Sport

Kærasti Fallons Sherrock grét eftir ó­vænt tap

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cameron Menzies var niðurbrotinn eftir tapið fyrir Leonard Gates.
Cameron Menzies var niðurbrotinn eftir tapið fyrir Leonard Gates. getty/Steven Paston

Cameron Menzies felldi tár eftir að hafa tapað óvænt fyrir Leonard Gates á heimsmeistaramótinu í pílukasti í gær.

Talsverðar væntingar voru gerðar til Skotans Menzies sem er í 39. sæti heimslistans á meðan Gates, sem er 54 ára Bandaríkjamaður, er í 130. sæti hans.

Menzies náði sér ekki á strik í leiknum og tapaði, 3-1. Hann átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum og felldi tár á sviðinu.

Eftir tapið fyrir Gates birti Menzies mynd af sér við hlið föður síns á sjúkabeði. „Ég vildi ekki birta þetta ... pabbi minn, hetjan mín,“ skrifaði Menzies við myndina sem hann hefur nú eytt.

Kærasta Menzies, Fallon Sherrock, mætir Ryan Meikle í dag. Sigurvegarinn úr þeim leik mætir Luke Littler.

Gerwyn Price, heimsmeistarinn frá 2021, vann öruggan sigur á Keane Barry, 3-0, í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×