Innlent

Stjórnar­myndun og á­rásar­gjarnir hundar í Laugar­dal

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um stjórnarmyndun þeirra þriggja flokka sem nú sitja í málefnahópum til þess að finna flöt á ríkisstjórnarsamstarfi. 

Við ræðum einnig við Kristínu Edwald formann yfirkjörstjórnar en þingsætum var úthlutað í Eddu, húsi íslenskra fræða í morgun. 

Þá fjöllum við um lausa hunda sem hafa gert skráveifu í Laugardalnum en annar þeirra er nú í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. 

Að auki verður rætt við talsmann Heidelberg hér á landi en íbúar í Ölfusi höfnuðu hugmyndum um mölunarverksmiðju í bænum með afgerandi hætti. 

Í íþróttapakka dagsins er Meistaradeildin í fótbolta sem ber hæst. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×