Ósanngjarnt að börn hafi úrslitavald Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. desember 2024 18:49 Jóhanna Pálsdóttir er kennari við Kársnesskóla. Vísir/Samsett Kennari við Kársnesskóla skorar á fulltrúa í menntaráði og bæjarstjórn Kópavogs að endurskoða þá ákvörðun að láta nemendur skólans frá fyrsta upp í tíunda bekk velja nafn á þá nýju skóla sem verða til við skiptingu Kársnesskóla í tvennt. Hún segir fáránlegt að börn skuli hafa þetta ábyrgðarmikla hlutverk og að sjálfsagt væri að skólarnir fengju sín upprunalegu nöfn. Snemma á þessu ári tilkynnti Kópavogsbær að Kársnesskóla yrði skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu sem líður samkvæmt tillögu menntaviðs. Meginástæða þess hafi verið fjölgun nemenda á Kársnesi en undanfarin ár hefur nemendafjöldi skólans verið á milli 600 og 700. Fyrirséð er að enn muni þeim fjölga. Tilfinningatengsl við skólana gömlu Kársnesskóli varð til við sameiningu Kársnesskóla og Þinghólsskóla árið 2001 og Jóhanna Pálsdóttir, kennari við skólann, segr það súrt að íbúar Kársness skuli ekki fá að hafa áhrif á nafngiftirnar og að Kópavogi sé íbúalýðræði greinilega ekki mikilvægt. „Í dag fá nemendur 1.-10. bekkja Kársnesskóla að velja endanlegt nafn á skólunum tveimur sem verða á Kársnesinu um ókomna tíð. Búið er að velja fimm nöfn á hvorn skóla sem voru vinsælust í nemenda- og íbúakönnun á Kársnesinu. Úr þeim nöfnum velja nú börnin, sem eru 6-15 ára gömul. Leik- og grunnskólar bæjarins eru opinberar stofnanir og mér finnst glórulaust að börn hafi úrslitavald um nöfn á þessum stofnunum,“ skrifar hún í færslu á íbúahóp Kársnesinga. Jóhanna segir það súrt að Kársnesingar með minningar af skólunum tveimur skuli ekki fá að láta sína rödd heyrast. „Við sem höfum búið hér áratugum saman og upplifðum sameiningu skólanna á sínum tíma höfum líklega miklu meiri tilfinningatengsl til þessara stofnana en þessi litlu börn,“ skrifar hún. Sjálfsagt að skólarnir fái sín upprunalegu nöfn Jóhanna segist skora á kjörna fulltrúa í menntaráði og bæjarstjórn að endurskoða þessa ákvörðun sína um að láta börn hafa þetta mikilvæga hlutverk. „Gamlir nemendur, Sögufélag Kópavogs og margir líkt og ég geyma alls konar minningar tengdar gömlu nöfnum skólanna. Því finnst mér með ólíkindum að tæpum aldarfjórðungi eftir sameiningu skólanna hafi það ekki verið sjálfsagður hlutur að þeir fengju sín upprunalegu nöfn, sérstaklega þar sem Þinghólsskóli er enn í þeirri byggingu sem hann var byggður til á sínum tíma,“ segir Jóhanna. „Mér finnst sjálfsagt að þau hafi atkvæðarétt - en ég vil fá hann líka sem útsvarsgreiðandi og íbúi á Kársnesinu.“ Kópavogur Grunnskólar Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Hún segir fáránlegt að börn skuli hafa þetta ábyrgðarmikla hlutverk og að sjálfsagt væri að skólarnir fengju sín upprunalegu nöfn. Snemma á þessu ári tilkynnti Kópavogsbær að Kársnesskóla yrði skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu sem líður samkvæmt tillögu menntaviðs. Meginástæða þess hafi verið fjölgun nemenda á Kársnesi en undanfarin ár hefur nemendafjöldi skólans verið á milli 600 og 700. Fyrirséð er að enn muni þeim fjölga. Tilfinningatengsl við skólana gömlu Kársnesskóli varð til við sameiningu Kársnesskóla og Þinghólsskóla árið 2001 og Jóhanna Pálsdóttir, kennari við skólann, segr það súrt að íbúar Kársness skuli ekki fá að hafa áhrif á nafngiftirnar og að Kópavogi sé íbúalýðræði greinilega ekki mikilvægt. „Í dag fá nemendur 1.-10. bekkja Kársnesskóla að velja endanlegt nafn á skólunum tveimur sem verða á Kársnesinu um ókomna tíð. Búið er að velja fimm nöfn á hvorn skóla sem voru vinsælust í nemenda- og íbúakönnun á Kársnesinu. Úr þeim nöfnum velja nú börnin, sem eru 6-15 ára gömul. Leik- og grunnskólar bæjarins eru opinberar stofnanir og mér finnst glórulaust að börn hafi úrslitavald um nöfn á þessum stofnunum,“ skrifar hún í færslu á íbúahóp Kársnesinga. Jóhanna segir það súrt að Kársnesingar með minningar af skólunum tveimur skuli ekki fá að láta sína rödd heyrast. „Við sem höfum búið hér áratugum saman og upplifðum sameiningu skólanna á sínum tíma höfum líklega miklu meiri tilfinningatengsl til þessara stofnana en þessi litlu börn,“ skrifar hún. Sjálfsagt að skólarnir fái sín upprunalegu nöfn Jóhanna segist skora á kjörna fulltrúa í menntaráði og bæjarstjórn að endurskoða þessa ákvörðun sína um að láta börn hafa þetta mikilvæga hlutverk. „Gamlir nemendur, Sögufélag Kópavogs og margir líkt og ég geyma alls konar minningar tengdar gömlu nöfnum skólanna. Því finnst mér með ólíkindum að tæpum aldarfjórðungi eftir sameiningu skólanna hafi það ekki verið sjálfsagður hlutur að þeir fengju sín upprunalegu nöfn, sérstaklega þar sem Þinghólsskóli er enn í þeirri byggingu sem hann var byggður til á sínum tíma,“ segir Jóhanna. „Mér finnst sjálfsagt að þau hafi atkvæðarétt - en ég vil fá hann líka sem útsvarsgreiðandi og íbúi á Kársnesinu.“
Kópavogur Grunnskólar Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira