Innlent

Önnin kláruð með eðli­legum hætti í MR

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Sólveig Guðrún Hannesdóttir er rektor Menntaskólans í Reykjavík.
Sólveig Guðrún Hannesdóttir er rektor Menntaskólans í Reykjavík. Vísir/Anton

Rektor Menntaskólans í Reykjavík fagnar því að fá nemendur aftur í skólann á mánudaginn næstkomandi. Verkfall hefur staðið yfir í skólanum síðustu tvær vikur, en hefur nú verið slegið á frest. Önnin verður kláruð með eðlilegum hætti.

Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu niður störf mánudaginn 18. nóvember síðastliðinn, en skólahald hefst á ný eftir helgi.

„Jú fagna því ekki allir að verkföllunum sé frestað? Við fáum nemendur inn í skólann á mánudaginn og fögnum því,“ segir Sólveig.

Hún telur að það hafi verið lítið sem ekkert um brottfall nemenda.

„Við gerum nú ráð fyrir því að geta klárað misserið með nokkuð eðlilegum hætti, náum að vinna það námsmat sem við ætluðum að gera í lok misseris,“ segir Sólveig Guðrún, rektor Menntaskólans í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×