Enski boltinn

„Höfum við séð tvo mark­verði spila jafn illa í sama leik?“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Altay Bayindir fékk á sig mark beint úr hornspyrnu gegn Tottenham.
Altay Bayindir fékk á sig mark beint úr hornspyrnu gegn Tottenham. getty/James Gill

Markverðirnir Altay Bayindir og Fraser Forster voru á flestra vörum eftir leik Manchester United og Tottenham í enska deildabikarnum í gær. Þeir gerðu sig seka um fáránleg mistök í leiknum.

Tottenham vann leikinn, 4-3, eftir að hafa komist í 3-0. Bayindir og Forster áttu hvor um sig um sök á tveimur mörkum.

„Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leiknum?“ spurði Jamie Carragher á Sky Sports eftir leikinn.

Bayindir fékk tækifæri í marki United í gær, í stað Andrés Onana. Kamerúninn þarf þó varla að hafa áhyggjur af samkeppninni miðað við frammistöðu Tyrkjans í gær.

Forster hefur staðið í marki Spurs síðan Guglielmo Vicario meiddist á ökkla í lok síðasta mánaðar og verður lengi frá.

Tottenham mætir Liverpool í undanúrslitum deildabikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×