Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 13:57 Þetta var sjöunda og síðasta heimsókn forsetans fyrir formlega opnun dómkirkjunnarþ AP/Christophe Petit Tesson Frakklandsforseti heimsótti dómkirkjuna Notre Dame en viðgerðum á henni er að ljúka. Um fimm ár eru síðan kviknaði í kirkjunni en hún verður aftur opnuð almenningi í byrjun desember. Þann 15. apríl 2019 kviknaði í dómkirkjunni Notre Dame í París sem er eitt af helstu kennileitum höfuðborgarinnar. Franska þjóðin varð fyrir miklu áfalli þegar kviknaði í kirkjunni. Nú verður hún opnuð aftur þann 7. desember eftir fimm og hálft ár. Emmanuel Macron, forseti Frakklands fór í sína sjöundu og síðustu heimsókn í dómkirkjuna Notre Dame í dag fyrir opnunina. Brigitte Macron, eiginkona forsetans fylgdi honum ásamt Laurent Ulrich erkibiskup í París, Rachida Dati menningarráðherra, Anne Hidalgo, borgarstjóra Parísarborgar og fleirum. Macron heimsótti dómkirkjuna ásamt konu sinni, menningarráðherra, erkibiskup og borgarstjóra Parísar.AP/Christophe Petit Tesson Í umfjöllun BBC kemur fram að Macron hélt ræðu fyrir starfsfólkið sem vann að enduruppbyggingunni. Þar hrósaði hann slökkviliðsmönnum sem slökktu eldinn og öllum þeim tóku þátt í viðgerð á kirkjunni. Þá þakkaði hann einnig þeim fjármögnuðu viðgerðina með peningagjöfum og sagði þau gjafmild. „Ég er virkilega þakklátur, Frakkland er virkilega þakklátt. Þið hafið skilað Notre Dame til baka á fimm árum, svo þakka ykkur fyrir,“ sagði Macron þegar hann ávarpaði starfsfólkið. Macron þakkaði þá sérstaklega Jean-Louis Georgelin, fyrrverandi hershöfðingja, sem sá um uppbygginguna þar til hann lést af slysförum árið 2023. Þó er ekki öllum viðgerðum lokið og verða vinnupallar áfram uppi í þrjú ár í viðbót. Upprunalega tók yfir tvö hundruð ár að byggja kirkjuna, frá árinu 1163 til 1345. Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Notre Dame dómkirkjan brennur Slökkvilið í París í Frakklandi berst nú við mikinn eld í hinni sögufrægu dómkirkju Notre Dame. 15. apríl 2019 17:23 Viðgerðir á Notre Dame þokast áfram Menningarmálaráðherra Frakka segir að senn verði bráðnaðir vinnupallar fjarlægðir. 15. október 2019 21:00 Myndband: Kirkjuspíran á Notre Dame hrundi Myndband náðist af því þegar kirkjuspíran frá nítjándu öld hrundi. 15. apríl 2019 19:21 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Þann 15. apríl 2019 kviknaði í dómkirkjunni Notre Dame í París sem er eitt af helstu kennileitum höfuðborgarinnar. Franska þjóðin varð fyrir miklu áfalli þegar kviknaði í kirkjunni. Nú verður hún opnuð aftur þann 7. desember eftir fimm og hálft ár. Emmanuel Macron, forseti Frakklands fór í sína sjöundu og síðustu heimsókn í dómkirkjuna Notre Dame í dag fyrir opnunina. Brigitte Macron, eiginkona forsetans fylgdi honum ásamt Laurent Ulrich erkibiskup í París, Rachida Dati menningarráðherra, Anne Hidalgo, borgarstjóra Parísarborgar og fleirum. Macron heimsótti dómkirkjuna ásamt konu sinni, menningarráðherra, erkibiskup og borgarstjóra Parísar.AP/Christophe Petit Tesson Í umfjöllun BBC kemur fram að Macron hélt ræðu fyrir starfsfólkið sem vann að enduruppbyggingunni. Þar hrósaði hann slökkviliðsmönnum sem slökktu eldinn og öllum þeim tóku þátt í viðgerð á kirkjunni. Þá þakkaði hann einnig þeim fjármögnuðu viðgerðina með peningagjöfum og sagði þau gjafmild. „Ég er virkilega þakklátur, Frakkland er virkilega þakklátt. Þið hafið skilað Notre Dame til baka á fimm árum, svo þakka ykkur fyrir,“ sagði Macron þegar hann ávarpaði starfsfólkið. Macron þakkaði þá sérstaklega Jean-Louis Georgelin, fyrrverandi hershöfðingja, sem sá um uppbygginguna þar til hann lést af slysförum árið 2023. Þó er ekki öllum viðgerðum lokið og verða vinnupallar áfram uppi í þrjú ár í viðbót. Upprunalega tók yfir tvö hundruð ár að byggja kirkjuna, frá árinu 1163 til 1345.
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Notre Dame dómkirkjan brennur Slökkvilið í París í Frakklandi berst nú við mikinn eld í hinni sögufrægu dómkirkju Notre Dame. 15. apríl 2019 17:23 Viðgerðir á Notre Dame þokast áfram Menningarmálaráðherra Frakka segir að senn verði bráðnaðir vinnupallar fjarlægðir. 15. október 2019 21:00 Myndband: Kirkjuspíran á Notre Dame hrundi Myndband náðist af því þegar kirkjuspíran frá nítjándu öld hrundi. 15. apríl 2019 19:21 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Notre Dame dómkirkjan brennur Slökkvilið í París í Frakklandi berst nú við mikinn eld í hinni sögufrægu dómkirkju Notre Dame. 15. apríl 2019 17:23
Viðgerðir á Notre Dame þokast áfram Menningarmálaráðherra Frakka segir að senn verði bráðnaðir vinnupallar fjarlægðir. 15. október 2019 21:00
Myndband: Kirkjuspíran á Notre Dame hrundi Myndband náðist af því þegar kirkjuspíran frá nítjándu öld hrundi. 15. apríl 2019 19:21