Erlent

For­setinn verður ekki á­kærður

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Woo Won-shik, talsmaður þingsins.
Woo Won-shik, talsmaður þingsins. AP

Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram.

Þing Suður-Kóreu samþykkti ekki að ákæra Yoon Suk Yeol, forseta landsins. 

Stjórnarandstaðan þurfti tvö hundruð atkvæði, eða tvo þriðju þingsins, til að kæran færi í gegn. Andstaðan þurfti átta atkvæði frá flokki Yoon en náðist það ekki. Allir nema þrír þingmenn PPP yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. 

Þetta kemur fram í umfjöllun BBC.

Margir mótmælendur komu saman fyrir utan þinghúsið og voru mikil vonbrigði þegar kæran komst ekki í gegnum þingið. Mótmælendurnir vildu láta handtaka Yoon Suk Yeol og stóðu einnig fyrir útgöngum þinghússins svo að þingmennirnir sem greiddu ekki atkvæði kæmust ekki út.


Tengdar fréttir

Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans

Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghús Suður-Kóreu. Í dag verður kosið um vantrauststillögu gegn forsetanum Yoon Suk Yeol eftir að hann lýsti yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×