Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2024 13:02 Frá höfninni í Latakia þar sem Ísraelar hafa grandað nokkrum herskipum. EPA/BILAL AL HAMMOUD Ísraelar hafa á undanförnum dögum, eða frá því ríkisstjórn Bashar al-Assads féll, gert hundruð loftárása í Sýrlandi. Markmið þessara árása virðist vera að draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands takist yfir höfuð að mynda hana. Árásirnar hafa beinst að vopnageymslum í Sýrlandi, herskipum, herflugvöllum, rannsóknarstöðvum stjórnarhersins og öðrum hernaðarlegum skotmörkum. Samkvæmt samtökunum Syrian Observatory for Human Rights, sem hafa um árabil vaktað átökin í Sýrlandi, höfðu Ísraelar í morgun gert að minnsta kosti 310 loftárásir þar. Samtökin segja árásirnar beinast gegn vopnabúrum gamla stjórnarhersins. Meðal annars hafi loftvörnum Sýrlands verði svo gott sem útrýmt. Þá hafa Ísraelar einnig gert árásir á efnavopnageymslur og rannsóknarstöðvar tengdar slíkum vopnum. Sjá einnig: Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa sagt að markmiðið sé að koma í veg fyrir að vopn og hergögn falli í hendur öfgamanna. Ísraelskir hermenn nærri Gólanhæðum.AP/Matias Delacroix Heimildarmenn ísraelska miðilsins Times of Israel í hernum segja að vopnabúr stjórnarhers Sýrlands hafi verið þurrkað út. Árásirnar eiga þó að halda áfram næstu daga, samkvæmt miðlinum. Uppreisnarmenn reyna að mynda ríkisstjórn Eins og áður hefur komið fram ríkir töluverð óreiða í Sýrlandi en uppreisnarhópar vinna nú að því að mynda ný stjórnvöld. Valdamesti hópurinn í Sýrlandi, sem kallast Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, var á árum áður nátengdur al-Qaeda og meðlimir hans eru mjög íhaldssamir. Ísraelar hafa einnig sent hermenn inn í Sýrland og eru að styrkja varnir sínar í Gólanhæðum, sem Ísraelar hertóku í Sex daga stríðinu árið 1967. Þessir hermenn eru sagðir hafa sótt fram norður með landamærum Sýrlands og Líbanon og segja Ísraelar að markmiðið sé að skapa einhverskonar herlaust svæði. Í frétt Reuters segir að fregnir hafi borist af ísraelskum hermönnum í um 25 kílómetra fjarlægð frá Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn hersins neita því þó að hermenn sæki í átt að höfuðborginni. Hér að neðan má sjá myndbönd af árásum Ísraela í Latakia í nótt, þær bendust að herskipum stjórnarhers Sýrlands. Tartus 🇸🇾🛳️🔥 pic.twitter.com/o3QTR7997v— MAKS 24 🇺🇦👀 (@Maks_NAFO_FELLA) December 9, 2024 ***UPDATE***Images of sunken Syrian navy ships following last night’s Israeli Navy strike on Latakia, Syria. 6 x vintage OSA-II class missile boats. pic.twitter.com/Izi2JbM8ah— H I Sutton (@CovertShores) December 10, 2024 Sýrland Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra. 10. desember 2024 10:35 Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52 Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. 10. desember 2024 07:05 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Árásirnar hafa beinst að vopnageymslum í Sýrlandi, herskipum, herflugvöllum, rannsóknarstöðvum stjórnarhersins og öðrum hernaðarlegum skotmörkum. Samkvæmt samtökunum Syrian Observatory for Human Rights, sem hafa um árabil vaktað átökin í Sýrlandi, höfðu Ísraelar í morgun gert að minnsta kosti 310 loftárásir þar. Samtökin segja árásirnar beinast gegn vopnabúrum gamla stjórnarhersins. Meðal annars hafi loftvörnum Sýrlands verði svo gott sem útrýmt. Þá hafa Ísraelar einnig gert árásir á efnavopnageymslur og rannsóknarstöðvar tengdar slíkum vopnum. Sjá einnig: Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa sagt að markmiðið sé að koma í veg fyrir að vopn og hergögn falli í hendur öfgamanna. Ísraelskir hermenn nærri Gólanhæðum.AP/Matias Delacroix Heimildarmenn ísraelska miðilsins Times of Israel í hernum segja að vopnabúr stjórnarhers Sýrlands hafi verið þurrkað út. Árásirnar eiga þó að halda áfram næstu daga, samkvæmt miðlinum. Uppreisnarmenn reyna að mynda ríkisstjórn Eins og áður hefur komið fram ríkir töluverð óreiða í Sýrlandi en uppreisnarhópar vinna nú að því að mynda ný stjórnvöld. Valdamesti hópurinn í Sýrlandi, sem kallast Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, var á árum áður nátengdur al-Qaeda og meðlimir hans eru mjög íhaldssamir. Ísraelar hafa einnig sent hermenn inn í Sýrland og eru að styrkja varnir sínar í Gólanhæðum, sem Ísraelar hertóku í Sex daga stríðinu árið 1967. Þessir hermenn eru sagðir hafa sótt fram norður með landamærum Sýrlands og Líbanon og segja Ísraelar að markmiðið sé að skapa einhverskonar herlaust svæði. Í frétt Reuters segir að fregnir hafi borist af ísraelskum hermönnum í um 25 kílómetra fjarlægð frá Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn hersins neita því þó að hermenn sæki í átt að höfuðborginni. Hér að neðan má sjá myndbönd af árásum Ísraela í Latakia í nótt, þær bendust að herskipum stjórnarhers Sýrlands. Tartus 🇸🇾🛳️🔥 pic.twitter.com/o3QTR7997v— MAKS 24 🇺🇦👀 (@Maks_NAFO_FELLA) December 9, 2024 ***UPDATE***Images of sunken Syrian navy ships following last night’s Israeli Navy strike on Latakia, Syria. 6 x vintage OSA-II class missile boats. pic.twitter.com/Izi2JbM8ah— H I Sutton (@CovertShores) December 10, 2024
Sýrland Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra. 10. desember 2024 10:35 Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52 Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. 10. desember 2024 07:05 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra. 10. desember 2024 10:35
Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52
Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. 10. desember 2024 07:05