Erlent

Þúsundir mót­mælenda vilja af­sögn for­setans

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Þúsundir mótmælenda eru komnir saman fyrir utan þinghúsið.
Þúsundir mótmælenda eru komnir saman fyrir utan þinghúsið. AP/Ahn Young-joon

Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghús Suður-Kóreu. Í dag verður kosið um vantrauststillögu gegn forsetanum Yoon Suk Yeol eftir að hann lýsti yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. 

 Yoon lýsti yfir neyðarherlögum síðastliðinn þriðjudag sem felld voru úr gildi nokkrum klukkustundum síðar af ríkisstjórn. Hann sagðist hafa sett lögin á til að vernda landið frá kommúnískum áhrifum frá Norður-Kóreu.

Í dag kýs þing Suður-Kóreu um vantrauststillögu gagnvart Yoon. Tvö hundruð atkvæði þarf til að tillagan nái í gegn. Stjórnarandstöðuflokkarnir þurfa aðeins átta atkvæði frá stjórnarflokkunum. Flokkur Yoon, 

Yoon hélt ræðu nú fyrr í morgun þar sem hann byrjaði á því að biðjast afsökunar. Þá ætlaði hann ekki að segja af sér heldur treysti hann flokknum sínum til að ákveða hver næstu skrefin yrðu. 

Einn mótmælendanna ætlaði að kveikja í sér

Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan þinghúsið í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. Langflestir vilja að forsetinn segi af sér eða að vantrauststillagan fari í gegn. Í nýjustu skoðanankönnunum kemur fram að þrír fjórðu landsmanna vilja forsetann úr starfi.

Lítill hópur er fyrir utan þinghúsið sem stendur með forsetanum. Mótmælendahóparnir tveir eru aðskildir af lögreglunni en kalla þó sín á milli. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC

Lögreglan handtók einn mann á sextugsaldri sem ætlaði að kveikja í sér fyrir utan þinghúsið. Maðurinn hringdi í lögregluna til að vara hana við. Með íkveikjunni vildi hann mótmæla ofbeldi og ójafnrétti í landinu. Hann hafði sett á sig terpentínu áður en var handtekinn af lögreglu og sendur á sjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×