Loks búið að ganga frá sölu Everton Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. desember 2024 17:31 Undanfarin ár hafa verið mögur hjá Everton en nú horfir til betri tíma. Visionhaus/Getty Images Eftir rúmlega tveggja ára söluferli hefur Farhad Moshiri loks losnað undan eignarhaldi á enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Bandaríkjamaðurinn Dan Friedkin hefur fest kaup á 99,5 prósenta hlut, sem talið er að hann greiði rúmar fjögur hundruð milljónir punda fyrir. Gengið var frá samkomulagi milli aðilanna, Moshiri og Friedkin, í september. Nú þegar samþykki ensku úrvalsdeildarinnar og enska knattspyrnusambandsins liggur fyrir er salan loks frágengin. Salan hefur átt sér langan aðdraganda og Friedkin Group var fjórði aðilinn sem Farhad Moshiri fór í samningaviðræður við um kaup á Everton á síðustu tveimur árum. Skuldastaða félagsins er slæm og spilar þar stóran hlut uppbygging á nýjum heimavelli við Bramley Moor höfnina í Liverpool, sem þurfti að taka neyðarlán fyrir í maí. Einnig hefur félagið ekki fylgt fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar í leikmannakaupum og lenti í átta stiga frádrætti á síðasta tímabili. Lofar að klára heimavöllinn og heldur líklega Sean Dyche Nýi eigandinn, Dan Friedkin, lofaði stuðningsmönnum í opnu bréfi sem hann sendi að klára uppbyggingu á leikvanginum. Hann er metinn á rúma sex milljarða punda samkvæmt Forbes og á einnig meirihluta í ítalska liðinu Roma. Fjölmiðlar í Bretlandi telja líklegt að hann taki við störfum stjórnarformanns hjá Everton og vilji halda Sean Dyche sem þjálfara karlaliðsins. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Körfubolti „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Körfubolti Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fótbolti Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Fótbolti Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fótbolti „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara Körfubolti Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Ekkert lið fengið færri stig en City Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Sendi Walker pillu: „Óskarinn fer til ...“ Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Þórir vildi Haaland í handboltann „Ég er ekki að standa mig vel“ Sjá meira
Gengið var frá samkomulagi milli aðilanna, Moshiri og Friedkin, í september. Nú þegar samþykki ensku úrvalsdeildarinnar og enska knattspyrnusambandsins liggur fyrir er salan loks frágengin. Salan hefur átt sér langan aðdraganda og Friedkin Group var fjórði aðilinn sem Farhad Moshiri fór í samningaviðræður við um kaup á Everton á síðustu tveimur árum. Skuldastaða félagsins er slæm og spilar þar stóran hlut uppbygging á nýjum heimavelli við Bramley Moor höfnina í Liverpool, sem þurfti að taka neyðarlán fyrir í maí. Einnig hefur félagið ekki fylgt fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar í leikmannakaupum og lenti í átta stiga frádrætti á síðasta tímabili. Lofar að klára heimavöllinn og heldur líklega Sean Dyche Nýi eigandinn, Dan Friedkin, lofaði stuðningsmönnum í opnu bréfi sem hann sendi að klára uppbyggingu á leikvanginum. Hann er metinn á rúma sex milljarða punda samkvæmt Forbes og á einnig meirihluta í ítalska liðinu Roma. Fjölmiðlar í Bretlandi telja líklegt að hann taki við störfum stjórnarformanns hjá Everton og vilji halda Sean Dyche sem þjálfara karlaliðsins.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Körfubolti „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Körfubolti Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fótbolti Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Fótbolti Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fótbolti „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara Körfubolti Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Ekkert lið fengið færri stig en City Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Sendi Walker pillu: „Óskarinn fer til ...“ Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Þórir vildi Haaland í handboltann „Ég er ekki að standa mig vel“ Sjá meira