Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2024 10:30 Frá vinstri: Stefán Rafn Stefánsson, framkvæmdastjóri Cubus, Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus, Ragnar Þórir Guðgeirsson, stjórnarformaður Expectus og Andri Páll Heiðberg, stjórnarformaður og ráðgjafi hjá Cubus. Expectus hefur gengið frá kaupum á viðskiptageindarhluta Cubus. Bæði félög hafa unnið með lausnir á sviði viðskiptagreindar, áætlanagerðar, greininga og skýrslugerðar undanfarin ár. Með kaupunum er gert ráð fyrir að þrír starfsmenn Cubus á þessu sviði bætist við hóp Expectus. Einnig fylgja kaupunum hugbúnaðarlausnir sem Cubus hefur þróað eða verið endurseljandi að á Íslandi. „Bæði félög verða enn sterkari og geta veitt enn betri þjónustu til sinna viðskiptavina,“ segir Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus. Expectus sé að kaupa eina af þremur einingum Cubus. Stefán Rafn Stefánsson verður áfram framkvæmdastjóri Cubus en Andri Páll Heiðberg stjórnarformaður færir sig yfir til Expectus. „Það er ánægjulegt að fá Andra Pál og félaga til liðs við okkur,“ segir Reynir Ingi. Viðskiptin feli ekki í sér neinar uppsagnir starfsfólks, hvorki hjá Expectus eða Cubus. „Það styrkir teymið okkar að fá reynslumikla sérfræðinga á þessu sviði sem hafa þjónustað fjölbreyttar greinar atvinnulífsins og víkka um leið vöruframboð okkar.“ „Fyrir okkar hóp er frábært að koma inn í stærra fyrirtæki á þessu sviði eins og Expectus. Með því sjáum við fram á að geta enn betur þjónustað góðan hóp viðskiptavina enda er Expectus með um 20 einstaklinga sem sinna viðskiptagreind og tengdum lausnum,“ segir Andri Páll Heiðberg, sem leitt hefur hópinn innan Cubus. Í tilkynningu segir að Expectus sé ráðgjafarfyrirtæki sem styðji við íslensk fyrirtæki og stofnanir sem vilja ná auknum árangri í rekstri með gagnadrifnum ákvörðunum. „Það aðstoðar rekstraraðila við að móta skýra stefnu og koma henni í framkvæmd með því að finna bestu lausnir hvaðanæva að, aðlaga að aðstæðum og gera enn betri. Fyrirtækið er leiðandi hér á landi í ráðgjöf varðandi gagnagreiningar og uppsetningu stjórnendamælaborða og eru viðskiptavinir á því sviði yfir 200 hér á landi. Expectus ráðgjöf er einnig með öfluga rekstrar- og stjórnendaráðgjöf við fyrirtæki og stofnanir,“ segir í tilkynningunni frá Expectus. Kaupverðið er ekki gefið upp í tilkynningunni en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða viðskipti upp á þó nokkra tugi milljóna króna. Kaup og sala fyrirtækja Tækni Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
„Bæði félög verða enn sterkari og geta veitt enn betri þjónustu til sinna viðskiptavina,“ segir Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus. Expectus sé að kaupa eina af þremur einingum Cubus. Stefán Rafn Stefánsson verður áfram framkvæmdastjóri Cubus en Andri Páll Heiðberg stjórnarformaður færir sig yfir til Expectus. „Það er ánægjulegt að fá Andra Pál og félaga til liðs við okkur,“ segir Reynir Ingi. Viðskiptin feli ekki í sér neinar uppsagnir starfsfólks, hvorki hjá Expectus eða Cubus. „Það styrkir teymið okkar að fá reynslumikla sérfræðinga á þessu sviði sem hafa þjónustað fjölbreyttar greinar atvinnulífsins og víkka um leið vöruframboð okkar.“ „Fyrir okkar hóp er frábært að koma inn í stærra fyrirtæki á þessu sviði eins og Expectus. Með því sjáum við fram á að geta enn betur þjónustað góðan hóp viðskiptavina enda er Expectus með um 20 einstaklinga sem sinna viðskiptagreind og tengdum lausnum,“ segir Andri Páll Heiðberg, sem leitt hefur hópinn innan Cubus. Í tilkynningu segir að Expectus sé ráðgjafarfyrirtæki sem styðji við íslensk fyrirtæki og stofnanir sem vilja ná auknum árangri í rekstri með gagnadrifnum ákvörðunum. „Það aðstoðar rekstraraðila við að móta skýra stefnu og koma henni í framkvæmd með því að finna bestu lausnir hvaðanæva að, aðlaga að aðstæðum og gera enn betri. Fyrirtækið er leiðandi hér á landi í ráðgjöf varðandi gagnagreiningar og uppsetningu stjórnendamælaborða og eru viðskiptavinir á því sviði yfir 200 hér á landi. Expectus ráðgjöf er einnig með öfluga rekstrar- og stjórnendaráðgjöf við fyrirtæki og stofnanir,“ segir í tilkynningunni frá Expectus. Kaupverðið er ekki gefið upp í tilkynningunni en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða viðskipti upp á þó nokkra tugi milljóna króna.
Kaup og sala fyrirtækja Tækni Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira