Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2024 14:07 Sigurður Ingi sagði ýmislegt ahyglisvert við nýjan stjórnarsáttmála, einkum þó það sem ekki væri þar. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins var í stuttu viðtali eftir að starfsstjórn Bjarna Benediktssonar skilaði inn lyklunum og stjórn Kristrúnar Frostadóttir tók við á Bessastöðum. Sigurður Ingi sagði ítrekað að hann vildi spara sig í yfirlýsingum, hann vildi leyfa deginum að líða og nýrri stjórn að spegla sig í þessum nýju aðstæðum. Þá var hann sannfærður um að sagan myndi fara mildum höndum um verk Framsóknarflokksins á undangengnum árum. Þegar á hann var gengið gat hann þó ekki orða bundist: „Það er margt áhugavert sem er í stjórnarsáttmálanum en kannski ekki síður það sem ekki er þar. Hefði ég kosið þessa flokka,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að fyrir kosningar hefði verið talað um að það þyrfti að laga ýmislegt. „Mér sýnist að það eigi að halda áfram að gera nákvæmlega það sem við vorum að gera. Þar eru boðuð allnokkur útgjöld. En engar tekjur. Leggja niður eitt ráðuneyti, spara nokkur hundruð milljónir þar. En ýmis útgjöld eru þarna nefnd kosta nokkra milljarða þannig að … Ég á eftir að sjá hvernig þær gera þetta.“ Sigurður Ingi er sem sagt þeirrar skoðunar að stórt bil sé milli kosningaloforða og svo þess sem stendur í stjórnarsáttmálanum, sem hann á reyndar eftir að lesa ítarlega, hann byggi sínar skoðanir á því sem þá hafði komið fram í fréttum. Þá sagði formaður Framsóknarflokksins fráfarandi ríkisstjórn hafa staðið í ístaðinu. Hann lítur stoltur um öxl. „Já, mjög. Ég er sannfærður um að í baksýnisspegli sagnfræðinnar verði litið til þessara tíu ára, eða allt frá 2013, sem einhvers mesta hagvaxtarskeiðs í sögu lýðveldisins. Þrátt fyrir það að við höfum tekist á við ótrúlegustu hluti eins og heimsfaraldur, jarðelda og stríð í Evrópu. Sem er nú fyrst og fremst það sem ég hef áhyggjur af næstu misserin.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys við Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Sigurður Ingi sagði ítrekað að hann vildi spara sig í yfirlýsingum, hann vildi leyfa deginum að líða og nýrri stjórn að spegla sig í þessum nýju aðstæðum. Þá var hann sannfærður um að sagan myndi fara mildum höndum um verk Framsóknarflokksins á undangengnum árum. Þegar á hann var gengið gat hann þó ekki orða bundist: „Það er margt áhugavert sem er í stjórnarsáttmálanum en kannski ekki síður það sem ekki er þar. Hefði ég kosið þessa flokka,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að fyrir kosningar hefði verið talað um að það þyrfti að laga ýmislegt. „Mér sýnist að það eigi að halda áfram að gera nákvæmlega það sem við vorum að gera. Þar eru boðuð allnokkur útgjöld. En engar tekjur. Leggja niður eitt ráðuneyti, spara nokkur hundruð milljónir þar. En ýmis útgjöld eru þarna nefnd kosta nokkra milljarða þannig að … Ég á eftir að sjá hvernig þær gera þetta.“ Sigurður Ingi er sem sagt þeirrar skoðunar að stórt bil sé milli kosningaloforða og svo þess sem stendur í stjórnarsáttmálanum, sem hann á reyndar eftir að lesa ítarlega, hann byggi sínar skoðanir á því sem þá hafði komið fram í fréttum. Þá sagði formaður Framsóknarflokksins fráfarandi ríkisstjórn hafa staðið í ístaðinu. Hann lítur stoltur um öxl. „Já, mjög. Ég er sannfærður um að í baksýnisspegli sagnfræðinnar verði litið til þessara tíu ára, eða allt frá 2013, sem einhvers mesta hagvaxtarskeiðs í sögu lýðveldisins. Þrátt fyrir það að við höfum tekist á við ótrúlegustu hluti eins og heimsfaraldur, jarðelda og stríð í Evrópu. Sem er nú fyrst og fremst það sem ég hef áhyggjur af næstu misserin.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys við Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“