Veruleikinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 14. desember 2024 11:02 Með inngöngu í Evrópusambandið myndum við Íslendingar meðal annars ganga inn í ákveðið fyrirkomulag varðandi það hvaða vægi einstök ríki sambandsins hafa þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess. Þar er fyrst og fremst miðað við íbúafjölda ríkjanna og hefur þróunin hingað til verið í vaxandi mæli í þá áttina. Ekki sízt í ráðherraráði Evrópusambandsins sem gjarnan er talið valdamesta stofnun þess. Eðli málsins samkvæmt hefur þessi þróun komið sér verst fyrir fámennustu ríkin innan sambandsins. Vægi Íslands á þingi Evrópusambandsins yrði sex þingmenn af vel yfir 700 sem væri hliðstætt við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Hvað ráðherraáðið varðar væri staðan enn verri, þar sem alfarið er miðað við íbúafjölda þar ólíkt því sem áður var, eða einungis á við 5% af alþingismanni. Til að mynda má finna sérstaka reiknivél á vef ráðsins þar sem hægt er að sjá vægi ríkja sambandsins í ráðinu. Vissulega gæti Ísland viðrað sjónarmið sín en gæti á engan hátt treyst því að þau yrðu tekin til greina. Meðal þeirra mála sem háð eru vægi ríkja innan Evrópusambandsins út frá íbúafjölda eru sjávarútvegsmál og orkumál sem skipta okkur Íslendinga miklu máli. Landlukt ríki eins og Luxemborg sem telur um 670 þúsund íbúa hefði þannig meira um sjávarútvegsmál okkar Íslendinga að segja en við sjálf í krafti íbúafjölda síns. Hið sama á við um hin fjögur ríki sambandsins sem ekki eiga land að sjó sem og auðvitað öll önnur ríki þess enda yrði Ísland langfámennasta ríkið. Þetta er einfaldlega veruleikinn í þeim efnum. Væntanlega segir það sig sjálft að Evrópusambandið væri ekki að koma sér upp slíku kerfi ef ekki væri ætlunin að beita því. Enda hefur sambandið beitt því óspart og fjölmörg dæmi um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í atkvæðagreiðslum á vettvangi þess og það gjarnan um mikilvæg hagsmunamál þeirra eins og ég tók dæmi um í annari grein minni um þessi mál á dögunum. Þannig kemur til að mynda fram á vef ráðherraráðsins að langflestar ákvarðanir þess, 80%, séu teknar með þessu fyrirkomulagi. Með öðrum orðum er afskaplega langur vegur frá því að um minnimáttarkennd fyrir hönd lands og þjóðar sé að ræða þegar vakin er athygli á þessum veruleika eins og Andrés Pétursson, fyrrverandi formaður Evrópusamtakanna, vildi meina í grein á Vísi fyrr í vikunni. Reyndar kemur sú gagnrýni úr nokkuð harðri átt enda hefur málflutningur Evrópusambandssinna í gegnum tíðina ekki sízt snúizt um það að við þyrfum að ganga í Evrópusambandið vegna þess að við værum einfaldlega of lítil og fámenn til þess að standa á eigin fótum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Með inngöngu í Evrópusambandið myndum við Íslendingar meðal annars ganga inn í ákveðið fyrirkomulag varðandi það hvaða vægi einstök ríki sambandsins hafa þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess. Þar er fyrst og fremst miðað við íbúafjölda ríkjanna og hefur þróunin hingað til verið í vaxandi mæli í þá áttina. Ekki sízt í ráðherraráði Evrópusambandsins sem gjarnan er talið valdamesta stofnun þess. Eðli málsins samkvæmt hefur þessi þróun komið sér verst fyrir fámennustu ríkin innan sambandsins. Vægi Íslands á þingi Evrópusambandsins yrði sex þingmenn af vel yfir 700 sem væri hliðstætt við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Hvað ráðherraáðið varðar væri staðan enn verri, þar sem alfarið er miðað við íbúafjölda þar ólíkt því sem áður var, eða einungis á við 5% af alþingismanni. Til að mynda má finna sérstaka reiknivél á vef ráðsins þar sem hægt er að sjá vægi ríkja sambandsins í ráðinu. Vissulega gæti Ísland viðrað sjónarmið sín en gæti á engan hátt treyst því að þau yrðu tekin til greina. Meðal þeirra mála sem háð eru vægi ríkja innan Evrópusambandsins út frá íbúafjölda eru sjávarútvegsmál og orkumál sem skipta okkur Íslendinga miklu máli. Landlukt ríki eins og Luxemborg sem telur um 670 þúsund íbúa hefði þannig meira um sjávarútvegsmál okkar Íslendinga að segja en við sjálf í krafti íbúafjölda síns. Hið sama á við um hin fjögur ríki sambandsins sem ekki eiga land að sjó sem og auðvitað öll önnur ríki þess enda yrði Ísland langfámennasta ríkið. Þetta er einfaldlega veruleikinn í þeim efnum. Væntanlega segir það sig sjálft að Evrópusambandið væri ekki að koma sér upp slíku kerfi ef ekki væri ætlunin að beita því. Enda hefur sambandið beitt því óspart og fjölmörg dæmi um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í atkvæðagreiðslum á vettvangi þess og það gjarnan um mikilvæg hagsmunamál þeirra eins og ég tók dæmi um í annari grein minni um þessi mál á dögunum. Þannig kemur til að mynda fram á vef ráðherraráðsins að langflestar ákvarðanir þess, 80%, séu teknar með þessu fyrirkomulagi. Með öðrum orðum er afskaplega langur vegur frá því að um minnimáttarkennd fyrir hönd lands og þjóðar sé að ræða þegar vakin er athygli á þessum veruleika eins og Andrés Pétursson, fyrrverandi formaður Evrópusamtakanna, vildi meina í grein á Vísi fyrr í vikunni. Reyndar kemur sú gagnrýni úr nokkuð harðri átt enda hefur málflutningur Evrópusambandssinna í gegnum tíðina ekki sízt snúizt um það að við þyrfum að ganga í Evrópusambandið vegna þess að við værum einfaldlega of lítil og fámenn til þess að standa á eigin fótum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun