Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 17:22 Ég er stolt af íslenskri ferðaþjónustu. Hún er ekki aðeins mikilvægur burðarás í efnahagslífi okkar, stærsta sjálfsprottna byggðaaðgerð Íslandssögunnar og aflvaki nýsköpunar um allt land. Ferðaþjónustan gerir okkur betri á okkar heimavelli – hún gerir okkur að stoltari gestgjöfum. Ferðaþjónustan hefur á tiltölulega skömmum tíma orðið einn af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar, með getu til þess að skapa miklar gjaldeyristekjur á skömmum tíma. Greinin veitir rúmlega 30 þúsund manns atvinnu og skilar meira en 155 milljörðum í skatta til samfélagsins árlega. Það hefur skipt okkar litla opna hagkerfi gríðarlegu máli. Viðsnúningur varð á viðskiptajöfnuði þjóðarbúsins með tilkomu og vexti ferðaþjónustunnar, sem skapar stöðugan straum gjaldeyristekna, vel á annan milljarð króna á degi hverjum, og stuðlar þannig að stöðugra gengi krónunnar. Okkar varasjóður er að stóru leyti ferðaþjónustunni að þakka. Það er brýnt að umgjörð hagkerfisins sé sem sterkust til að Ísland sé samkeppnishæft, ekki síst um fólk. Ísland verður að vera eftirsóknarverður staður þar sem ungt fólk kýs að búa til framtíðar. Ríki sem hafa miklar útflutningstekjur, góðan gjaldeyrisforða og innlendan sparnað eru í mun sterkari stöðu til að kljást við óvænt ytri áföll og njóta betri lánskjara á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Aukin lífsgæði vítt og breytt um landið Ferðaþjónustan hefur bætt búsetuskilyrði vítt og breytt um landið, stóraukið framboð af margskonar þjónustu og bætt aðgengi og fræðslu um íslenska náttúru. Vissulega hafa ýmsir vaxtarverkir fylgt örum vexti fyrri ára en margt hefur áunnist við að byggja upp nauðsynlega innviði til að taka vel á móti auknum fjölda gesta. Við Íslendingar eigum mikið undir því að vel takist til að móta ferðaþjónustunni hagfelld skilyrði til þess að vaxa og dafna með sjálfbærum hætti svo greinin geti áfram skapað aukin verðmæti og lífsgæði fyrir okkar samfélag. Við viljum sjá íslenska ferðaþjónustu að vera leiðandi í sjálfbærri þróun á grunni efnahagslegs- og samfélagslegs jafnvægis. Í því felst að ferðaþjónustan sé arðsöm og samkeppnishæf, í sátt við náttúru, íslenska menningu og tungu. Að því höfum við unnið í góðri samvinnu. Síðustu 3 ár hefur meðal annars þetta áunnist: Stuðlað að viðspyrnu ferðaþjónustunnar eftir heimsfaraldur meðal annars með öflugri markaðssetning áfangastaðarins Íslands gegnum Íslandsstofu og sértækar markaðsaðgerðir vegna jarðhræringa á Reykjanesi, alls rúmir 1,5 milljarðar kr. á tímabilinu. Stuðlað að gæðauppbyggingu áfangastaða, um 1,7 milljörðum kr. úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Öryggismál efld á fjölförnum áfangastöðum á borð við Reynisfjöru. Stutt við millilandaflug á landsbyggðinni og Flugþróunarsjóður festur í sessi með 250 milljón kr. framlagi árlega. Þrengt að AirBnB: Rekstrarleyfisskyld gististarfsemi skilyrt við atvinnuhúsnæði í þéttbýli. Aukið eftirlit með heimagistingu og skilvirkari framkvæmd. Nýtt þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustu og ítarlegri greiningar á fjárhagsstöðu greinarinnar. Efling áfangastaðastofa um allt land. Ný ferðaþjónustustefna og aðgerðaáætlun til 2030 samþykkt á Alþingi. Framtíðarsýn fyrir ferðaþjónustuna Fyrr á þessu ári var samþykkt stefnumótun fyrir íslenska ferðaþjónustu til ársins 2030 og aðgerðaáætlun sem telur alls 43 tímasettar aðgerðir. Stefnan var unnin í náinni samvinnu við atvinnulíf, grasrót og fagfólk úr ólíkum geirum en í kringum 100 einstaklingar höfðu beina aðkomu að gerð þingsályktunartillögu sem stefnan byggir á og ætla má að yfir þúsund haghafar hafi sett mark sitt á hana í samráðsferlinu. Vönduð og yfirgripsmikil vinna hefur skilað sér í metnaðarfullri framtíðarsýn sem ég bind miklar vonir við að muni auka stöðugleika og sjálfbærni ferðaþjónustunnar til framtíðar. Framtíðarsýnin er að hér sé rekin arðsöm og samkeppnishæf ferðaþjónusta sem starfi í sátt við bæði land og þjóð. Ferðaþjónustan stuðli að bættum lífskjörum og hagsæld á Íslandi og verði áfram ein af grundvallarstoðum íslensks efnahagslífs. Við höfum þegar komið nokkrum aðgerðanna til framkvæmda og undirbúningur er hafinn að fjölmörgum þeirra, með þátttöku fjölda samstarfsaðila vítt og breitt um landið. Um 400 milljónum kr. er ráðstafað í skilgreindar forgangsaðgerðir nýrrar ferðamálastefnu í ár og á næsta ári, þar af 200 milljónum kr. í neytendamarkaðssetningu. Meðal þessara verkefna eru: Samningur við Íslandsstofu um markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað ferðamanna (aðgerð B.2). Sérstakt innviðagjald lagt á skemmtiferðaskip (aðgerð B.5) og aukið samstarf um móttöku skemmtiferðaskipa (aðgerð C.7). Aðgerðir sem miða að bættu öryggi ferðamanna (aðgerð E.7). Samvinna og aukinnstuðningur við áfangastaðastofur landshlutanna sem mikilvægt stoðkerfi ferðaþjónustunnar (aðgerð C.2). Styðja betur við dreifingu ferðamanna með auknu fjármagni til Flugþróunarsjóðs og stuðningi við Flugklasann, Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrú (aðgerð C.10). Aukið fjármagn til að styrkja Framkvæmdasjóð ferðamannastaða (aðgerð C.3). Endurskoðun á regluverki fyrirtækja í ferðaþjónustu og eftirliti (aðgerð B.3). Aukið fjármagn til gagnaöflunar og rannsókna (aðgerð A.5), þróun opins gagnarýmis fyrir ferðaþjónustu (aðgerð A.7) og samstarf um rannsóknir á sviði ferðamála (aðgerð A.4). Endurskoðun á kröfum, leyfisveitingum og eftirliti með heimagistingu og rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi (aðgerð B.6). Starfshópar um eflingu náms í ferðaþjónustu þvert á skólastig (aðgerð E.2) og alþjóðlegt nám í afþreyingartengdri ferðaþjónustu með áherslu á sjálfbærni (aðgerð E.4). Samningur við Íslenska ferðaklasann um fræðslu um sjálfbæra og nærandi ferðaþjónustu (aðgerð D.4). Endurskoðun á gæða- og umhverfisvottun fyrir íslenska ferðaþjónustu hafin (aðgerð E.6). Aukin áhersla á sanngildi og sérstöðu íslenskrar tungu og menningar (aðgerð C.1). Þá mun starfshópur fylgja eftir aðgerðum D.1 og D.2. varðandi þróun verkfærakistu til að meta þolmörk og bregðast við álagi á áfangastöðum og innleiðingu álagsstýringar á fjölsóttum ferðamannastöðum. Hér eftir sem hingað til ætlum við að vinna þetta í góðri samvinnu því við trúum að þannig náum við sem bestum árangri fyrir Ísland. Okkar áherslur næstu fjögur árin Það er búið að varða margar lykilaðgerðir til eflingar ferðaþjónustunni í nýrri ferðamálastefnu. Við erum á fleygiferð við framkvæmd þeirra og erum ekki hætt! Ég veit hvaða seigla og dugur býr í þeim fjölmörgu sem starfa á vettvangi ferðaþjónustunnar og leggja okkur lið í því. Ástríðan leynir sér ekki og samstaðan í þeirra hópi er rík. Ef við í Framsókn hljótum til þess brautargengi í komandi Alþingiskosningum viljum við halda áfram að efla íslenska ferðaþjónustu; tryggja samkeppnishæfni hennar og jákvæða upplifun gesta og heimamanna. Í því skyni vil ég tilgreina nokkrar lykiláherslur okkar: Aukin verðmætasköpun um allt land! Við viljum vinna markvisst að því að ferðaþjónusta verði heilsársatvinnugrein um allt land. Í því felst að minnka árstíðasveiflur í greininni, bæta innviði og auka þjónustu utan háannatíma. Tryggð sé viðvarandi markaðssetning á Íslandi sem áfangastað allt árið um kring. Skilvirkara rekstrarumhverfi og betri fjárfestingarskilyrði í greininni. Ferðaþjónusta í sátt við umhverfi og samfélag, með aukinni áherslu á ávinning nærsamfélaga með bættri álagsstýringu, auknum gæðum, jákvæðri upplifun innlendra og erlendra ferðamanna og styrkari stoðum íslenskrar menningar og íslenskrar tungu. Aukið fjármagn til hagnýtrar gagnaöflun og rannsókna í ferðaþjónustu, sambærilegt því sem þekkist í öðrum atvinnugreinum. Meiri fyrirsjáanleiki þegar kemur að sköttum og gjöldum sem og breytingum á regluverki og rekstrarumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja. Hverjum treystir þú? Sem ráðherra ferðamála hefur fátt glatt mig meira en að fá að upplifa gestrisni, hugkvæmni og alúð þeirra sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu út um land allt. Og þau hafa sögur að segja, sögur sem geta kennt okkur margt um lífið í þessu landi og hvernig það birtist glöggum augum gestanna. Þó flestir erlendis gestir sæki hingað til þess að upplifa íslenska náttúru, er það menningin og samfélagið sem einna mest auðgar þeirra heimsóknir – og fær gesti til þess að koma aftur. Við höfum allt að vinna að efla íslenska ferðaþjónustu og við í Framsókn höfum tröllatrú á framtíð hennar. Við höfum sýnt það á síðustu árum og viljum láta verkin tala. Afstaða mín og félaga minna er skýr; við stöndum með íslenskri ferðaþjónustu og viljum að greinin geti mætt áskorunum hvers tíma og þróast og styrkst – til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Höfundur er ferðamálaráðherra og skipar 1. sæti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lilja Dögg Alfreðsdóttir Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er stolt af íslenskri ferðaþjónustu. Hún er ekki aðeins mikilvægur burðarás í efnahagslífi okkar, stærsta sjálfsprottna byggðaaðgerð Íslandssögunnar og aflvaki nýsköpunar um allt land. Ferðaþjónustan gerir okkur betri á okkar heimavelli – hún gerir okkur að stoltari gestgjöfum. Ferðaþjónustan hefur á tiltölulega skömmum tíma orðið einn af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar, með getu til þess að skapa miklar gjaldeyristekjur á skömmum tíma. Greinin veitir rúmlega 30 þúsund manns atvinnu og skilar meira en 155 milljörðum í skatta til samfélagsins árlega. Það hefur skipt okkar litla opna hagkerfi gríðarlegu máli. Viðsnúningur varð á viðskiptajöfnuði þjóðarbúsins með tilkomu og vexti ferðaþjónustunnar, sem skapar stöðugan straum gjaldeyristekna, vel á annan milljarð króna á degi hverjum, og stuðlar þannig að stöðugra gengi krónunnar. Okkar varasjóður er að stóru leyti ferðaþjónustunni að þakka. Það er brýnt að umgjörð hagkerfisins sé sem sterkust til að Ísland sé samkeppnishæft, ekki síst um fólk. Ísland verður að vera eftirsóknarverður staður þar sem ungt fólk kýs að búa til framtíðar. Ríki sem hafa miklar útflutningstekjur, góðan gjaldeyrisforða og innlendan sparnað eru í mun sterkari stöðu til að kljást við óvænt ytri áföll og njóta betri lánskjara á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Aukin lífsgæði vítt og breytt um landið Ferðaþjónustan hefur bætt búsetuskilyrði vítt og breytt um landið, stóraukið framboð af margskonar þjónustu og bætt aðgengi og fræðslu um íslenska náttúru. Vissulega hafa ýmsir vaxtarverkir fylgt örum vexti fyrri ára en margt hefur áunnist við að byggja upp nauðsynlega innviði til að taka vel á móti auknum fjölda gesta. Við Íslendingar eigum mikið undir því að vel takist til að móta ferðaþjónustunni hagfelld skilyrði til þess að vaxa og dafna með sjálfbærum hætti svo greinin geti áfram skapað aukin verðmæti og lífsgæði fyrir okkar samfélag. Við viljum sjá íslenska ferðaþjónustu að vera leiðandi í sjálfbærri þróun á grunni efnahagslegs- og samfélagslegs jafnvægis. Í því felst að ferðaþjónustan sé arðsöm og samkeppnishæf, í sátt við náttúru, íslenska menningu og tungu. Að því höfum við unnið í góðri samvinnu. Síðustu 3 ár hefur meðal annars þetta áunnist: Stuðlað að viðspyrnu ferðaþjónustunnar eftir heimsfaraldur meðal annars með öflugri markaðssetning áfangastaðarins Íslands gegnum Íslandsstofu og sértækar markaðsaðgerðir vegna jarðhræringa á Reykjanesi, alls rúmir 1,5 milljarðar kr. á tímabilinu. Stuðlað að gæðauppbyggingu áfangastaða, um 1,7 milljörðum kr. úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Öryggismál efld á fjölförnum áfangastöðum á borð við Reynisfjöru. Stutt við millilandaflug á landsbyggðinni og Flugþróunarsjóður festur í sessi með 250 milljón kr. framlagi árlega. Þrengt að AirBnB: Rekstrarleyfisskyld gististarfsemi skilyrt við atvinnuhúsnæði í þéttbýli. Aukið eftirlit með heimagistingu og skilvirkari framkvæmd. Nýtt þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustu og ítarlegri greiningar á fjárhagsstöðu greinarinnar. Efling áfangastaðastofa um allt land. Ný ferðaþjónustustefna og aðgerðaáætlun til 2030 samþykkt á Alþingi. Framtíðarsýn fyrir ferðaþjónustuna Fyrr á þessu ári var samþykkt stefnumótun fyrir íslenska ferðaþjónustu til ársins 2030 og aðgerðaáætlun sem telur alls 43 tímasettar aðgerðir. Stefnan var unnin í náinni samvinnu við atvinnulíf, grasrót og fagfólk úr ólíkum geirum en í kringum 100 einstaklingar höfðu beina aðkomu að gerð þingsályktunartillögu sem stefnan byggir á og ætla má að yfir þúsund haghafar hafi sett mark sitt á hana í samráðsferlinu. Vönduð og yfirgripsmikil vinna hefur skilað sér í metnaðarfullri framtíðarsýn sem ég bind miklar vonir við að muni auka stöðugleika og sjálfbærni ferðaþjónustunnar til framtíðar. Framtíðarsýnin er að hér sé rekin arðsöm og samkeppnishæf ferðaþjónusta sem starfi í sátt við bæði land og þjóð. Ferðaþjónustan stuðli að bættum lífskjörum og hagsæld á Íslandi og verði áfram ein af grundvallarstoðum íslensks efnahagslífs. Við höfum þegar komið nokkrum aðgerðanna til framkvæmda og undirbúningur er hafinn að fjölmörgum þeirra, með þátttöku fjölda samstarfsaðila vítt og breitt um landið. Um 400 milljónum kr. er ráðstafað í skilgreindar forgangsaðgerðir nýrrar ferðamálastefnu í ár og á næsta ári, þar af 200 milljónum kr. í neytendamarkaðssetningu. Meðal þessara verkefna eru: Samningur við Íslandsstofu um markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað ferðamanna (aðgerð B.2). Sérstakt innviðagjald lagt á skemmtiferðaskip (aðgerð B.5) og aukið samstarf um móttöku skemmtiferðaskipa (aðgerð C.7). Aðgerðir sem miða að bættu öryggi ferðamanna (aðgerð E.7). Samvinna og aukinnstuðningur við áfangastaðastofur landshlutanna sem mikilvægt stoðkerfi ferðaþjónustunnar (aðgerð C.2). Styðja betur við dreifingu ferðamanna með auknu fjármagni til Flugþróunarsjóðs og stuðningi við Flugklasann, Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrú (aðgerð C.10). Aukið fjármagn til að styrkja Framkvæmdasjóð ferðamannastaða (aðgerð C.3). Endurskoðun á regluverki fyrirtækja í ferðaþjónustu og eftirliti (aðgerð B.3). Aukið fjármagn til gagnaöflunar og rannsókna (aðgerð A.5), þróun opins gagnarýmis fyrir ferðaþjónustu (aðgerð A.7) og samstarf um rannsóknir á sviði ferðamála (aðgerð A.4). Endurskoðun á kröfum, leyfisveitingum og eftirliti með heimagistingu og rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi (aðgerð B.6). Starfshópar um eflingu náms í ferðaþjónustu þvert á skólastig (aðgerð E.2) og alþjóðlegt nám í afþreyingartengdri ferðaþjónustu með áherslu á sjálfbærni (aðgerð E.4). Samningur við Íslenska ferðaklasann um fræðslu um sjálfbæra og nærandi ferðaþjónustu (aðgerð D.4). Endurskoðun á gæða- og umhverfisvottun fyrir íslenska ferðaþjónustu hafin (aðgerð E.6). Aukin áhersla á sanngildi og sérstöðu íslenskrar tungu og menningar (aðgerð C.1). Þá mun starfshópur fylgja eftir aðgerðum D.1 og D.2. varðandi þróun verkfærakistu til að meta þolmörk og bregðast við álagi á áfangastöðum og innleiðingu álagsstýringar á fjölsóttum ferðamannastöðum. Hér eftir sem hingað til ætlum við að vinna þetta í góðri samvinnu því við trúum að þannig náum við sem bestum árangri fyrir Ísland. Okkar áherslur næstu fjögur árin Það er búið að varða margar lykilaðgerðir til eflingar ferðaþjónustunni í nýrri ferðamálastefnu. Við erum á fleygiferð við framkvæmd þeirra og erum ekki hætt! Ég veit hvaða seigla og dugur býr í þeim fjölmörgu sem starfa á vettvangi ferðaþjónustunnar og leggja okkur lið í því. Ástríðan leynir sér ekki og samstaðan í þeirra hópi er rík. Ef við í Framsókn hljótum til þess brautargengi í komandi Alþingiskosningum viljum við halda áfram að efla íslenska ferðaþjónustu; tryggja samkeppnishæfni hennar og jákvæða upplifun gesta og heimamanna. Í því skyni vil ég tilgreina nokkrar lykiláherslur okkar: Aukin verðmætasköpun um allt land! Við viljum vinna markvisst að því að ferðaþjónusta verði heilsársatvinnugrein um allt land. Í því felst að minnka árstíðasveiflur í greininni, bæta innviði og auka þjónustu utan háannatíma. Tryggð sé viðvarandi markaðssetning á Íslandi sem áfangastað allt árið um kring. Skilvirkara rekstrarumhverfi og betri fjárfestingarskilyrði í greininni. Ferðaþjónusta í sátt við umhverfi og samfélag, með aukinni áherslu á ávinning nærsamfélaga með bættri álagsstýringu, auknum gæðum, jákvæðri upplifun innlendra og erlendra ferðamanna og styrkari stoðum íslenskrar menningar og íslenskrar tungu. Aukið fjármagn til hagnýtrar gagnaöflun og rannsókna í ferðaþjónustu, sambærilegt því sem þekkist í öðrum atvinnugreinum. Meiri fyrirsjáanleiki þegar kemur að sköttum og gjöldum sem og breytingum á regluverki og rekstrarumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja. Hverjum treystir þú? Sem ráðherra ferðamála hefur fátt glatt mig meira en að fá að upplifa gestrisni, hugkvæmni og alúð þeirra sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu út um land allt. Og þau hafa sögur að segja, sögur sem geta kennt okkur margt um lífið í þessu landi og hvernig það birtist glöggum augum gestanna. Þó flestir erlendis gestir sæki hingað til þess að upplifa íslenska náttúru, er það menningin og samfélagið sem einna mest auðgar þeirra heimsóknir – og fær gesti til þess að koma aftur. Við höfum allt að vinna að efla íslenska ferðaþjónustu og við í Framsókn höfum tröllatrú á framtíð hennar. Við höfum sýnt það á síðustu árum og viljum láta verkin tala. Afstaða mín og félaga minna er skýr; við stöndum með íslenskri ferðaþjónustu og viljum að greinin geti mætt áskorunum hvers tíma og þróast og styrkst – til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Höfundur er ferðamálaráðherra og skipar 1. sæti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík suður.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun