Lífið

Ó­lík hlut­skipti Gunna og Felix

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Gunni og Felix eru eitt þekktasta tvíeyki landsins, hér eru þeir í mars að ýta mottumars úr vör.
Gunni og Felix eru eitt þekktasta tvíeyki landsins, hér eru þeir í mars að ýta mottumars úr vör. Vísir/Vilhelm

Leikarinn og Felix Bergsson fær ekki listamannalaun í ár til að skrifa barnabækur sínar um Freyju og Frikka. Hann segist hafa vonast til að fá þrjá mánuði og segist ekki geta haldið áfram nema listamannalaun komi til.

Tilkynnt var í dag hverjir hefðu hreppt listamannalaun fyrir árið 2025. Athygli vekur að kollegi Felixar og hinn hlutinn í hinu landsfræga tvíeyki Gunnar Helgason fær hinsvegar listamannalaun í tólf mánuði. Gunnar hefur undanfarin ár skrifað margar af vinsælustu barnabókum landsins en líkt og alþjóð veit stýrðu þeir félagar Stundinni okkar saman á sínum tíma.

Undanfarna daga hafa listamenn keppst við að tjá sig um listamannalaunin á samfélagsmiðlum. Ljóst er að færri komust að en vildu, en alls var úthlutað 1720 mánaðarlaunum úr átta mismunandi sjóðum.

„Ég fékk neitun. Óska okkur öllum til hamingju með stórkostlegan hóp listamanna sem fengu laun,“ skrifar Felix Bergsson á samfélagsmiðilinn Facebook. „Nú hef ég skrifað fjórar bækur í þessum flokki og sú fimmta kemur í lok árs 2025 en ég get ekki haldið áfram nema listamannalaun komi til. Þannig er veruleiki þeirra sem skrifa (barna)bækur á íslensku.“

Á meðan furðar Gunni sig á því á samfélagsmiðlinum Facebook í gríni að enginn hafi sagt neitt um hans laun. „Ætlar bara enginn að skamma mig fyrir tólfuna mína?“


Tengdar fréttir

Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn

Stjórn listamannalauna segir tilraun til að upplýsa umsækjendur um listamannalaun um hvers vegna þeim var hafnað hafa mistekist. Beðist er afsökunar á því að hafa sært listamenn með ákvörðunartexta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.