Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2024 19:40 Leikmenn Manchester United fagna hér sigurmarki Rasmus Hojlund en Andre Onana var svo fegin að hann kom hlaupandi úr markinu til að fagna með þeim. Getty/Ash Donelon Manchester United hélt áfram sigurgöngu sinni í Evrópudeildinni í kvöld þegar enska liðið sótti þrjú stig til Tékklands. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð í Evrópu. Manchester United vann 2-1 endurkomusigur á Viktoria Plzen eftir að Tékkarnir komust yfir í byrjun seinni hálfleiks. Danski framherjinn Rasmus Höjlund kom inn á sem varamaður fyrir Marcus Rashford og bjargaði málunum með tveimur mörkum. Skelfileg mistök Andre Onana í markinu færðu heimamönnum mark á silfurfati á 48. mínútu. Markið skoraði Matej Vydra eftir að Pavel Sulc hafði komist inn í sendingu Onana frá marki. Marcus Rashford var heppinn að fá ekki sitt annað gula spjald og var tekinn af velli stuttu síðar. Rasmus Höjlund jafnaði metin fjórtán mínútum síðar eftir mjög góðan undirbúning frá Amad Diallo. Hann kom inn fyrir Rashford. United menn fengu fín færi til að skora í kjölfarið þá sérstaklega Höjlund og Mason Mount sem báðir komu inn á sem varamenn í leiknum. Höjlund tryggði liðinu hins vegar sigurinn á 88. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes. United hafði unnið tvo síðustu leiki sína í keppninni, 2-0 sigur á PAOK og 3-2 sigur á Bodö/Glimt. Liðið hefur náð í tólf stig í sex leikjum og situr í fimmta sæti Evrópudeildarinnar. Sambandsdeild Evrópu
Manchester United hélt áfram sigurgöngu sinni í Evrópudeildinni í kvöld þegar enska liðið sótti þrjú stig til Tékklands. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð í Evrópu. Manchester United vann 2-1 endurkomusigur á Viktoria Plzen eftir að Tékkarnir komust yfir í byrjun seinni hálfleiks. Danski framherjinn Rasmus Höjlund kom inn á sem varamaður fyrir Marcus Rashford og bjargaði málunum með tveimur mörkum. Skelfileg mistök Andre Onana í markinu færðu heimamönnum mark á silfurfati á 48. mínútu. Markið skoraði Matej Vydra eftir að Pavel Sulc hafði komist inn í sendingu Onana frá marki. Marcus Rashford var heppinn að fá ekki sitt annað gula spjald og var tekinn af velli stuttu síðar. Rasmus Höjlund jafnaði metin fjórtán mínútum síðar eftir mjög góðan undirbúning frá Amad Diallo. Hann kom inn fyrir Rashford. United menn fengu fín færi til að skora í kjölfarið þá sérstaklega Höjlund og Mason Mount sem báðir komu inn á sem varamenn í leiknum. Höjlund tryggði liðinu hins vegar sigurinn á 88. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes. United hafði unnið tvo síðustu leiki sína í keppninni, 2-0 sigur á PAOK og 3-2 sigur á Bodö/Glimt. Liðið hefur náð í tólf stig í sex leikjum og situr í fimmta sæti Evrópudeildarinnar.