Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2024 08:26 Katrín Tanja Davíðsdóttir, hraustasta kona heims 2015 og 2016. Tvöfaldi heimsmeistarinn í CrossFit, Katrín Tanja Davíðsdóttir, er hætt að keppa. Hún greindi frá þessari ákvörðun sinni á samfélagsmiðlum. „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir.“ Þannig hefst færsla Katrínar Tönju þar sem hún greinir frá því að hún sé hætt að keppa í CrossFit. „Fólkið mitt er lífið mitt. Fjölskyldan mín, þjálfarar, bestu vinir (sem hafa breyst í fjölskyldu), samherjar og öll ykkar sem hafa stutt mig svo ótrúlega vel hafa gert þennan kafla lífsins að þeim sem hefur veitt mér mesta ánægju,“ skrifaði Katrín Tanja einnig. View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) Hún hefur keppt í CrossFit undanfarin þrettán ár. Hún keppti tíu sinnum á heimsleikunum í CrossFit og varð heimsmeistari 2015 og 2016. Katrín Tanja lenti í 3. sæti 2018 og því fjórða árið eftir. Katrín Tanja birti tilfinningaþrungið myndband með færslunni þar sem hún tilkynnti að hún væri hætt en þar má sjá svipmyndir frá ferli hennar. Í lokaorðum færslunnar segist Katrín Tanja hlakka til framhaldsins. „Þegar þessi hluti lífs míns endar get ég ekki annað en horft til baka með gleði í hjarta og miklu þakklæti. Og þar sem einar dyr lokast opnast fyrir mig veröld nýrra möguleika og ég trúi því að það besta sé handan við hornið,“ skrifaði Katrín Tanja. CrossFit Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sjá meira
„Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir.“ Þannig hefst færsla Katrínar Tönju þar sem hún greinir frá því að hún sé hætt að keppa í CrossFit. „Fólkið mitt er lífið mitt. Fjölskyldan mín, þjálfarar, bestu vinir (sem hafa breyst í fjölskyldu), samherjar og öll ykkar sem hafa stutt mig svo ótrúlega vel hafa gert þennan kafla lífsins að þeim sem hefur veitt mér mesta ánægju,“ skrifaði Katrín Tanja einnig. View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) Hún hefur keppt í CrossFit undanfarin þrettán ár. Hún keppti tíu sinnum á heimsleikunum í CrossFit og varð heimsmeistari 2015 og 2016. Katrín Tanja lenti í 3. sæti 2018 og því fjórða árið eftir. Katrín Tanja birti tilfinningaþrungið myndband með færslunni þar sem hún tilkynnti að hún væri hætt en þar má sjá svipmyndir frá ferli hennar. Í lokaorðum færslunnar segist Katrín Tanja hlakka til framhaldsins. „Þegar þessi hluti lífs míns endar get ég ekki annað en horft til baka með gleði í hjarta og miklu þakklæti. Og þar sem einar dyr lokast opnast fyrir mig veröld nýrra möguleika og ég trúi því að það besta sé handan við hornið,“ skrifaði Katrín Tanja.
CrossFit Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sjá meira