Erlent

Síðasta heim­sókn for­seta fyrir opnun Notre Dame

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Þetta var sjöunda og síðasta heimsókn forsetans fyrir formlega opnun dómkirkjunnarþ
Þetta var sjöunda og síðasta heimsókn forsetans fyrir formlega opnun dómkirkjunnarþ AP/Christophe Petit Tesson

Frakklandsforseti heimsótti dómkirkjuna Notre Dame en viðgerðum á henni er að ljúka. Um fimm ár eru síðan kviknaði í kirkjunni en hún verður aftur opnuð almenningi í byrjun desember.

Þann 15. apríl 2019 kviknaði í dómkirkjunni Notre Dame í París sem er eitt af helstu kennileitum höfuðborgarinnar. Franska þjóðin varð fyrir miklu áfalli þegar kviknaði í kirkjunni. Nú verður hún opnuð aftur þann 7. desember eftir fimm og hálft ár. 

Emmanuel Macron, forseti Frakklands fór í sína sjöundu og síðustu heimsókn í dómkirkjuna Notre Dame í dag fyrir opnunina.

Brigitte Macron, eiginkona forsetans fylgdi honum ásamt Laurent Ulrich erkibiskup í París, Rachida Dati menningarráðherra, Anne Hidalgo, borgarstjóra Parísarborgar og fleirum.

Macron heimsótti dómkirkjuna ásamt konu sinni, menningarráðherra, erkibiskup og borgarstjóra Parísar.AP/Christophe Petit Tesson

Í umfjöllun BBC kemur fram að Macron hélt ræðu fyrir starfsfólkið sem vann að enduruppbyggingunni. Þar hrósaði hann slökkviliðsmönnum sem slökktu eldinn og öllum þeim tóku þátt í viðgerð á kirkjunni. Þá þakkaði hann einnig þeim fjármögnuðu viðgerðina með peningagjöfum og sagði þau gjafmild.

„Ég er virkilega þakklátur, Frakkland er virkilega þakklátt. Þið hafið skilað Notre Dame til baka á fimm árum, svo þakka ykkur fyrir,“ sagði Macron þegar hann ávarpaði starfsfólkið. 

Macron þakkaði þá sérstaklega Jean-Louis Georgelin, fyrrverandi hershöfðingja, sem sá um uppbygginguna þar til hann lést af slysförum árið 2023.

Þó er ekki öllum viðgerðum lokið og verða vinnupallar áfram uppi í þrjú ár í viðbót. Upprunalega tók yfir tvö hundruð ár að byggja kirkjuna, frá árinu 1163 til 1345.


Tengdar fréttir

Notre Dame dómkirkjan brennur

Slökkvilið í París í Frakklandi berst nú við mikinn eld í hinni sögufrægu dómkirkju Notre Dame.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×