Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. nóvember 2024 00:10 Bjarni Benediktsson og Kristrún Frostadóttir hljóta að vera ánægð með nýjustu könnun Maskínu og þá sérstaklega Bjarni en flokkur hans bætir sig um þrjú prósentustig og fær líklega enn meira upp úr kjörkössunum. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn stekkur upp um 3,1 prósentustig og tekur fram úr Viðreisn í nýjustu könnun Maskínu. Samfylkingin bætir lítillega við sig og mælist áfram stærst en Viðreisn dalar um tvö prósentustig. Botnbaráttan herðist en litlar breytingar er að sjá þess utan. Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að sækja í sig veðrið á lokasprettinum og mælist nú með 17,6 prósent. Hann hefur ekki mælst með svo mikið hjá Maskínu síðan í apríl. Aftur á móti dalar Viðreisn og fer úr 19,2 prósentum í 17,2 prósent. Flokkurinn hefur misst fylgi tvær mælingar í röð en er þó með svipað mikið og hann mældist með um mánaðamótin október-nóvember. Samfylking réttir aðeins úr kútnum og styrkir stöðu sína á toppnum, fer úr 20,4 prósentum í 21,2 prósent. Lítil hreyfing á miðjunni Miðflokkurinn heldur áfram að dala lítillega og fer úr 11,6 prósentum í 11,2 prósent. Flokkurinn fór hæst í sautján prósent seinni hluta október en hefur misst fylgi jafnt og þétt síðan. Flokkur fólksins sem hefur verið á mikilli siglingu og fór síðast úr 8,8 prósentum í 10,6 prósent missir nú 1,5 prósentustig og mælist með 9,1 prósent. Framsóknarflokkur bætir aftur á móti við sig, fer úr 7,8 prósentum í 8,6 prósent og virðist vera alveg öruggur. Einhverjir töldu flokkinn vera í hættu á að detta af þingi þegar hann mældist í kringum fimm prósent hjá ólíkum könnunarfyrirtækjum á síðustu vikum. Það virðist ekki stefna í það. Blóðug botnbarátta Píratar standa í stað með 5,4 prósent, rétt yfir jöfnunarþingmannsmörkum, en fylgi þeirra hefur í gegnum tíðina verið ofmetið í könnunum og því gæti flokkurinn endað fyrir neðan fimm prósentin. Sósíalistar fara úr sléttum fimm prósentum í 4,5 prósent og er því kominn á hættulegar slóðir. Á sama tíma anda Vinstri græn ofan í hálsmálið á þeim, bæta við sig 0,2 prósentustigum og fara upp í 3,9 prósent. Báðir flokkarnir eru í verulegri hættu á að komast ekki á þing. Neðstir eru Lýðræðisflokkur með eitt prósent og Ábyrg framtíð með 0,4 prósent. Tæplega þrjú þúsund tóku afstöðu Könnunin fór fram dagana 28. til 29. nóvember 2024 og voru 2.908 svarendur sem tóku afstöðu til flokks. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Samkvæmt Maskínu voru svarendur alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svörin voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar eftir kyni, aldri, búsetu og menntun, til að endurspegla betur þjóðina. „Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun,“ segir í upplýsingum um könnunina Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Vinstri græn Lýðræðisflokkurinn Píratar Sósíalistaflokkurinn Ábyrg framtíð Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að sækja í sig veðrið á lokasprettinum og mælist nú með 17,6 prósent. Hann hefur ekki mælst með svo mikið hjá Maskínu síðan í apríl. Aftur á móti dalar Viðreisn og fer úr 19,2 prósentum í 17,2 prósent. Flokkurinn hefur misst fylgi tvær mælingar í röð en er þó með svipað mikið og hann mældist með um mánaðamótin október-nóvember. Samfylking réttir aðeins úr kútnum og styrkir stöðu sína á toppnum, fer úr 20,4 prósentum í 21,2 prósent. Lítil hreyfing á miðjunni Miðflokkurinn heldur áfram að dala lítillega og fer úr 11,6 prósentum í 11,2 prósent. Flokkurinn fór hæst í sautján prósent seinni hluta október en hefur misst fylgi jafnt og þétt síðan. Flokkur fólksins sem hefur verið á mikilli siglingu og fór síðast úr 8,8 prósentum í 10,6 prósent missir nú 1,5 prósentustig og mælist með 9,1 prósent. Framsóknarflokkur bætir aftur á móti við sig, fer úr 7,8 prósentum í 8,6 prósent og virðist vera alveg öruggur. Einhverjir töldu flokkinn vera í hættu á að detta af þingi þegar hann mældist í kringum fimm prósent hjá ólíkum könnunarfyrirtækjum á síðustu vikum. Það virðist ekki stefna í það. Blóðug botnbarátta Píratar standa í stað með 5,4 prósent, rétt yfir jöfnunarþingmannsmörkum, en fylgi þeirra hefur í gegnum tíðina verið ofmetið í könnunum og því gæti flokkurinn endað fyrir neðan fimm prósentin. Sósíalistar fara úr sléttum fimm prósentum í 4,5 prósent og er því kominn á hættulegar slóðir. Á sama tíma anda Vinstri græn ofan í hálsmálið á þeim, bæta við sig 0,2 prósentustigum og fara upp í 3,9 prósent. Báðir flokkarnir eru í verulegri hættu á að komast ekki á þing. Neðstir eru Lýðræðisflokkur með eitt prósent og Ábyrg framtíð með 0,4 prósent. Tæplega þrjú þúsund tóku afstöðu Könnunin fór fram dagana 28. til 29. nóvember 2024 og voru 2.908 svarendur sem tóku afstöðu til flokks. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Samkvæmt Maskínu voru svarendur alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svörin voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar eftir kyni, aldri, búsetu og menntun, til að endurspegla betur þjóðina. „Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun,“ segir í upplýsingum um könnunina
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Vinstri græn Lýðræðisflokkurinn Píratar Sósíalistaflokkurinn Ábyrg framtíð Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira