Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2024 10:30 Sherif Ali Kenney hefur ekki skilað næstum því sama til Valsliðsins og aðrir Bandaríkjamenn eru að skila til sinna liða í deildinni. Vísir/Diego Valsmenn töpuðu öðrum leiknum í röð í gærkvöldi og um leið í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum í Bónus deildinni í körfubolta. Fyrir vikið sitja Íslandsmeistarar í fallsæti deildarinnar. Valsmenn voru líka deildarmeistarar í fyrra og unnu þá 18 af 22 leikjum sínum. Núna er liðið búið að tapa tveimur fleiri leikjum eða alls sex af níu leikjum. Það eru þó töpin að undanförnu sem valda mestu áhyggjum því þau hafa öll komið á móti liðunum í neðri hlutanum. Valur tapaði þar á móti Hetti. ÍR og Haukum en ekkert þeirra liða situr í úrslitakeppnissæti eins og er. Valsmenn eru með jafnmörg stig og bæði Höttur og ÍR en sitja í fallsætinu þar sem þeir eru 0-2 í innbyrðis leikjum á móti fyrrnefndum liðum. Þegar þjálfari Vals var spurður út í leikmannabreytingar hjá liðinu þá var svarið skýrt og skorinort. „Já það eru breytingar og það verður tilkynnt á morgun [í dag]. Eitthvað verður að gera en einn leikmaður inn er ekki að fara að breyta öllu. Við þurfum að grafa djúpt og finna einhverjar leiðir til að verða betra körfuboltalið og gera betur,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, í viðtali við Árna Jóhannsson eftir leikinn. Bandaríkjamaðurinn Sherif Ali Kenney var aðeins með sjö stig og eina stoðsendingu í gær og hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik með félaginu. Valsmenn hafa hins vegar unnið báða leiki sína í vetur þar sem hann hefur skorað fimmtán stig eða meira (á móti Álftanesi og Keflavík). Taiwo Badmus var frábær með 36 stig eins og hann hefur verið í allan vetur en það hefur bara ekki dugað til. Liðið saknar auðvitað mikið Kristófers Acox sem er enn að vinna sig til baka eftir hnémeiðslin í oddaleiknum um titilinn síðasta vor. Annað áhyggjuefni er að næstu þrír leikir Valsliðsins eru á móti Grindavík, Tindastól og Stjörnunni (eftir áramót). Verkefnið verður því afar krefjandi á næstunni ætli liðið að komast upp úr fallsætinu. Bónus-deild karla Valur Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Valsmenn voru líka deildarmeistarar í fyrra og unnu þá 18 af 22 leikjum sínum. Núna er liðið búið að tapa tveimur fleiri leikjum eða alls sex af níu leikjum. Það eru þó töpin að undanförnu sem valda mestu áhyggjum því þau hafa öll komið á móti liðunum í neðri hlutanum. Valur tapaði þar á móti Hetti. ÍR og Haukum en ekkert þeirra liða situr í úrslitakeppnissæti eins og er. Valsmenn eru með jafnmörg stig og bæði Höttur og ÍR en sitja í fallsætinu þar sem þeir eru 0-2 í innbyrðis leikjum á móti fyrrnefndum liðum. Þegar þjálfari Vals var spurður út í leikmannabreytingar hjá liðinu þá var svarið skýrt og skorinort. „Já það eru breytingar og það verður tilkynnt á morgun [í dag]. Eitthvað verður að gera en einn leikmaður inn er ekki að fara að breyta öllu. Við þurfum að grafa djúpt og finna einhverjar leiðir til að verða betra körfuboltalið og gera betur,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, í viðtali við Árna Jóhannsson eftir leikinn. Bandaríkjamaðurinn Sherif Ali Kenney var aðeins með sjö stig og eina stoðsendingu í gær og hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik með félaginu. Valsmenn hafa hins vegar unnið báða leiki sína í vetur þar sem hann hefur skorað fimmtán stig eða meira (á móti Álftanesi og Keflavík). Taiwo Badmus var frábær með 36 stig eins og hann hefur verið í allan vetur en það hefur bara ekki dugað til. Liðið saknar auðvitað mikið Kristófers Acox sem er enn að vinna sig til baka eftir hnémeiðslin í oddaleiknum um titilinn síðasta vor. Annað áhyggjuefni er að næstu þrír leikir Valsliðsins eru á móti Grindavík, Tindastól og Stjörnunni (eftir áramót). Verkefnið verður því afar krefjandi á næstunni ætli liðið að komast upp úr fallsætinu.
Bónus-deild karla Valur Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti