver frá árinu 2017. Í myndinni birtust meðal annars leikarar á borð við Lily James, Ansel Elgort, Kevin Spacey, Jon Hamm og Jamie Foxx.

Meek fór einnig með hlutverk í glæpaþáttunum Found, vísindaskáldskaparþáttaröðinni Legacies og spennumyndinni The School Duel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.