Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar 12. desember 2024 14:02 Sjómannadagsráð afhenti á árinu tvö ný hús með leiguíbúðum á Skógarvegi í Reykjavík. Alls eru þetta 87 íbúðir í tveimur samtengdum húsum fyrir fólk 65 ára og eldra. Fyrra húsið var afhent í júlí og það seinna í október og eru bæði húsin tengd lífsgæðakjarnanum Sléttunni þar sem hægt er að sækja fjölbreytta þjónustu. Húsin eru byggð út frá hugmyndafræði DAS en kjarninn í þeirri hugmyndafræði er að veita eldra fólk tækifæri til að búa sem lengst heima hjá sér og njóta lífsgæðanna í nánasta umhverfi. Samkvæmt opinberum spám mun hlutfall fólks 67 ára og eldra á Íslandi vera orðið 19% árið 2040, þá um 76.000 talsins. Vaxandi hópur fólks á þessum besta aldri kallar á þróun og uppbyggingu á byggingum og þjónustu sem er sniðin að þeirra þörfum og hefur Sjómannadagsráð starfað lengi með hönnuðum sem hafa mikla þekkingu á þessu sviði. Fyrstu íbúðirnar voru byggðar árið 2001 og síðan þá hafa nýjar byggingar verið þróaðar hvað varðar hönnun og skipulag, þar sem hlustað er á þarfir íbúanna og íbúðum breytt í samræmi við þær þarfir. Íbúðirnar eru t.a.m. mismunandi stórar til að ná til sem flestra en sömu gæði er að finna alls staðar í efnisvali og innréttingum og aðgengi er alls staðar gott. Huggulegir og vistlegir gangar tengja saman íbúðakjarna og þjónustumiðstöðvar og eru gönguleiðir hafðar eins stuttar og hægt er. Ör fjölgun í hópi eldra fólks er áskorun um allan heim og kallar á breytingu á viðhorfum og aðferðum í málefnum þeirra. Hugtakið heilbrigð öldrun hefur því sprottið fram og í því felst að fólk viðhaldi virkni og færni til að stunda athafnir daglegs lífs á efri árum og líði almennt vel. Öll uppbygging Sjómannadagsráðs hefur þetta hugtak að leiðarljósi. Þjónustan sem er í boði í lífsgæðakjarna DAS á Sléttunni styður við að þeir sem nýta sér hana geti búið lengur heima. Í kjarnanum er hægt að sækja sér félagsskap, borða hollan og fjölbreyttan mat og nýta sér ýmsa heilsueflandi þjónustu eins og líkamsræktina. Lífið í kjarnanum á að vekja gleði og vellíðan enda er þessi hluti æviskeiðs okkar sannarlega tíminn til að njóta. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Húsnæðismál Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Sjómannadagsráð afhenti á árinu tvö ný hús með leiguíbúðum á Skógarvegi í Reykjavík. Alls eru þetta 87 íbúðir í tveimur samtengdum húsum fyrir fólk 65 ára og eldra. Fyrra húsið var afhent í júlí og það seinna í október og eru bæði húsin tengd lífsgæðakjarnanum Sléttunni þar sem hægt er að sækja fjölbreytta þjónustu. Húsin eru byggð út frá hugmyndafræði DAS en kjarninn í þeirri hugmyndafræði er að veita eldra fólk tækifæri til að búa sem lengst heima hjá sér og njóta lífsgæðanna í nánasta umhverfi. Samkvæmt opinberum spám mun hlutfall fólks 67 ára og eldra á Íslandi vera orðið 19% árið 2040, þá um 76.000 talsins. Vaxandi hópur fólks á þessum besta aldri kallar á þróun og uppbyggingu á byggingum og þjónustu sem er sniðin að þeirra þörfum og hefur Sjómannadagsráð starfað lengi með hönnuðum sem hafa mikla þekkingu á þessu sviði. Fyrstu íbúðirnar voru byggðar árið 2001 og síðan þá hafa nýjar byggingar verið þróaðar hvað varðar hönnun og skipulag, þar sem hlustað er á þarfir íbúanna og íbúðum breytt í samræmi við þær þarfir. Íbúðirnar eru t.a.m. mismunandi stórar til að ná til sem flestra en sömu gæði er að finna alls staðar í efnisvali og innréttingum og aðgengi er alls staðar gott. Huggulegir og vistlegir gangar tengja saman íbúðakjarna og þjónustumiðstöðvar og eru gönguleiðir hafðar eins stuttar og hægt er. Ör fjölgun í hópi eldra fólks er áskorun um allan heim og kallar á breytingu á viðhorfum og aðferðum í málefnum þeirra. Hugtakið heilbrigð öldrun hefur því sprottið fram og í því felst að fólk viðhaldi virkni og færni til að stunda athafnir daglegs lífs á efri árum og líði almennt vel. Öll uppbygging Sjómannadagsráðs hefur þetta hugtak að leiðarljósi. Þjónustan sem er í boði í lífsgæðakjarna DAS á Sléttunni styður við að þeir sem nýta sér hana geti búið lengur heima. Í kjarnanum er hægt að sækja sér félagsskap, borða hollan og fjölbreyttan mat og nýta sér ýmsa heilsueflandi þjónustu eins og líkamsræktina. Lífið í kjarnanum á að vekja gleði og vellíðan enda er þessi hluti æviskeiðs okkar sannarlega tíminn til að njóta. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar