Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2024 07:03 Baldur Þórhallsson segir að stjórn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Viðreisnar yrðir borgaraleg. En bæði Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð hafa talað um myndun borgaralegrar ríkisstjórnar Vísir/Vilhelm Borgaraleg gildi, borgaralegir flokkar, og borgaraleg ríkisstjórn eru hugtök sem hafa verið áberandi í kosningabaráttunni og núna strax í kjölfar kosninga. „Eini flokkurinn sem getur raunverulega komið í veg fyrir það [Reykjavíkurmódel, ríkisstjórn með Samfylkingu og Viðreisn í fararbroddi] og tryggt að hér verði borgaraleg ríkisstjórn er Miðflokkurinn,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í kappræðum Stöðvar 2 síðastliðinn fimmtudag. Honum var einnig tíðrætt um í kosningabaráttunni að margir flokkar þættust vera borgaralegir, en síðan þyrfti að sjá hvort þeir væru borgaralegir þegar talið væri upp úr kjörkössunum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, minntist einnig á borgaralega ríkisstjórn í Facebook-færslu í fyrradag þar sem hann gerði upp niðurstöður kosninganna. „Valkostirnir nú eru þessir: Annars vegar að mynda borgaralega ríkisstjórn til hægri, líkt og niðurstöður kosninganna eru skýrt ákall um. Hins vegar að veita nýrri ríkisstjórn kröftuga mótspyrnu í stjórnarandstöðu.“ Þetta hugtak virðist hafa verið talsvert meira áberandi í kringum kosningarnar núna heldur en í kringum síðustu Alþingiskosningar. Ef maður gúgglar „borgaraleg ríkisstjórn“ eða „borgaralegur flokkur“ eru niðurstöður í kringum kosningarnar 2021, 2017, 2016 og 2013 talsvert færri en í kringum nýafstaðnar kosningar. Hvað þýðir „borgaralegur“? En hvað þýðir að vera borgaralegur? Fréttastofa leitaði svara til Baldurs Þórhallssonar, stjórnmálafræðiprófessors hjá Háskóla Íslands. „Í stjórnmálafræðinni vísar borgaralegt til borgarastéttarinnar, efri millistéttarinnar í borgum. Þetta hugtak á rætur að rekja, eins og ég þekki það, til frönsku byltingarinnar þegar verslunareigendur og kaupmenn voru að krefjast aukinna réttinda og verja sína hagsmuna gagnvart réttindum aðalsins,“ segir Baldur. „En í nútímanum vísar þetta frekar til hófsamra hægriafla. Það er talað um borgaralega stjórn. Það er kannski þegar mið-hægri flokkar eru við stjórn.“ Málverk eftir Johann-Baptist Seele. Hugtakið borgaralegur rekur rætur sínar til frönsku byltingarinnar.Getty Baldur segist líka hafa orðið var við aukinnar notkunar á hugtakinu „borgaralegur“ undanfarið, en segist ekki vita hvers vegna það sé svona vinsælt um þessar mundir. „Ef ég ætti að giska á það, þá er það vegna þess einhverjir flokkar sem telja það sér til framdráttar að vísa til borgarastéttarinnar og höfða til millistéttarinnar.“ Stjórnmálafólk þurfi ekki að forðast hægri og vinstri Nú eru menn að tala um að mynda borgaralega stjórn, eða velferðar eða félagshyggjustjórn. Eru menn frekar að nota þannig hugtök og forðast hægri og vinstri? „Ætli það ekki. Þegar menn eru að tala um félagshyggjustjórn eða jafnaðarmannastjórn eða velferðarstjórn þá eru menn að tala um jafna skiptingu auðæfanna og það vísar klárlega til vinstri. Og þegar menn eru að vísa til hinna borgaralegu afla þá eru menn með meiri hægri-áherslur, minni skattheimtu og að menn ráði sínum eigin fjármunum,“ segir Baldur. Hann bendir á að samkvæmt íslensku kosningarannsókninni séu íslenskir kjósendur mjög vel að sér þegar kemur að því að skilgreina hægri og vinstri, og þeir séu líka góðir í að staðsetja sjálfa sig og flokkana til hægri eða vinstri. „Þannig það þarf enginn að vera feiminn gagnvart kjósendum, að ég tel, að vísa til hugtakanna hægri eða vinstri eða miðjunnar.“ CFS ekki borgaraleg en CDM borgaraleg Nú standa yfir stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. „Maður myndi ekki kalla þetta borgaralega stjórn, því hún spannar litrófið frá frjálslynda hægrinu til vinstri til jafnaðarmanna, og svo erum við með þennan popúlíska flokk. Þá meina ég pópúlískur flokkur alls ekki í neikvæðri merkingu, heldur grípur hann þessa málaflokka sem mörgum í samfélaginu finnst mjög mikilvægt að vinna betur með, félagslegan jöfnuð og streymi útlendinga til landsins,“ segir Baldur. Líkt og áður hefur komið fram hafa Bjarni og Sigmundur talað um myndun borgaralegrar stjórnar. Þar er líklega átt við um stjórn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Viðreisnar. „Þetta myndi maður geta kallað borgaralega ríkisstjórn. Þetta væri klárlega hægri stjórn. Og ef hún yrði að veruleika yrðir hún fyrsta ríkisstjórnin á landinu sem væri mynduð algjörlega hægra megin við miðju,“ segir Baldur sem setur einn fyrirvara á þessa fullyrðingu og segir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ekki hafa verið langt því að vera algjörlega hægra megin við miðju. Björt framtíð hafi verið meiri miðjuflokkur en Miðflokkurinn meiri hægri flokkur. Varðandi mögulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Viðreisnar segir Baldur að mikill samhljómur sé á milli þeirra í efnahagsmálum. Þeir séu þó með ólíkar áherslur varðandi gilda og viðmiða í samfélaginu. Þar sé Viðreisn talsvert frjálslyndari flokkur en Miðflokkurinn. Út í hött að tala um borgaralega flokka á Íslandi? Baldur segist hafa tekið eftir því að fólk sé að velta því fyrir sér, hvað „borgaralegur“ stendur fyrir. Margir netverjar hafa verið að velta hugtakinu fyrir sér að undanförnu. „Ég segi eins og er, það er eiginlega alveg út í hött að tala um „borgaralega“ flokka á Íslandi,“ skrifaði fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason í byrjun nóvember. Þá ritaði Guðjón Heiðar Pálsson, sem titlar sig sem áhugamann um „sóun á margsköttuðum peningum borgaranna” skoðanagrein um málið sem birtist á Vísi í morgun. Þar reyndi hann að skýra hugtakið. Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, fjallaði einnig um hugtakið í færslu á Facebook á dögunum. Þar vísaði hann til tölublaðs tímaritsins Verkalýðsblaðsins, sem var málgagn Kommúnistaflokksins, frá 1932. Þar sagði að borgaraleg ríkisstjórn væri „ekkert annað en skákpeð auðmannastéttarinnar“. Íhaldið komið út Baldur minnist á að minna hafi farið fyrir hugtakinu „íhald“ í kringum kosningarnar. „Íhaldsstefna og að vera íhald snýst um að halda í núverandi viðmið og gildi. Það þarf alls ekki að vera neikvætt í því samhengi,“ segir Baldur. „En menn eru hættir að tala um íhaldsstefnu því mönnum finnst það vera með neikvætt orðmerki. Það er samt það sem Miðflokkurinn er að tala fyrir, gömlum íhaldssömum fjölskyldugildum.“ Alþingiskosningar 2024 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Samfylkingin Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
„Eini flokkurinn sem getur raunverulega komið í veg fyrir það [Reykjavíkurmódel, ríkisstjórn með Samfylkingu og Viðreisn í fararbroddi] og tryggt að hér verði borgaraleg ríkisstjórn er Miðflokkurinn,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í kappræðum Stöðvar 2 síðastliðinn fimmtudag. Honum var einnig tíðrætt um í kosningabaráttunni að margir flokkar þættust vera borgaralegir, en síðan þyrfti að sjá hvort þeir væru borgaralegir þegar talið væri upp úr kjörkössunum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, minntist einnig á borgaralega ríkisstjórn í Facebook-færslu í fyrradag þar sem hann gerði upp niðurstöður kosninganna. „Valkostirnir nú eru þessir: Annars vegar að mynda borgaralega ríkisstjórn til hægri, líkt og niðurstöður kosninganna eru skýrt ákall um. Hins vegar að veita nýrri ríkisstjórn kröftuga mótspyrnu í stjórnarandstöðu.“ Þetta hugtak virðist hafa verið talsvert meira áberandi í kringum kosningarnar núna heldur en í kringum síðustu Alþingiskosningar. Ef maður gúgglar „borgaraleg ríkisstjórn“ eða „borgaralegur flokkur“ eru niðurstöður í kringum kosningarnar 2021, 2017, 2016 og 2013 talsvert færri en í kringum nýafstaðnar kosningar. Hvað þýðir „borgaralegur“? En hvað þýðir að vera borgaralegur? Fréttastofa leitaði svara til Baldurs Þórhallssonar, stjórnmálafræðiprófessors hjá Háskóla Íslands. „Í stjórnmálafræðinni vísar borgaralegt til borgarastéttarinnar, efri millistéttarinnar í borgum. Þetta hugtak á rætur að rekja, eins og ég þekki það, til frönsku byltingarinnar þegar verslunareigendur og kaupmenn voru að krefjast aukinna réttinda og verja sína hagsmuna gagnvart réttindum aðalsins,“ segir Baldur. „En í nútímanum vísar þetta frekar til hófsamra hægriafla. Það er talað um borgaralega stjórn. Það er kannski þegar mið-hægri flokkar eru við stjórn.“ Málverk eftir Johann-Baptist Seele. Hugtakið borgaralegur rekur rætur sínar til frönsku byltingarinnar.Getty Baldur segist líka hafa orðið var við aukinnar notkunar á hugtakinu „borgaralegur“ undanfarið, en segist ekki vita hvers vegna það sé svona vinsælt um þessar mundir. „Ef ég ætti að giska á það, þá er það vegna þess einhverjir flokkar sem telja það sér til framdráttar að vísa til borgarastéttarinnar og höfða til millistéttarinnar.“ Stjórnmálafólk þurfi ekki að forðast hægri og vinstri Nú eru menn að tala um að mynda borgaralega stjórn, eða velferðar eða félagshyggjustjórn. Eru menn frekar að nota þannig hugtök og forðast hægri og vinstri? „Ætli það ekki. Þegar menn eru að tala um félagshyggjustjórn eða jafnaðarmannastjórn eða velferðarstjórn þá eru menn að tala um jafna skiptingu auðæfanna og það vísar klárlega til vinstri. Og þegar menn eru að vísa til hinna borgaralegu afla þá eru menn með meiri hægri-áherslur, minni skattheimtu og að menn ráði sínum eigin fjármunum,“ segir Baldur. Hann bendir á að samkvæmt íslensku kosningarannsókninni séu íslenskir kjósendur mjög vel að sér þegar kemur að því að skilgreina hægri og vinstri, og þeir séu líka góðir í að staðsetja sjálfa sig og flokkana til hægri eða vinstri. „Þannig það þarf enginn að vera feiminn gagnvart kjósendum, að ég tel, að vísa til hugtakanna hægri eða vinstri eða miðjunnar.“ CFS ekki borgaraleg en CDM borgaraleg Nú standa yfir stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. „Maður myndi ekki kalla þetta borgaralega stjórn, því hún spannar litrófið frá frjálslynda hægrinu til vinstri til jafnaðarmanna, og svo erum við með þennan popúlíska flokk. Þá meina ég pópúlískur flokkur alls ekki í neikvæðri merkingu, heldur grípur hann þessa málaflokka sem mörgum í samfélaginu finnst mjög mikilvægt að vinna betur með, félagslegan jöfnuð og streymi útlendinga til landsins,“ segir Baldur. Líkt og áður hefur komið fram hafa Bjarni og Sigmundur talað um myndun borgaralegrar stjórnar. Þar er líklega átt við um stjórn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Viðreisnar. „Þetta myndi maður geta kallað borgaralega ríkisstjórn. Þetta væri klárlega hægri stjórn. Og ef hún yrði að veruleika yrðir hún fyrsta ríkisstjórnin á landinu sem væri mynduð algjörlega hægra megin við miðju,“ segir Baldur sem setur einn fyrirvara á þessa fullyrðingu og segir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ekki hafa verið langt því að vera algjörlega hægra megin við miðju. Björt framtíð hafi verið meiri miðjuflokkur en Miðflokkurinn meiri hægri flokkur. Varðandi mögulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Viðreisnar segir Baldur að mikill samhljómur sé á milli þeirra í efnahagsmálum. Þeir séu þó með ólíkar áherslur varðandi gilda og viðmiða í samfélaginu. Þar sé Viðreisn talsvert frjálslyndari flokkur en Miðflokkurinn. Út í hött að tala um borgaralega flokka á Íslandi? Baldur segist hafa tekið eftir því að fólk sé að velta því fyrir sér, hvað „borgaralegur“ stendur fyrir. Margir netverjar hafa verið að velta hugtakinu fyrir sér að undanförnu. „Ég segi eins og er, það er eiginlega alveg út í hött að tala um „borgaralega“ flokka á Íslandi,“ skrifaði fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason í byrjun nóvember. Þá ritaði Guðjón Heiðar Pálsson, sem titlar sig sem áhugamann um „sóun á margsköttuðum peningum borgaranna” skoðanagrein um málið sem birtist á Vísi í morgun. Þar reyndi hann að skýra hugtakið. Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, fjallaði einnig um hugtakið í færslu á Facebook á dögunum. Þar vísaði hann til tölublaðs tímaritsins Verkalýðsblaðsins, sem var málgagn Kommúnistaflokksins, frá 1932. Þar sagði að borgaraleg ríkisstjórn væri „ekkert annað en skákpeð auðmannastéttarinnar“. Íhaldið komið út Baldur minnist á að minna hafi farið fyrir hugtakinu „íhald“ í kringum kosningarnar. „Íhaldsstefna og að vera íhald snýst um að halda í núverandi viðmið og gildi. Það þarf alls ekki að vera neikvætt í því samhengi,“ segir Baldur. „En menn eru hættir að tala um íhaldsstefnu því mönnum finnst það vera með neikvætt orðmerki. Það er samt það sem Miðflokkurinn er að tala fyrir, gömlum íhaldssömum fjölskyldugildum.“
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Samfylkingin Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent