Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar 9. desember 2024 08:32 Haustið 2022 byrjaði ég að kenna íslensku sem annað mál í framhaldsskóla í Reykjavík eftir að hafa kennt almenna íslensku í þrjú ár. Ég stökk í þessa kennslu blaut á bak við eyrun og þurfti heldur betur að læra nýja nálgun á kennslu, læra að vera kennari í öðru máli en móðurmáli. Þetta hefur verið mikil áskorun en ótrúlega gefandi á sama tíma. Ég hef fengið til mín nemendur af öllum mögulegum uppruna á ólíkum aldri en flest eru 16-19 ára. Manstu hvernig var að vera 16 ára? Nei, ég efast um að þú munir hvernig það var í raun og veru, það er fátt flóknara en að vera gelgja með öllu sem því fylgir. Það er alþjóðlegt, mennskan er alþjóðleg. Erlendu nemendurnir eru alls konar rétt eins og allir nemendur og það er ekki einfalt að vera í nýju landi með framandi tungu eftir að hafa ferðast um langan veg og jafnvel upplifað miklar hörmungar ofan á þann háska sem fylgir því að vera 16 ára. Kennarastarfið hefur kennt mér að flóra mannfólksins er svo fjölbreytt að ný og óvænt blómategund sprettur iðulega fram í hverjum nemendahóp. Flestir erlendu nemendurnir finna hvað mikið er í húfi að ná tökum á íslenskunni og leggja sig alla fram, þau spyrja af hverju viss orð beygjast í þolfalli en ekki þágufalli og þannig hef ég stöðugt fengið spurningar um íslenskuna sem ég vissi ekki að hægt væri að spyrja. Þau þrá ekkert heitar en að læra að synda í þessari djúpu sundlaug sem íslenskan er. Þau vilja fá vinnu, þau vilja taka þátt, þau vilja sjá fyrir sér og sínum (og gera það reyndar mörg í fullri vinnu með skóla, ef þau finna vinnu, ef þau eru komin með kennitölu) og þau munu vonandi hverfa til frekara náms og/eða alls konar starfa: sjúkraliðar, læknar, pípulagningamenn, bifvélavirkjar, lagerstarfsmenn, rafvirkjar, förðunarfræðingar, kennarar, fatahönnuðir, listamenn, vakstjórar, áhrifavaldar, flugmenn, þingmenn, jútúberar, ráðherrar, forsetar, þjónar… Í haust tók ég að mér að vera umsjónarkennari. Í því fólst að vera með umsjónarhóp í sjö klukkutíma á viku, fara í gönguferðir daglega og kenna þeim í leiðinni um allt sem tengist því að vera í framhaldsskóla og kenna íslensku. Í byrjun annar var nemanda sem hafði verið hér á landi í nokkurn tíma vísað aftur til síns heimalands. Ég skildi ekki í einum kennslutímanum hvað hann virtist leiður og reiður en áttaði mig síðan eftir að hafa fengið fréttirnar, ég var að hvetja hann til að læra íslensku þegar hann var að fara að yfirgefa landið til frambúðar. Fyrirvarinn var stuttur og hann fór úr landi. Um svipað leyti var í fjölmiðlum sagt frá alþjóðlegri svartri skýrslu um ástand mála í þessu sama landi. Á síðustu önn fékk annar nemandi, samlandi hans, brottvísun en biðin var löng. Hún hélst samt áfram að mæta en gaf skít í verkefnaskil (eðlilega) en tók próf og brilleraði á þeim. Biðin reyndist löng en svo fór hún úr landi. Í vikunni frétti ég af enn annarri brottvísuninni. Í þetta skipti er verið að senda nemanda aftur til síns nágrannaríkis. Hann hefur lagt mikið á sig. Hann hefur tekið stórtækum framförum í íslensku, skilað verkefnum og leyst próf upp á tveggja stafa tölu. Auk tímanna með mér hefur hann setið tvo aðra áfanga í íslensku þannig að í hverri vikur hefur hann lært íslensku í 15 klst. og í heila önn (hann hætti ekkert að mæta þegar fréttirnar bárust) sem gerir 16 vikur og þá eru þetta 240 klukkutímar sem kennarar hafa kennt og hann hefur lært að segja nafnið sitt, hvað hann er gamall, hvaðan hann kemur, hve lengi hann hefur búið að Íslandi, hvað fötin heita sem hann er í, litina á fötunum, nöfn á líkamspörtum, hvernig herbergið hans er, íbúðin og nöfnin á herbergjum og húsgögnum, tölustafina, orð sem tengjast veðri og tilfinningum, algengustu sagnir í nútíð og þátíð, helstu kennileiti í Reykjavík, helstu kennileiti á Íslandi, orð sem tengjast ferðalögum og farartækjum, hann hefur hlustað á íslenska tónlist, lesið texta, skrifað hundruði jafnvel þúsundir orða á íslensku svo fátt eitt sé nefnt. Hann ætlar að verða hagfræðingur og eina sem ég get vonað er að þessi stutti tími á Íslandi hafi gefið honum eitthvað örlítið, einhverja reynslu sem hann mun búa að því að á meðan hann lærði sundtökin í íslenskunni af ótrúlegri seiglu (til einskis) þá var hann ekki að læra móðurmálið sitt, þá var hann ekki að halda áfram með námið sitt í sínu heimalandi (þar er jú enn verið að varpa sprengjum). Ég skil ekki útlendingalögin og sé ekkert gott við þessar brottvísanir sem ég hef fengið að horfa upp á hjá mínum nemendum. Fleiri nemendur eiga þetta stöðugt yfir höfði sér, þau horfa upp á brottvísun félaga sinna, þau gætu þurft að fara á næstunni og þegar það gerist verða þau mörg orðin altalandi á íslensku. Á Grikklandi, í Póllandi og Venezúela og mörgum öðrum löndum búa núna fjöldi ungmenna sem kunna mismikla íslensku en hún mun vonandi gleymast hratt því mannúðin brást. Þau mun þurfa að læra aðra hluti og vonandi lifa þau af og gott betur. Brottvísanir sem þessar eru smánarblettur og ljótustu ólög sem smíðuð hafa verið. Höfundur er íslenskukennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Skóla- og menntamál Hælisleitendur Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Haustið 2022 byrjaði ég að kenna íslensku sem annað mál í framhaldsskóla í Reykjavík eftir að hafa kennt almenna íslensku í þrjú ár. Ég stökk í þessa kennslu blaut á bak við eyrun og þurfti heldur betur að læra nýja nálgun á kennslu, læra að vera kennari í öðru máli en móðurmáli. Þetta hefur verið mikil áskorun en ótrúlega gefandi á sama tíma. Ég hef fengið til mín nemendur af öllum mögulegum uppruna á ólíkum aldri en flest eru 16-19 ára. Manstu hvernig var að vera 16 ára? Nei, ég efast um að þú munir hvernig það var í raun og veru, það er fátt flóknara en að vera gelgja með öllu sem því fylgir. Það er alþjóðlegt, mennskan er alþjóðleg. Erlendu nemendurnir eru alls konar rétt eins og allir nemendur og það er ekki einfalt að vera í nýju landi með framandi tungu eftir að hafa ferðast um langan veg og jafnvel upplifað miklar hörmungar ofan á þann háska sem fylgir því að vera 16 ára. Kennarastarfið hefur kennt mér að flóra mannfólksins er svo fjölbreytt að ný og óvænt blómategund sprettur iðulega fram í hverjum nemendahóp. Flestir erlendu nemendurnir finna hvað mikið er í húfi að ná tökum á íslenskunni og leggja sig alla fram, þau spyrja af hverju viss orð beygjast í þolfalli en ekki þágufalli og þannig hef ég stöðugt fengið spurningar um íslenskuna sem ég vissi ekki að hægt væri að spyrja. Þau þrá ekkert heitar en að læra að synda í þessari djúpu sundlaug sem íslenskan er. Þau vilja fá vinnu, þau vilja taka þátt, þau vilja sjá fyrir sér og sínum (og gera það reyndar mörg í fullri vinnu með skóla, ef þau finna vinnu, ef þau eru komin með kennitölu) og þau munu vonandi hverfa til frekara náms og/eða alls konar starfa: sjúkraliðar, læknar, pípulagningamenn, bifvélavirkjar, lagerstarfsmenn, rafvirkjar, förðunarfræðingar, kennarar, fatahönnuðir, listamenn, vakstjórar, áhrifavaldar, flugmenn, þingmenn, jútúberar, ráðherrar, forsetar, þjónar… Í haust tók ég að mér að vera umsjónarkennari. Í því fólst að vera með umsjónarhóp í sjö klukkutíma á viku, fara í gönguferðir daglega og kenna þeim í leiðinni um allt sem tengist því að vera í framhaldsskóla og kenna íslensku. Í byrjun annar var nemanda sem hafði verið hér á landi í nokkurn tíma vísað aftur til síns heimalands. Ég skildi ekki í einum kennslutímanum hvað hann virtist leiður og reiður en áttaði mig síðan eftir að hafa fengið fréttirnar, ég var að hvetja hann til að læra íslensku þegar hann var að fara að yfirgefa landið til frambúðar. Fyrirvarinn var stuttur og hann fór úr landi. Um svipað leyti var í fjölmiðlum sagt frá alþjóðlegri svartri skýrslu um ástand mála í þessu sama landi. Á síðustu önn fékk annar nemandi, samlandi hans, brottvísun en biðin var löng. Hún hélst samt áfram að mæta en gaf skít í verkefnaskil (eðlilega) en tók próf og brilleraði á þeim. Biðin reyndist löng en svo fór hún úr landi. Í vikunni frétti ég af enn annarri brottvísuninni. Í þetta skipti er verið að senda nemanda aftur til síns nágrannaríkis. Hann hefur lagt mikið á sig. Hann hefur tekið stórtækum framförum í íslensku, skilað verkefnum og leyst próf upp á tveggja stafa tölu. Auk tímanna með mér hefur hann setið tvo aðra áfanga í íslensku þannig að í hverri vikur hefur hann lært íslensku í 15 klst. og í heila önn (hann hætti ekkert að mæta þegar fréttirnar bárust) sem gerir 16 vikur og þá eru þetta 240 klukkutímar sem kennarar hafa kennt og hann hefur lært að segja nafnið sitt, hvað hann er gamall, hvaðan hann kemur, hve lengi hann hefur búið að Íslandi, hvað fötin heita sem hann er í, litina á fötunum, nöfn á líkamspörtum, hvernig herbergið hans er, íbúðin og nöfnin á herbergjum og húsgögnum, tölustafina, orð sem tengjast veðri og tilfinningum, algengustu sagnir í nútíð og þátíð, helstu kennileiti í Reykjavík, helstu kennileiti á Íslandi, orð sem tengjast ferðalögum og farartækjum, hann hefur hlustað á íslenska tónlist, lesið texta, skrifað hundruði jafnvel þúsundir orða á íslensku svo fátt eitt sé nefnt. Hann ætlar að verða hagfræðingur og eina sem ég get vonað er að þessi stutti tími á Íslandi hafi gefið honum eitthvað örlítið, einhverja reynslu sem hann mun búa að því að á meðan hann lærði sundtökin í íslenskunni af ótrúlegri seiglu (til einskis) þá var hann ekki að læra móðurmálið sitt, þá var hann ekki að halda áfram með námið sitt í sínu heimalandi (þar er jú enn verið að varpa sprengjum). Ég skil ekki útlendingalögin og sé ekkert gott við þessar brottvísanir sem ég hef fengið að horfa upp á hjá mínum nemendum. Fleiri nemendur eiga þetta stöðugt yfir höfði sér, þau horfa upp á brottvísun félaga sinna, þau gætu þurft að fara á næstunni og þegar það gerist verða þau mörg orðin altalandi á íslensku. Á Grikklandi, í Póllandi og Venezúela og mörgum öðrum löndum búa núna fjöldi ungmenna sem kunna mismikla íslensku en hún mun vonandi gleymast hratt því mannúðin brást. Þau mun þurfa að læra aðra hluti og vonandi lifa þau af og gott betur. Brottvísanir sem þessar eru smánarblettur og ljótustu ólög sem smíðuð hafa verið. Höfundur er íslenskukennari.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun