Vara við upprisu ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2024 15:02 Meðlimir SDF standa vörð í Raqqa í Sýrlandi árið 2022. AP/Baderkhan Ahmad Leiðtogar regnhlífarsamtakanna Syrian democratic forces í Sýrlandi, sem er að mestu stýrt af sýrlenskum Kúrdum, hafa varað við því að vígamenn íslamska ríkisins séu tilbúnir til að láta að sér kveða aftur. Upprisa þeirra sé í raun þegar hafin og umsvif ISIS í eyðimörkinni milli Sýrlands og Írak hafi aukist frá falli Assad-stjórnarinnar. Sýrlenskir Kúrdar eru undir miklum þrýstingi eftir fall Assads og þá aðallega frá Tyrkjum og uppreisnarhópum sem þeir styrkja. Hópar þessir ganga iðulega undir nafninu Syrian National Army, eða SNA og eru þeir að berjast við sýrlenska Kúrda þessa dagana. Þessir hópar hafa áður herjað gegn Kúrdum í Sýrlandi. Sýrlenskir Kúrdar tengjast Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi, sem hafa lengi gert mannskæðar árásir þar og átt í átökum við Tyrki. Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Mazloum Abdi, einn leiðtoga SDF, segir ISIS-liða hafa komið höndum yfir mikið magn vopna, skotfæra og annarskonar hergagna þegar stjórnarher Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, leystist upp á nokkrum dögum um og eftir mánaðamótin síðustu. „Þeir eru nú betur búnir og hafa fleiri tækifæri,“ sagði Abdi í nýlegu viðtali við BBC. Frá því stjórnarherinn lagði á flótta hafa Bandaríkjamenn fjölgað loftárásum sínum í Sýrlandi verulega og hafa þær að miklu leyti beinst gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Hér má sjá yfirlýsingu frá yfirstjórn herafla Bandaríkjanna á svæðinu um að einn af leiðtogum Íslamska ríkisins hafi verið felldur í loftárás í Sýrlandi í gær. Þar segir einnig að ISIS-liðar vilji ólmir frelsa félaga sína úr haldi SDF. CENTCOM Forces Kill ISIS Leader During Precision Strike in SyriaOn Dec. 19, U.S. Central Command Forces conducted a precision airstrike targeting ISIS leader Abu Yusif aka Mahmud in the Dayr az Zawr Province, Syria resulting in two ISIS operatives killed, including Abu… pic.twitter.com/g3nO68Ye1T— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 20, 2024 Abdi óttast sérstaklega að vígamenn ISIS muni ráðast á einhver af fangelsum sem SDF rekur á yfirráðasvæði samtakanna í norðaustanverðu Sýrlandi. Þar halda Kúrdar um tíu þúsund vígamönnum og um fimmtíu þúsund fjölskyldumeðlimum þeirra í umfangsmiklum búðum þar sem aðstæður hafa lengi þótt mjög slæmar. Vandinn er sá að flestir þessara manna eru erlendir vígamenn sem gengu til liðs við ISIS á árum áður og samlandar þeirra vilja alls ekki fá þá heim. Það sama á í flestum tilfellum við eiginkonur þeirra og börn. Í stuttu máli sagt, er erfitt að sanna aðild að hryðjuverkasamtökum. Reynslan hefur sýnt að erfitt er að fangelsa ISIS-liða í heimalöndum þeirra þar sem að í flestum tilfellum hefur þeim ekki verið ólöglegt að ferðast til Sýrlands eða Íraks og erfitt getur reynst að sanna fyrir dómi að menn hafi gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS. SDF-liðar og bandamenn þeirra hafa lengi óttast að missa tökin á þessum búðum, sem samtökin hafa að mestu rekið án stuðnings annarra. Þessar búðir hafa í raun verið sagðar vera uppeldisstaður vígamanna komandi ára. Loftárásir Tyrkja skæðar Í viðtalinu við BBC segist Abdi fagna falli Assads en er ósáttur við að þurfa aftur að heyja gamlar orrustur og þá sérstaklega við ISIS. Sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í SDF háðu mikla baráttu við vígamenn kalífadæmis Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak á árum áður, með aðstoð Bandaríkjamanna og annarra, og misst um tólf þúsund manns. Á sama tíma og þeir börðust við ISIS einbeitti stjórnarher Assads og bandamenn þeirra í Rússlandi, Íran og Hezbollah að því að berjast við uppreisnarmenn annarsstaðar í Sýrlandi. Nú stendur SDF frammi fyrir árásum Tyrkja og uppreisnarmanna á þeirra snærum og hafa þurft draga úr öryggisgæslu í áðurnefndum búðum og á svæðum þar sem ISIS-liðar eru virkir, til að verja aðra hluta yfirráðasvæðis þeirra. Uppreisnarmenn úr hópi SNA, sem njóta mikils stuðnings frá Tyrkalndi í röð árið 2019. Þá herjuðu þeir mjög á sýrlenska Kúrda, með aðstoð tyrkneska hersins.AP SNA og Tyrkir hafa til að mynda tekið bæinn Manbij úr höndum SDF frá því stjórn Assads féll og er óttast að átökin geti stigmagnast enn frekar á sama tíma og uppreisnarmenn sem tengjast einnig Tyrklandi en ekki jafn nánum böndum og SNA, reyna að sameina Sýrland á nýjan leik. Sjá einnig: „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Abdi segir loftárásir Tyrkja undanfarna daga hafa reynst skæðar og er það ekki í fyrsta sinn sem Kúrdar hafa staðið frami fyrir loftárásum frá Tyrklandi. Árið 2019, þegar Tyrkir og uppreisnarmenn á þeirra snærum réðust á Kúrda í norðanverðu Sýrlandi og ætluðu sér að stofna sérstakt verndarsvæði þar, gerðu leiðtogar SDF samkomulag við ríkisstjórn Bashars al-Assad um að stjórnarhernum yrði hleypt inn á yfirráðasvæði SDF, til að koma í veg fyrir árásir Tyrkja. Það samstarf gerði marga uppreisnarmenn reiða í gerð SDF og Kúrda. Meðlimir SDF í bardaga við ISIS-liða í Raqqa í Sýrlandi árið 2017.AP/Hussein Malla Krefst þess að Bandaríkjamenn láti af stuðningi við SDF Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði við blaðamenn í gær að hann byggist við því að bandalagsríki SDF, og beindi hann orðum sínum óbeint að Bandaríkjunum, myndu láta af stuðningi þeirra við samtökin þar sem Assad væri ekki lengur við völd. Erdogan líkti SDF við Íslamska ríkið og sagði hvorugan hóp eiga framtíð í Sýrlandi. Þá sagði hann, samkvæmt frétt Reuters, að gengið yrði frá leiðtogum beggja samtaka eins fljótt og auðið væri. Allt að tvö þúsund bandarískir hermenn eru í Sýrlandi og stór hluti þeirra er á yfirráðasvæði SDF. Hinir eru að mestu leyti í herstöð Bandaríkjanna sunnar í Sýrlandi, nærri landamærum Íraks. Lengi hefur verið talið að þeir væru um níu hundruð en talsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sögðu fyrst í gær að þeim hefði fjölgað á undanförnum mánuðum. Abdi sagði blaðamanni Reuters, að ef vopnahlé yrði gert milli Tyrkja og SDF myndu Kúrdar frá öðrum ríkjum sem hefðu gengið til liðs við SDF yfirgefa landið, þar sem ekki væri lengur þörf á þeim. Þar á meðal eru meðlimir úr Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Tyrklands sagði þó ekkert vopnahlé í myndinni og að aðgerðum gegn sýrlenskum og tyrkneskum Kúrdum yrði haldið áfram þar til þeir legðu niður vopn. Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrk landi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli. Sýrland Tyrkland Hernaður Bandaríkin Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar eru undir miklum þrýstingi eftir fall Assads og þá aðallega frá Tyrkjum og uppreisnarhópum sem þeir styrkja. Hópar þessir ganga iðulega undir nafninu Syrian National Army, eða SNA og eru þeir að berjast við sýrlenska Kúrda þessa dagana. Þessir hópar hafa áður herjað gegn Kúrdum í Sýrlandi. Sýrlenskir Kúrdar tengjast Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi, sem hafa lengi gert mannskæðar árásir þar og átt í átökum við Tyrki. Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Mazloum Abdi, einn leiðtoga SDF, segir ISIS-liða hafa komið höndum yfir mikið magn vopna, skotfæra og annarskonar hergagna þegar stjórnarher Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, leystist upp á nokkrum dögum um og eftir mánaðamótin síðustu. „Þeir eru nú betur búnir og hafa fleiri tækifæri,“ sagði Abdi í nýlegu viðtali við BBC. Frá því stjórnarherinn lagði á flótta hafa Bandaríkjamenn fjölgað loftárásum sínum í Sýrlandi verulega og hafa þær að miklu leyti beinst gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Hér má sjá yfirlýsingu frá yfirstjórn herafla Bandaríkjanna á svæðinu um að einn af leiðtogum Íslamska ríkisins hafi verið felldur í loftárás í Sýrlandi í gær. Þar segir einnig að ISIS-liðar vilji ólmir frelsa félaga sína úr haldi SDF. CENTCOM Forces Kill ISIS Leader During Precision Strike in SyriaOn Dec. 19, U.S. Central Command Forces conducted a precision airstrike targeting ISIS leader Abu Yusif aka Mahmud in the Dayr az Zawr Province, Syria resulting in two ISIS operatives killed, including Abu… pic.twitter.com/g3nO68Ye1T— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 20, 2024 Abdi óttast sérstaklega að vígamenn ISIS muni ráðast á einhver af fangelsum sem SDF rekur á yfirráðasvæði samtakanna í norðaustanverðu Sýrlandi. Þar halda Kúrdar um tíu þúsund vígamönnum og um fimmtíu þúsund fjölskyldumeðlimum þeirra í umfangsmiklum búðum þar sem aðstæður hafa lengi þótt mjög slæmar. Vandinn er sá að flestir þessara manna eru erlendir vígamenn sem gengu til liðs við ISIS á árum áður og samlandar þeirra vilja alls ekki fá þá heim. Það sama á í flestum tilfellum við eiginkonur þeirra og börn. Í stuttu máli sagt, er erfitt að sanna aðild að hryðjuverkasamtökum. Reynslan hefur sýnt að erfitt er að fangelsa ISIS-liða í heimalöndum þeirra þar sem að í flestum tilfellum hefur þeim ekki verið ólöglegt að ferðast til Sýrlands eða Íraks og erfitt getur reynst að sanna fyrir dómi að menn hafi gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS. SDF-liðar og bandamenn þeirra hafa lengi óttast að missa tökin á þessum búðum, sem samtökin hafa að mestu rekið án stuðnings annarra. Þessar búðir hafa í raun verið sagðar vera uppeldisstaður vígamanna komandi ára. Loftárásir Tyrkja skæðar Í viðtalinu við BBC segist Abdi fagna falli Assads en er ósáttur við að þurfa aftur að heyja gamlar orrustur og þá sérstaklega við ISIS. Sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í SDF háðu mikla baráttu við vígamenn kalífadæmis Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak á árum áður, með aðstoð Bandaríkjamanna og annarra, og misst um tólf þúsund manns. Á sama tíma og þeir börðust við ISIS einbeitti stjórnarher Assads og bandamenn þeirra í Rússlandi, Íran og Hezbollah að því að berjast við uppreisnarmenn annarsstaðar í Sýrlandi. Nú stendur SDF frammi fyrir árásum Tyrkja og uppreisnarmanna á þeirra snærum og hafa þurft draga úr öryggisgæslu í áðurnefndum búðum og á svæðum þar sem ISIS-liðar eru virkir, til að verja aðra hluta yfirráðasvæðis þeirra. Uppreisnarmenn úr hópi SNA, sem njóta mikils stuðnings frá Tyrkalndi í röð árið 2019. Þá herjuðu þeir mjög á sýrlenska Kúrda, með aðstoð tyrkneska hersins.AP SNA og Tyrkir hafa til að mynda tekið bæinn Manbij úr höndum SDF frá því stjórn Assads féll og er óttast að átökin geti stigmagnast enn frekar á sama tíma og uppreisnarmenn sem tengjast einnig Tyrklandi en ekki jafn nánum böndum og SNA, reyna að sameina Sýrland á nýjan leik. Sjá einnig: „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Abdi segir loftárásir Tyrkja undanfarna daga hafa reynst skæðar og er það ekki í fyrsta sinn sem Kúrdar hafa staðið frami fyrir loftárásum frá Tyrklandi. Árið 2019, þegar Tyrkir og uppreisnarmenn á þeirra snærum réðust á Kúrda í norðanverðu Sýrlandi og ætluðu sér að stofna sérstakt verndarsvæði þar, gerðu leiðtogar SDF samkomulag við ríkisstjórn Bashars al-Assad um að stjórnarhernum yrði hleypt inn á yfirráðasvæði SDF, til að koma í veg fyrir árásir Tyrkja. Það samstarf gerði marga uppreisnarmenn reiða í gerð SDF og Kúrda. Meðlimir SDF í bardaga við ISIS-liða í Raqqa í Sýrlandi árið 2017.AP/Hussein Malla Krefst þess að Bandaríkjamenn láti af stuðningi við SDF Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði við blaðamenn í gær að hann byggist við því að bandalagsríki SDF, og beindi hann orðum sínum óbeint að Bandaríkjunum, myndu láta af stuðningi þeirra við samtökin þar sem Assad væri ekki lengur við völd. Erdogan líkti SDF við Íslamska ríkið og sagði hvorugan hóp eiga framtíð í Sýrlandi. Þá sagði hann, samkvæmt frétt Reuters, að gengið yrði frá leiðtogum beggja samtaka eins fljótt og auðið væri. Allt að tvö þúsund bandarískir hermenn eru í Sýrlandi og stór hluti þeirra er á yfirráðasvæði SDF. Hinir eru að mestu leyti í herstöð Bandaríkjanna sunnar í Sýrlandi, nærri landamærum Íraks. Lengi hefur verið talið að þeir væru um níu hundruð en talsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sögðu fyrst í gær að þeim hefði fjölgað á undanförnum mánuðum. Abdi sagði blaðamanni Reuters, að ef vopnahlé yrði gert milli Tyrkja og SDF myndu Kúrdar frá öðrum ríkjum sem hefðu gengið til liðs við SDF yfirgefa landið, þar sem ekki væri lengur þörf á þeim. Þar á meðal eru meðlimir úr Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Tyrklands sagði þó ekkert vopnahlé í myndinni og að aðgerðum gegn sýrlenskum og tyrkneskum Kúrdum yrði haldið áfram þar til þeir legðu niður vopn. Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrk landi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli.
Sýrland Tyrkland Hernaður Bandaríkin Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira