Körfubolti

„Þurfum að halda á­fram að ýta á hvorn annan“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Baldur Þór Ragnarsson fagnaði sigri í kvöld. 
Baldur Þór Ragnarsson fagnaði sigri í kvöld.  Vísir/Anton Brink

Baldur Þór Ragnarsson er með lið sitt, Stjörnuna, á toppi Bónus-deildar karla í körfubolta en fjögurra stiga sigur Garðabæjarliðsins á móti Keflavík í kvöld þýðir að liðið hefur ennþá tveggja stiga forskot á Tindastól á toppnum. 

„Við náðum að leggja að velli hörkugott lið Keflavíkur sem var að hitta vel í þessum leik. Mér fannst við spila vel í þessum leik og ég er bara virkilega sáttur með þennan sigur. Við fengum á okkur 93 stig sem er vissulega full mikið en svörum því með góðum sóknarleik og innbyrðum sigur,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar.

„Það er kannski ekkert eitt sem lagði grunninn að þessum sigri. Við spiluðum hraðan og góðan sóknarleik og tökum mörg sóknarfráköst. Svo var bara ákefð í því sem við vorum að gera og þannig viljum við hafa það,“ sagði Baldur Þór enn fremur.

„Spilamennskan hefur verið góð það sem af er vetri og við erum á þeim stað sem við stefndum að fyrir tímabilið. Við þurfum að passa okkur að verða ekki saddir og halda áfram að ýta á hvorn annan að gera sífellt betur dag frá degi. Það er ýmistlegt sem við getum lagað þrátt fyrir að við séum á flottum stað með liðið,“ sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×