Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2024 09:33 Jayden Walker á framtíðina fyrir sér í pílukastinu. Luke Littler sló eftirminnilega í gegn þegar hann var sextán ára. Nú er komin fram enn yngri pílukastsstjarna sem gæti fetað í fótspor hans; hinn tólf ára Jayden Walker. Í gær sýndi Walker frábæra takta á móti þar sem pílukastarar kepptu með áhrifavöldum. Walker keppti með YouTube-stjörnunni AngryGinge og þeir hrósuðu sigri á mótinu. Í átta liða úrslitunum unnu Walker og AngryGinge Fallon Sherrock og hlaðvarpsstjórnandann Jaackmaate. Walker sýndi hversu góður hann er þegar hann tók út 145. JAYDEN WALKER, REMEMBER THE NAME!🤯🔥Walker has just pinned an INSANE 1️⃣4️⃣5️⃣ checkout to send it all the way!12 YEARS OLD.@reddragondarts pic.twitter.com/1zOaN6eaOM— MODUS Super Series (@MSSdarts) December 1, 2024 Í undanúrslitunum unnu Walker og AngryGinge Adam Lipscombe og TikTok-stjörnuna George Scaife og í úrslitunum sigruðu þeir svo Glen Durrant og Charlie Murphy. Walker náði meðal annars einum 180 í úrslitaleiknum. JAYDEN WALKER HAS HIT A 180 IN THE DECIDER!🤯They're on a 9 by the way...👀 pic.twitter.com/lXigeAd6xW— MODUS Super Series (@MSSdarts) December 1, 2024 Ekki nóg með að Walker hafi unnið umrætt mót heldur sigraði hann sjálfan heimsmeistarann Luke Humphries, 2-1, í æfingaleik í Portsmouth á laugardaginn. Hann var með yfir 102 í meðaltalsskor í leiknum gegn Humphries. Walker fannst samt merkilegra að vinna mótið en sigra heimsmeistarann. „Ótrúlegt. Ég bjóst ekki við því að vinna þetta,“ sagði Walker. „En ég vissi líka hversu góður félagi minn er svo ég taldi okkur eiga frábæra möguleika.“ AngryGinge hrósaði Walker í hástert og sagði hann hafa komið þeim í gegnum fyrstu tvær umferðirnar en þeir hafi svo hjálpast að við að vinna Durrant og Murphy í úrslitaleiknum. Pílukast Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Sjá meira
Í gær sýndi Walker frábæra takta á móti þar sem pílukastarar kepptu með áhrifavöldum. Walker keppti með YouTube-stjörnunni AngryGinge og þeir hrósuðu sigri á mótinu. Í átta liða úrslitunum unnu Walker og AngryGinge Fallon Sherrock og hlaðvarpsstjórnandann Jaackmaate. Walker sýndi hversu góður hann er þegar hann tók út 145. JAYDEN WALKER, REMEMBER THE NAME!🤯🔥Walker has just pinned an INSANE 1️⃣4️⃣5️⃣ checkout to send it all the way!12 YEARS OLD.@reddragondarts pic.twitter.com/1zOaN6eaOM— MODUS Super Series (@MSSdarts) December 1, 2024 Í undanúrslitunum unnu Walker og AngryGinge Adam Lipscombe og TikTok-stjörnuna George Scaife og í úrslitunum sigruðu þeir svo Glen Durrant og Charlie Murphy. Walker náði meðal annars einum 180 í úrslitaleiknum. JAYDEN WALKER HAS HIT A 180 IN THE DECIDER!🤯They're on a 9 by the way...👀 pic.twitter.com/lXigeAd6xW— MODUS Super Series (@MSSdarts) December 1, 2024 Ekki nóg með að Walker hafi unnið umrætt mót heldur sigraði hann sjálfan heimsmeistarann Luke Humphries, 2-1, í æfingaleik í Portsmouth á laugardaginn. Hann var með yfir 102 í meðaltalsskor í leiknum gegn Humphries. Walker fannst samt merkilegra að vinna mótið en sigra heimsmeistarann. „Ótrúlegt. Ég bjóst ekki við því að vinna þetta,“ sagði Walker. „En ég vissi líka hversu góður félagi minn er svo ég taldi okkur eiga frábæra möguleika.“ AngryGinge hrósaði Walker í hástert og sagði hann hafa komið þeim í gegnum fyrstu tvær umferðirnar en þeir hafi svo hjálpast að við að vinna Durrant og Murphy í úrslitaleiknum.
Pílukast Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Sjá meira