Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2024 09:03 Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu. AP/Embætti forseta Suður-Kóreu Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ætlar ekki að stíga til hliðar og heitir því að berjast gegn ásökunum um landráð, vegna óvæntrar herlagayfirlýsingar hans í síðustu viku. Hann segist einnig ætla að berjast gegn tilraunum til að víkja honum úr embætti. Lögregluþjónum hefur enn ekki tekist að framkvæma húsleit á skrifstofum forsetans, sem öryggisverðir embættisins hafa komið í veg fyrir. Fyrst var það reynt í gær og aftur í morgun. Í sjónvarpsávarpi sem birt var í morgun sagði Yoon að forseti Suður-Kóreu hefði vald til að lýsa yfir herlögum og að hann hefði beitt því valdi sínu til að „verja þjóðina“ og blása lífi í ríkisstjórn ríkisins sem hefði verið lömuð af stjórnarandstöðunni. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Suður-Kóreu er með 171 þingmann af þrjú hundruð. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni lýsti hann ákvörðun sinni sem vel ígrundaðri pólitískri ákvörðun. Þá sagði hann einnig að það gæti ekki verið landráð að senda hermenn til að loka þinghúsinu á tímum herlaga. Umræddir hermenn reyndu að koma í veg fyrir að þingmenn Suður-Kóreu gætu samþykkt ályktun um að binda enda á herlögin. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna og gerði Yoon það nokkrum klukkustundum síðar. Í heildina höfðu herlög verið í gildi í um sex klukkustundir. Yoon sagði að þingið, þar sem stjórnarandstaðan væri með yfirráð, hefði breyst í skrímsli sem hefði rústað lýðræðinu í Suður-Kóreu. Þá sagðist hann einnig hafa skipað Kim Yong Hyun, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að rannsaka kerfi yfirkjörstjórnar Suður-Kóreu vegna ásakana um að tölvuþrjótar frá Norður-Kóreu hefðu komist þar inn. Kim hefur verið ákærður fyrir landráð. Hann sagðist eingöngu hafa sent um tvö hundruð óvopnaða hermenn til þingsins til að tryggja öryggi. Um þrjú hundruð hermenn voru sendir á aðra staði sem tengjast yfirkjörstjórninni. Ávarpið í morgun var í fyrsta sinn í fimm daga sem Yoon sést opinberlega. Eftir eina misheppnaða tilraun stendur til að greiða aftur atkvæði á laugardaginn um að ákæra Yoon fyrir embættisbrot. Fyrir ávarpið lýsti leiðtogi stjórnmálaflokks Yoon því yfir að þingmenn flokksins ættu að greiða atkvæði samkvæmt eigin samvisku. Áður hafði hann sagt að ekki ætti að víkja Yoon úr embætti. Að minnsta kosti sex þingmenn úr flokknum hafa lýst yfir stuðningi við að víkja forsetanum úr embætti en átta atkvæði þarf til að ákæran verði samþykkt. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá Seoul, þar sem þúsundir hafa komið saman til að krefjast þess að Yoon segi af sér. Suður-Kórea Tengdar fréttir Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52 Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghús Suður-Kóreu. Í dag verður kosið um vantrauststillögu gegn forsetanum Yoon Suk Yeol eftir að hann lýsti yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. 7. desember 2024 08:05 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Lögregluþjónum hefur enn ekki tekist að framkvæma húsleit á skrifstofum forsetans, sem öryggisverðir embættisins hafa komið í veg fyrir. Fyrst var það reynt í gær og aftur í morgun. Í sjónvarpsávarpi sem birt var í morgun sagði Yoon að forseti Suður-Kóreu hefði vald til að lýsa yfir herlögum og að hann hefði beitt því valdi sínu til að „verja þjóðina“ og blása lífi í ríkisstjórn ríkisins sem hefði verið lömuð af stjórnarandstöðunni. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Suður-Kóreu er með 171 þingmann af þrjú hundruð. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni lýsti hann ákvörðun sinni sem vel ígrundaðri pólitískri ákvörðun. Þá sagði hann einnig að það gæti ekki verið landráð að senda hermenn til að loka þinghúsinu á tímum herlaga. Umræddir hermenn reyndu að koma í veg fyrir að þingmenn Suður-Kóreu gætu samþykkt ályktun um að binda enda á herlögin. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna og gerði Yoon það nokkrum klukkustundum síðar. Í heildina höfðu herlög verið í gildi í um sex klukkustundir. Yoon sagði að þingið, þar sem stjórnarandstaðan væri með yfirráð, hefði breyst í skrímsli sem hefði rústað lýðræðinu í Suður-Kóreu. Þá sagðist hann einnig hafa skipað Kim Yong Hyun, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að rannsaka kerfi yfirkjörstjórnar Suður-Kóreu vegna ásakana um að tölvuþrjótar frá Norður-Kóreu hefðu komist þar inn. Kim hefur verið ákærður fyrir landráð. Hann sagðist eingöngu hafa sent um tvö hundruð óvopnaða hermenn til þingsins til að tryggja öryggi. Um þrjú hundruð hermenn voru sendir á aðra staði sem tengjast yfirkjörstjórninni. Ávarpið í morgun var í fyrsta sinn í fimm daga sem Yoon sést opinberlega. Eftir eina misheppnaða tilraun stendur til að greiða aftur atkvæði á laugardaginn um að ákæra Yoon fyrir embættisbrot. Fyrir ávarpið lýsti leiðtogi stjórnmálaflokks Yoon því yfir að þingmenn flokksins ættu að greiða atkvæði samkvæmt eigin samvisku. Áður hafði hann sagt að ekki ætti að víkja Yoon úr embætti. Að minnsta kosti sex þingmenn úr flokknum hafa lýst yfir stuðningi við að víkja forsetanum úr embætti en átta atkvæði þarf til að ákæran verði samþykkt. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá Seoul, þar sem þúsundir hafa komið saman til að krefjast þess að Yoon segi af sér.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52 Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghús Suður-Kóreu. Í dag verður kosið um vantrauststillögu gegn forsetanum Yoon Suk Yeol eftir að hann lýsti yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. 7. desember 2024 08:05 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32
Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52
Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghús Suður-Kóreu. Í dag verður kosið um vantrauststillögu gegn forsetanum Yoon Suk Yeol eftir að hann lýsti yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. 7. desember 2024 08:05