„Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2024 06:53 Ef horft er út um stofugluggana blasir ekkert við nema útveggur vöruhússins og svona er útsýnið af svölunum. Vísir/Bjarni „Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús. Að sögn Dóru Bjartar, sem sagðist í samtali við Reykjavík síðdegis í gær hafa kynnt sér málið í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar, var að byggingaraðili fjölbýlishússins sem ákvað að færa það nær iðnaðarlóðinni árið 2015. Dóra sagði þekkt að byggingar væru þétt upp við hvor aðra, sérstaklega í nýrri hverfum. „En það sem er náttúrulega svo sjokkerandi hér er að þetta er bara grár veggur, þetta er bara einhvers konar gímald, og upplifunin af þessu er auðvitað ömurleg. Það eru engir gluggar, það er ekkert sem er einhvern veginn... einhver „dínamík“ eða einhvers konar flæði sem mildar áhrifin af þessum vegg. Það er það sem er sérstaklega vont þarna og upplifunin er auðvitað vond.“ Að sögn Dóru Bjartar hefur lóðinni verið breytt nokkrum sinnum en ætlunin með uppbyggingunni á reitnum hafi meðal annars verið sú að skýla öðrum byggingum frá hljóðmengun frá stofnbrautinni sem liggur framhjá. „Við sáum auðvitað kosti við það og ég held að öll sjái að það er kostur að fá atvinnustarfsemi inn í hverfið og jafnvel blómlega þjónustu og verslun og eitthvað svoleiðis. Og okkur var sagt að þarna ættu að koma höfuðstöðvar stórfyrirtækis og ég hugsaði bara og sá fyrir mér eitthvað allt annað.“ Aðspurð segist hún þó ekki geta fullyrt að borgaryfirvöld hafi verið blekkt. „Ég veit bara að fólk hafði allt aðrar væntingar og varð bara mjög sjokkerað þegar það sá að þetta ætti bara að vera einhvers konar vöruskemma. Og vandinn er þá kannski svolítið að það er gert skipulag um þetta og auðvitað væri hægt að hafa ennþá þrengri skilmála, eða stífari skilmála, um þetta hús. Það er það sem ég hef beitt mér fyrir og haft miklar skoðanir á, til að tryggja gæðin.“ Dóra Björt gat ekki svarað því hvort borgin væri beinlínis ábyrg gagnvart þeim íbúum sem horfa nú beint á umræddan vegg út um stofugluggann en ítrekar að það hafi alltaf legið fyrir að þarna myndi rísa iðnaðarhúsnæði. Málið sé ágætt dæmi um nauðsyn þess að hafa uppi reglur og skilyrði í skipulagi, sem andstæðingar borgaryfirvalda hafi oft kvartað undan og gagnrýnt. „Til að tryggja að svona fíaskó eigi sér ekki stað,“ segir hún. „Hér erum við með Haga, stórfyrirtæki sem kemur þarna, og þetta er bara fyrirtæki sem er að þjónusta almenning og á allt sitt undir viðskiptum við almenning, og maður hefði haldið að þau hefðu þá einhvern metnað fyrir umhverfinu og huga að því. En það virðist ekki vera, því miður.“ Borgaryfirvöld hafi þrýst á um breytingar og henni skildist að forsvarsmenn Haga væru opnir fyrir því. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, tjáði sig um málið á Facebook í gær og sagðist meðal annars velta því fyrir sér hvort eigendur „ferlíkisins“ finndu ekki til ábyrgðar. Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Neytendur Reykjavík síðdegis Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Að sögn Dóru Bjartar, sem sagðist í samtali við Reykjavík síðdegis í gær hafa kynnt sér málið í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar, var að byggingaraðili fjölbýlishússins sem ákvað að færa það nær iðnaðarlóðinni árið 2015. Dóra sagði þekkt að byggingar væru þétt upp við hvor aðra, sérstaklega í nýrri hverfum. „En það sem er náttúrulega svo sjokkerandi hér er að þetta er bara grár veggur, þetta er bara einhvers konar gímald, og upplifunin af þessu er auðvitað ömurleg. Það eru engir gluggar, það er ekkert sem er einhvern veginn... einhver „dínamík“ eða einhvers konar flæði sem mildar áhrifin af þessum vegg. Það er það sem er sérstaklega vont þarna og upplifunin er auðvitað vond.“ Að sögn Dóru Bjartar hefur lóðinni verið breytt nokkrum sinnum en ætlunin með uppbyggingunni á reitnum hafi meðal annars verið sú að skýla öðrum byggingum frá hljóðmengun frá stofnbrautinni sem liggur framhjá. „Við sáum auðvitað kosti við það og ég held að öll sjái að það er kostur að fá atvinnustarfsemi inn í hverfið og jafnvel blómlega þjónustu og verslun og eitthvað svoleiðis. Og okkur var sagt að þarna ættu að koma höfuðstöðvar stórfyrirtækis og ég hugsaði bara og sá fyrir mér eitthvað allt annað.“ Aðspurð segist hún þó ekki geta fullyrt að borgaryfirvöld hafi verið blekkt. „Ég veit bara að fólk hafði allt aðrar væntingar og varð bara mjög sjokkerað þegar það sá að þetta ætti bara að vera einhvers konar vöruskemma. Og vandinn er þá kannski svolítið að það er gert skipulag um þetta og auðvitað væri hægt að hafa ennþá þrengri skilmála, eða stífari skilmála, um þetta hús. Það er það sem ég hef beitt mér fyrir og haft miklar skoðanir á, til að tryggja gæðin.“ Dóra Björt gat ekki svarað því hvort borgin væri beinlínis ábyrg gagnvart þeim íbúum sem horfa nú beint á umræddan vegg út um stofugluggann en ítrekar að það hafi alltaf legið fyrir að þarna myndi rísa iðnaðarhúsnæði. Málið sé ágætt dæmi um nauðsyn þess að hafa uppi reglur og skilyrði í skipulagi, sem andstæðingar borgaryfirvalda hafi oft kvartað undan og gagnrýnt. „Til að tryggja að svona fíaskó eigi sér ekki stað,“ segir hún. „Hér erum við með Haga, stórfyrirtæki sem kemur þarna, og þetta er bara fyrirtæki sem er að þjónusta almenning og á allt sitt undir viðskiptum við almenning, og maður hefði haldið að þau hefðu þá einhvern metnað fyrir umhverfinu og huga að því. En það virðist ekki vera, því miður.“ Borgaryfirvöld hafi þrýst á um breytingar og henni skildist að forsvarsmenn Haga væru opnir fyrir því. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, tjáði sig um málið á Facebook í gær og sagðist meðal annars velta því fyrir sér hvort eigendur „ferlíkisins“ finndu ekki til ábyrgðar.
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Neytendur Reykjavík síðdegis Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira