Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar 19. desember 2024 11:00 Í heimi þar sem gervigreind og tækniþróun færast sífellt í aukana er mikilvægt að endurskoða hvernig við nálgumst menntun og þekkingarleit. Menntun er ekki lengur einskorðuð við skólakerfi sem helst vill skila vel þjálfuðu vinnuafli. Nú er runnið upp tækifæri til að hugsa um menntun sem tæki til að vekja, styrkja og efla sjálfstæða hugsun, sköpunarmátt og seiglu. Í stað þess að fylgja gamalgrónum námskrám sem miðast við þarfir ríkis og hefðbundins atvinnulífs, er nauðsynlegt að beina sjónum að því sem þjónar einstaklingnum best: Að gera hann færan um að tileinka sér nýja færni, greina flókin viðfangsefni, taka upplýstar ákvarðanir og þróa með sér úthald til að takast á við krefjandi og síbreytilega framtíð. Frá verkþjálfun að sönnum vísdómi: Mikill munur er á verkþjálfun, sem miðar að tiltekinni þekkingu, þröngum verkefnum, og raunverulegri menntun sem vekur einstaklinginn til vitundar og visku um innri mátt og getu til að læra á eigin forsendum. Rækta þarf færni á borð við rökvísi, gagnrýna hugsun, góða gagnaúrvinnslu og hæfni til að brúa bilið á milli ólíkra fræðasviða. Með því að leggja áherslu á sjálfsnám, símenntun og þroska með sér sjálfstæði í þekkingarleit, draga lærdóm af mistökum og vinna markvisst að lausnum, verður einstaklingurinn betur í stakk búinn að takast á við síbreytilegan veruleika í stöðugri mótun. Ný sýn á grunnfærni: Í stað þess að leggja ofuráherslu á sérhæfingu skiptir meginmáli að ná tökum á grunnhæfni sem nýtist víða: 1. Rökfræði: Að geta dregið skynsamlegar ályktanir af staðreyndum. 2. Talnalæsi: Að lesa í tölur, greina mynstur og beita gögnum með vitrænum hætti. 3. Sannfæringar- og samningafærni: Að semja, sannfæra, tjá hugmyndir skýrt, greina hvenær reynt er að hafa áhrif á mann og hvernig á að standast slíkt. 4. Rannsóknarfærni: Að kunna leiðir til að afla trúverðugra heimilda og vanda til verka sem byggð er á sannanlegum staðreyndum. 5. Hagnýt sálfræði: Að skilja hvata og hegðun fólks til að eiga betri samskipti og móta umhverfi sitt. 6. Fjármálalæsi og úrræðasemi: Að auka, rækta og verja eigur sínar, um leið og maður eykur fjárhagslegt frelsi og sjálfstæði. 7. Frumkvæði og úthald: Að hafa kjark til að byrja, seiglu til að klára, sveigjanleika til að endurskoða og kjark til að halda áfram í mótbyr og til að yfirstíga skakkaföll. Frumkvæði er meira en greind: Há greindarvísitala getur virst eftirsóknarverð, en er lítils virði ef mann skortir getu, vilja og frumkvæði til að hrinda hugmyndum í framkvæmd. Með frumkvæði er átt við eiginleikann til að hefjast handa, sigrast á erfiðleikum, bregðast við breytilegum aðstæðum, læra af mistökum og halda áfram. Án þessa drifkrafts verður menntun og greind máttlaus og lítils megnug. Með honum lifnar hins vegar þekkingin við – hún verður fræið sem af sprettur árangur, nýsköpun og framfarir. Sjálfsnám: Listin að mennta sjálfa/n sig Að geta kennt sjálfum sér er kjarni þess að teljast menntaður í nútímanum. Isaac Asimov sagði að hann væri sannfærður um að sjálfsmenntun væri eina raunverulega tegund menntunar. Eina hlutverk skóla væri að auðvelda sjálfsmenntun; tækist það ekki væri hann gagnslaus. Tækniþróun gerist svo hratt að það sem var gott og gilt fyrir fáeinum árum getur verið orðið úrelt í dag. Þess vegna er nauðsynlegt að rækta með sér hæfileikann til að tileinka sér nýja þekkingu, færni og ný viðfangsefni hvenær sem tækifæri gefast. Þetta er samspil greindar, úthalds, gagnrýnnar hugsunar og sveigjanleika. Sá sem þróar með sér þessa eiginleika mun geta staðið af sér hverjar þær breytingar sem framtíðin ber í skauti sér. Að sigrast á efasemdum og hindrunum: Einn stærsti þröskuldurinn á vegi framfara eru eigin efasemdir og vissan að stór markmið séu óyfirstíganleg. Í stað þess að afskrifa metnaðarfullar hugmyndir sem fjarstæðukenndar er betra að brjóta þær niður í viðráðanleg verkefni, hænuskref sem hægt er að stíga hvert af öðru. Með því að vera óhræddur við mistök, líta á þau sem hluta af námsferli og taka þeim sem hvatningu til að reyna aftur og gera betur, verður það sem áður virtist ómögulegt smám saman raunhæft og framkvæmanlegt. Fjölbreytt sýn á greind og hæfni: Greind er ekki bara talna- eða orðleikfimi. Hún felur í sér innsæi, margbreytileika mennskunnar, sköpunargáfu, hluttekningu og getuna til að tengja saman ólíkar upplýsingar í nýtt samhengi. En hversu djúp eða fjölbreytt sem greindin er, skiptir mestu máli að geta notfært sér hana, hagnýtt hana til að leysa vandamál, örva hugmyndir og hvetja sjálfan sig áfram. Það er samspil greindar og frumkvæðis sem skilar árangri, að sigla sínu skipi heilu í höfn. Menntun byrjar heima: Endurbætur á menntakerfinu þurfa ekki að koma ofan frá. Menntun byrjar oftast í nánasta umhverfi okkar. Foreldrar, fjölskyldur og forráðamenn geta skapað aðstæður fyrir börn til að spyrja, efast, gera tilraunir og kanna nýjar slóðir. Með þessu er verið að leggja grunn að sjálfstæðum, skapandi og úrræðasömum einstaklingum sem geta tekist á við þá óvissu sem er fram undan. Seigla og sveigjanleiki: Í samfélagi þar sem tölvur og tækni leysa sífellt fleiri verkefni þarf maðurinn að endurskilgreina eigin styrkleika. Með því að einbeita sér að raunverulegri menntun – þeirri sem kveikir sjálfstæða hugsun, rökvísi, frumkvæði og seiglu – getur hver og einn staðið betur að vígi. Slík menntun er ekki fastbundin námskrám, heldur stöðugum vilja til að læra, hugsa, skapa og leita nýrra lausna og leiða. Það er þetta samspil sköpunar, seiglu, þekkingarleitar og úthalds sem gerir okkur kleift að takast á við morgundaginn, sama hvernig hann lítur út. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði fyrirlestra- og námskeiðahalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Árni Sigurðsson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Í heimi þar sem gervigreind og tækniþróun færast sífellt í aukana er mikilvægt að endurskoða hvernig við nálgumst menntun og þekkingarleit. Menntun er ekki lengur einskorðuð við skólakerfi sem helst vill skila vel þjálfuðu vinnuafli. Nú er runnið upp tækifæri til að hugsa um menntun sem tæki til að vekja, styrkja og efla sjálfstæða hugsun, sköpunarmátt og seiglu. Í stað þess að fylgja gamalgrónum námskrám sem miðast við þarfir ríkis og hefðbundins atvinnulífs, er nauðsynlegt að beina sjónum að því sem þjónar einstaklingnum best: Að gera hann færan um að tileinka sér nýja færni, greina flókin viðfangsefni, taka upplýstar ákvarðanir og þróa með sér úthald til að takast á við krefjandi og síbreytilega framtíð. Frá verkþjálfun að sönnum vísdómi: Mikill munur er á verkþjálfun, sem miðar að tiltekinni þekkingu, þröngum verkefnum, og raunverulegri menntun sem vekur einstaklinginn til vitundar og visku um innri mátt og getu til að læra á eigin forsendum. Rækta þarf færni á borð við rökvísi, gagnrýna hugsun, góða gagnaúrvinnslu og hæfni til að brúa bilið á milli ólíkra fræðasviða. Með því að leggja áherslu á sjálfsnám, símenntun og þroska með sér sjálfstæði í þekkingarleit, draga lærdóm af mistökum og vinna markvisst að lausnum, verður einstaklingurinn betur í stakk búinn að takast á við síbreytilegan veruleika í stöðugri mótun. Ný sýn á grunnfærni: Í stað þess að leggja ofuráherslu á sérhæfingu skiptir meginmáli að ná tökum á grunnhæfni sem nýtist víða: 1. Rökfræði: Að geta dregið skynsamlegar ályktanir af staðreyndum. 2. Talnalæsi: Að lesa í tölur, greina mynstur og beita gögnum með vitrænum hætti. 3. Sannfæringar- og samningafærni: Að semja, sannfæra, tjá hugmyndir skýrt, greina hvenær reynt er að hafa áhrif á mann og hvernig á að standast slíkt. 4. Rannsóknarfærni: Að kunna leiðir til að afla trúverðugra heimilda og vanda til verka sem byggð er á sannanlegum staðreyndum. 5. Hagnýt sálfræði: Að skilja hvata og hegðun fólks til að eiga betri samskipti og móta umhverfi sitt. 6. Fjármálalæsi og úrræðasemi: Að auka, rækta og verja eigur sínar, um leið og maður eykur fjárhagslegt frelsi og sjálfstæði. 7. Frumkvæði og úthald: Að hafa kjark til að byrja, seiglu til að klára, sveigjanleika til að endurskoða og kjark til að halda áfram í mótbyr og til að yfirstíga skakkaföll. Frumkvæði er meira en greind: Há greindarvísitala getur virst eftirsóknarverð, en er lítils virði ef mann skortir getu, vilja og frumkvæði til að hrinda hugmyndum í framkvæmd. Með frumkvæði er átt við eiginleikann til að hefjast handa, sigrast á erfiðleikum, bregðast við breytilegum aðstæðum, læra af mistökum og halda áfram. Án þessa drifkrafts verður menntun og greind máttlaus og lítils megnug. Með honum lifnar hins vegar þekkingin við – hún verður fræið sem af sprettur árangur, nýsköpun og framfarir. Sjálfsnám: Listin að mennta sjálfa/n sig Að geta kennt sjálfum sér er kjarni þess að teljast menntaður í nútímanum. Isaac Asimov sagði að hann væri sannfærður um að sjálfsmenntun væri eina raunverulega tegund menntunar. Eina hlutverk skóla væri að auðvelda sjálfsmenntun; tækist það ekki væri hann gagnslaus. Tækniþróun gerist svo hratt að það sem var gott og gilt fyrir fáeinum árum getur verið orðið úrelt í dag. Þess vegna er nauðsynlegt að rækta með sér hæfileikann til að tileinka sér nýja þekkingu, færni og ný viðfangsefni hvenær sem tækifæri gefast. Þetta er samspil greindar, úthalds, gagnrýnnar hugsunar og sveigjanleika. Sá sem þróar með sér þessa eiginleika mun geta staðið af sér hverjar þær breytingar sem framtíðin ber í skauti sér. Að sigrast á efasemdum og hindrunum: Einn stærsti þröskuldurinn á vegi framfara eru eigin efasemdir og vissan að stór markmið séu óyfirstíganleg. Í stað þess að afskrifa metnaðarfullar hugmyndir sem fjarstæðukenndar er betra að brjóta þær niður í viðráðanleg verkefni, hænuskref sem hægt er að stíga hvert af öðru. Með því að vera óhræddur við mistök, líta á þau sem hluta af námsferli og taka þeim sem hvatningu til að reyna aftur og gera betur, verður það sem áður virtist ómögulegt smám saman raunhæft og framkvæmanlegt. Fjölbreytt sýn á greind og hæfni: Greind er ekki bara talna- eða orðleikfimi. Hún felur í sér innsæi, margbreytileika mennskunnar, sköpunargáfu, hluttekningu og getuna til að tengja saman ólíkar upplýsingar í nýtt samhengi. En hversu djúp eða fjölbreytt sem greindin er, skiptir mestu máli að geta notfært sér hana, hagnýtt hana til að leysa vandamál, örva hugmyndir og hvetja sjálfan sig áfram. Það er samspil greindar og frumkvæðis sem skilar árangri, að sigla sínu skipi heilu í höfn. Menntun byrjar heima: Endurbætur á menntakerfinu þurfa ekki að koma ofan frá. Menntun byrjar oftast í nánasta umhverfi okkar. Foreldrar, fjölskyldur og forráðamenn geta skapað aðstæður fyrir börn til að spyrja, efast, gera tilraunir og kanna nýjar slóðir. Með þessu er verið að leggja grunn að sjálfstæðum, skapandi og úrræðasömum einstaklingum sem geta tekist á við þá óvissu sem er fram undan. Seigla og sveigjanleiki: Í samfélagi þar sem tölvur og tækni leysa sífellt fleiri verkefni þarf maðurinn að endurskilgreina eigin styrkleika. Með því að einbeita sér að raunverulegri menntun – þeirri sem kveikir sjálfstæða hugsun, rökvísi, frumkvæði og seiglu – getur hver og einn staðið betur að vígi. Slík menntun er ekki fastbundin námskrám, heldur stöðugum vilja til að læra, hugsa, skapa og leita nýrra lausna og leiða. Það er þetta samspil sköpunar, seiglu, þekkingarleitar og úthalds sem gerir okkur kleift að takast á við morgundaginn, sama hvernig hann lítur út. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði fyrirlestra- og námskeiðahalds.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun