Fótbolti

Erfitt kvöld hjá Íslendingunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elías Rafn Ólafsson og félagar hafa tapað tveimur leikjum í röð í Evrópudeildinni.
Elías Rafn Ólafsson og félagar hafa tapað tveimur leikjum í röð í Evrópudeildinni. getty/Pedja Milosavljevic

Elías Rafn Ólafsson, Kristian Nökkvi Hlynsson og Andri Lucas Guðjohnsen þurftu allir að sætta sig við töp í Evrópu- og Sambandsdeildinni í kvöld.

Elías stóð á milli stanganna hjá Midtjylland sem laut í gras fyrir Frankfurt á heimavelli, 1-2. Þetta var annað tap danska liðsins í Evrópudeildinni í röð. Midtjylland er með sjö stig í 20. sæti hennar.

Orri Steinn Óskarsson gat ekki leikið með Real Sociedad sem vann Ajax, 2-0. Kristian kom inn á sem varamaður á 74. mínútu í liði Hollendingana sem er í 6. sæti Evrópudeildarinnar með tíu stig. Baskarnir í Real Sociedad eru í 16. sæti með sjö stig.

Andri Lucas lék allan leikinn fyrir Gent sem tapaði fyrir Lugano, 2-0, í Sambandsdeildinni. Belgíska liðið er í 18. sæti með sex stig.

Albert Guðmundsson var fjarri góðu gamni vegna meiðsla hjá Fiorentina sem sigraði Paphos, 3-2. Flórensliðið er í 6. sæti Sambandsdeildarinnar með níu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×