Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga Hjörtur Hjartarson skrifar 6. desember 2024 16:32 Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins fengu fyrr í vikunni sent bréf frá stjórn Stjórnarskrárfélagsins þar sem þeim var óskað til hamingju með úrslit kosninganna og velfarnaðar við myndun ríkisstjórnar. Þó svo að stjórnarskrármálið hafi ekki verið efst á baugi í kosningabaráttunni, hlýtur að vekja vonir hjá íbúum landsins að málið er á stefnuskrá allra þessara þriggja flokka. Umræðan í tengslum við nýafstaðnar kosningar og forsetakosningarnar í vor, til dæmis varðandi fjölda meðmælenda, forgangsröðun frambjóðenda eða röðun framboðslista, jafnt vægi atkvæða og fimm prósenta þröskuldinn, undirstrikar brýna þörf fyrir stjórnarskrárbreytingar. Að ekki sé talað um auðlindaákvæði og ákvæði til verndar náttúru landsins. Kjósendur kölluðu eftir slíkum breytingum í víðtæku lýðræðisferli eftir hrun og síðan þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 2012. Alþingi hefur æ síðan mistekist að sigla málinu í höfn og viðurkenna í verki kosninguna um nýja stjórnarskrá. Í því ljósi hvatti félagið formenn flokkanna þriggja til að gera plan svo stjórnarskrármálið komist upp úr hjólförunum. Nýafstaðinn aðalfundur stjórnarskrárfélagsins hnykkti á þessu með einróma hvatningu: Fundurinn hvetur næstu ríkisstjórn Íslands til að svara af stórhug ákalli kjósenda um breytingar. Ekki aðeins varðandi efnahagsmál heldur einnig lýðræði og stjórnarfar í landinu. Að viðurkenna úrslit kosninga er ófrávíkjanleg regla í lýðræðisríki. Að brjóta þá grundvallarreglu setur stórhættulegt fordæmi fyrir því að Alþingi geti sniðgengið úrslit kosninga og lýðræðislegan vilja meirihluta þjóðarinnar eftir geðþótta. Þannig væri til dæmis hægt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB en virða niðurstöðuna að vettugi ef hún hentaði ekki meirihlutanum á Alþingi hverju sinni. Alþingi hefur á 12 árum ekki auðnast að sigla stjórnarskrármálinu í höfn. Það hlýtur að teljast fullreynt. Til að rjúfa kyrrstöðuna er lagt til að Alþingi kalli saman slembivalið stjórnlagaþing almennra borgara. Þingið hefði það hlutverk að leggja lokahönd á tillögurnar sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár og fá þær Alþingi í hendur. Stjórnlagaþingið vinni með lýðræðislegar grundvallarreglur að leiðarljósi og virðingu við úrslit atkvæðagreiðslunnar, eins og nánar er líst í áskorun Stjórnarskrárfélagsins frá 23. nóvember síðastliðnum. Sjá hér >> Stjórnarskrárfélagið áréttar kröfuna um að úrslit kosninga séu viðurkennd og að tillögur að nýrri stjórnarskrá sem yfir 2/3 hlutar kjósenda (67%) samþykktu sem grundvöll nýrrar stjórnarskrár í þjóðaratkvæðagreiðslu verði afgreiddar af heilindum og virðingu við lýðræðislega niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Það er brýnt og löngu tímabært að þjóðin fái þá stjórnarskrá sem hún hefur samið sér og samþykkt. — Ný ríkisstjórn sem boðar breytingar hlýtur að taka mið af því. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Stjórnlagaþing Alþingi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins fengu fyrr í vikunni sent bréf frá stjórn Stjórnarskrárfélagsins þar sem þeim var óskað til hamingju með úrslit kosninganna og velfarnaðar við myndun ríkisstjórnar. Þó svo að stjórnarskrármálið hafi ekki verið efst á baugi í kosningabaráttunni, hlýtur að vekja vonir hjá íbúum landsins að málið er á stefnuskrá allra þessara þriggja flokka. Umræðan í tengslum við nýafstaðnar kosningar og forsetakosningarnar í vor, til dæmis varðandi fjölda meðmælenda, forgangsröðun frambjóðenda eða röðun framboðslista, jafnt vægi atkvæða og fimm prósenta þröskuldinn, undirstrikar brýna þörf fyrir stjórnarskrárbreytingar. Að ekki sé talað um auðlindaákvæði og ákvæði til verndar náttúru landsins. Kjósendur kölluðu eftir slíkum breytingum í víðtæku lýðræðisferli eftir hrun og síðan þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 2012. Alþingi hefur æ síðan mistekist að sigla málinu í höfn og viðurkenna í verki kosninguna um nýja stjórnarskrá. Í því ljósi hvatti félagið formenn flokkanna þriggja til að gera plan svo stjórnarskrármálið komist upp úr hjólförunum. Nýafstaðinn aðalfundur stjórnarskrárfélagsins hnykkti á þessu með einróma hvatningu: Fundurinn hvetur næstu ríkisstjórn Íslands til að svara af stórhug ákalli kjósenda um breytingar. Ekki aðeins varðandi efnahagsmál heldur einnig lýðræði og stjórnarfar í landinu. Að viðurkenna úrslit kosninga er ófrávíkjanleg regla í lýðræðisríki. Að brjóta þá grundvallarreglu setur stórhættulegt fordæmi fyrir því að Alþingi geti sniðgengið úrslit kosninga og lýðræðislegan vilja meirihluta þjóðarinnar eftir geðþótta. Þannig væri til dæmis hægt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB en virða niðurstöðuna að vettugi ef hún hentaði ekki meirihlutanum á Alþingi hverju sinni. Alþingi hefur á 12 árum ekki auðnast að sigla stjórnarskrármálinu í höfn. Það hlýtur að teljast fullreynt. Til að rjúfa kyrrstöðuna er lagt til að Alþingi kalli saman slembivalið stjórnlagaþing almennra borgara. Þingið hefði það hlutverk að leggja lokahönd á tillögurnar sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár og fá þær Alþingi í hendur. Stjórnlagaþingið vinni með lýðræðislegar grundvallarreglur að leiðarljósi og virðingu við úrslit atkvæðagreiðslunnar, eins og nánar er líst í áskorun Stjórnarskrárfélagsins frá 23. nóvember síðastliðnum. Sjá hér >> Stjórnarskrárfélagið áréttar kröfuna um að úrslit kosninga séu viðurkennd og að tillögur að nýrri stjórnarskrá sem yfir 2/3 hlutar kjósenda (67%) samþykktu sem grundvöll nýrrar stjórnarskrár í þjóðaratkvæðagreiðslu verði afgreiddar af heilindum og virðingu við lýðræðislega niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Það er brýnt og löngu tímabært að þjóðin fái þá stjórnarskrá sem hún hefur samið sér og samþykkt. — Ný ríkisstjórn sem boðar breytingar hlýtur að taka mið af því. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun