Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2024 19:52 Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Suður-Kóreu lögðu fram ályktun um að ákæra forsetann fyrir embættisbrot. AP/Ryu Hyung Seok Stjórnarandstaða Suður-Kóreu hefur formlega lagt fram ákæru gegn Yoon Suk Yeol, forseta landsins, vegna herlaga sem hann beitti óvænt á í gær og neyddist skömmu síðar til að fella úr gildi. Margir af starfsmönnum forsetans og ráðgjöfum hans hafa sagt af sér í dag. Hundrað og níutíu þingmenn úr sex stjórnarandstöðuflokkunum skrifuðu undir ákæruna, auk eins óháðs þingmanns, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu. Enginn úr stjórnarflokkunum skrifaði undir en til stendur að greiða atkvæði um ákæruna á föstudag eða á laugardag. Sjá einnig: Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Að minnsta kosti tvo þriðju þingmanna þarf til að samþykkja ákæru fyrir embættisbrot og mun stjórnarandstaðan því þurfa átta atkvæði frá þingmönnum stjórnarflokkanna til að ákæra Yoon. Svo virðist sem Yoon ætli ekki að segja af sér, eins og margir hafa kallað eftir. Margir af hans æðstu starfsmönnum og ráðgjöfum hafa sagt af sér í dag. Meðal þeirra eru starfsmannstjóri hans, þjóðaröryggisráðgjafi og margir aðrir, samkvæmt Yonhap. Hér má sjá viðbrögð nokkurra íbúa Seoul. Það kom flestum á óvart þegar Yoon lýsti því yfir að hefði sett á herlög í Suður-Kóreu og sagðist hann hafa gert það til vernda ríkið gegn gegn öfgaöflum og meintum kommúnistum í Suður-Kóreu. Hann hefur átt erfitt með að koma frumvörpum í gegnum þingið og hefur sömuleiðis kvartað hástöfum yfir því að stjórnarandstaðan sé sífellt að leggja fram vantrauststillögur gegn embættismönnum. Sjá einnig: Herlögin loks felld úr gildi Hermenn lokuðu þinghúsinu í Seoul en þingmönnum tókst að komast þangað inn og samþykktu einróma ályktun um að binda enda á herlögin. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna og gerði Yoon það nokkrum klukkustundum síðar. Í heildina höfðu herlög verið í gildi í um sex klukkustundir. Gamlir skólafélagar þegar Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra, var staðfestur í embætti fyrir þremur mánuðum síðan var hann sérstaklega sakaður af stjórnarandstöðunni um að vilja beita herlögum. Hafnaði hann þeim ásökunum og sagði þær pólitískan áróður. Reuters hefur þó eftir heimildarmönnum að það hafi verið Kom sem lagði til við Yoon að setja á herlög þegar forsetinn sagðist hafa fengið nóg af pólitískum andstæðingum sínum. Kim og Yoon voru saman í skóla á árum áður og eru gamlir vinir. Einn heimildarmaður úr hernum þvertók þó fyrir að þetta hefði verið skipulagt fyrirfram. Yoon vann nauman sigur í kosningum árið 2022 og þykir hann einkar óvinsæll forseti. Nokkur hneykslismál sem tengjast honum og eiginkonu hans hafa litið dagsins ljós. Eins og áður segir hefur honum gengið erfiðlega á þingi og að koma málum í gegnum þingið. Þar á meðal fjárlögum og hefur hann ítrekað lýst yfir mikilli reiði vegna þessa. Suður-Kórea Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Hundrað og níutíu þingmenn úr sex stjórnarandstöðuflokkunum skrifuðu undir ákæruna, auk eins óháðs þingmanns, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu. Enginn úr stjórnarflokkunum skrifaði undir en til stendur að greiða atkvæði um ákæruna á föstudag eða á laugardag. Sjá einnig: Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Að minnsta kosti tvo þriðju þingmanna þarf til að samþykkja ákæru fyrir embættisbrot og mun stjórnarandstaðan því þurfa átta atkvæði frá þingmönnum stjórnarflokkanna til að ákæra Yoon. Svo virðist sem Yoon ætli ekki að segja af sér, eins og margir hafa kallað eftir. Margir af hans æðstu starfsmönnum og ráðgjöfum hafa sagt af sér í dag. Meðal þeirra eru starfsmannstjóri hans, þjóðaröryggisráðgjafi og margir aðrir, samkvæmt Yonhap. Hér má sjá viðbrögð nokkurra íbúa Seoul. Það kom flestum á óvart þegar Yoon lýsti því yfir að hefði sett á herlög í Suður-Kóreu og sagðist hann hafa gert það til vernda ríkið gegn gegn öfgaöflum og meintum kommúnistum í Suður-Kóreu. Hann hefur átt erfitt með að koma frumvörpum í gegnum þingið og hefur sömuleiðis kvartað hástöfum yfir því að stjórnarandstaðan sé sífellt að leggja fram vantrauststillögur gegn embættismönnum. Sjá einnig: Herlögin loks felld úr gildi Hermenn lokuðu þinghúsinu í Seoul en þingmönnum tókst að komast þangað inn og samþykktu einróma ályktun um að binda enda á herlögin. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna og gerði Yoon það nokkrum klukkustundum síðar. Í heildina höfðu herlög verið í gildi í um sex klukkustundir. Gamlir skólafélagar þegar Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra, var staðfestur í embætti fyrir þremur mánuðum síðan var hann sérstaklega sakaður af stjórnarandstöðunni um að vilja beita herlögum. Hafnaði hann þeim ásökunum og sagði þær pólitískan áróður. Reuters hefur þó eftir heimildarmönnum að það hafi verið Kom sem lagði til við Yoon að setja á herlög þegar forsetinn sagðist hafa fengið nóg af pólitískum andstæðingum sínum. Kim og Yoon voru saman í skóla á árum áður og eru gamlir vinir. Einn heimildarmaður úr hernum þvertók þó fyrir að þetta hefði verið skipulagt fyrirfram. Yoon vann nauman sigur í kosningum árið 2022 og þykir hann einkar óvinsæll forseti. Nokkur hneykslismál sem tengjast honum og eiginkonu hans hafa litið dagsins ljós. Eins og áður segir hefur honum gengið erfiðlega á þingi og að koma málum í gegnum þingið. Þar á meðal fjárlögum og hefur hann ítrekað lýst yfir mikilli reiði vegna þessa.
Suður-Kórea Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira