Innlent

Vinna við skrif stjórnar­sátt­mála hafin

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
„Á uppleið með þessum“ sagði Þorgerður Katrín og birti þessa mynd á Facebook í gær. Kristrún birti myndina á sinni síðu og sagði „góður dagur með þessum“.
„Á uppleið með þessum“ sagði Þorgerður Katrín og birti þessa mynd á Facebook í gær. Kristrún birti myndina á sinni síðu og sagði „góður dagur með þessum“.

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins vinna nú að því að skrifa nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnar. 

Þetta staðfestir Ólafur Kjaran Árnason, aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar. Formennirnir þrír, Valkyrjurnar eins og þær hafa undanfarið verið kallaðar, hafa síðustu daga ekki veitt fjölmiðlum viðtöl um gang viðræðna og hefur lítið fengist upp úr þeim um stöðu mála. 

Af þessum orðum aðstoðarmannsins að dæma er ljóst að gangur er í viðræðum. Nánar verður fjallað um stöðu mála í Hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.


Tengdar fréttir

Funduðu ekki um helgina eins og til stóð

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins funduðu ekki um helginu um stjórnarmyndun eins og til stóð. Þess í stað fóru þeir yfir stöðu mála hver í sínu lagi. Áfram verður fundað í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×