Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. desember 2024 17:54 Liverpool vann sanngjarnan sigur gegn Englandsmeisturunum í dag. James Gill - Danehouse/Getty Images Liverpool vann nokkuð sannfærandi 2-0 sigur er liðið tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Heimamenn í Liverpool voru vægast sagt mun hættulegri aðilinn í leik dagsins og ógnuðu marki gestanna nánast stanslaust fyrri hluta fyrri hálfleiks. Stefan Ortega, sem byrjaði í marki gestanna á kostnað Ederson, þurfti nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum á upphafsmínútum leiksins og eftir rétt rúmlega tíu mínútna leik átti Virgil van Dijk skalla í stöng. Örfáum andartökum síðar kom fyrsta markið loksins þegar Cody Gakpo potaði boltanum yfir línuna eftir afar snyrtilega fyrirgjöf frá Mohamed Salah. 🫡🇳🇱 pic.twitter.com/SPItHPcJL0— Liverpool FC (@LFC) December 1, 2024 Þrátt fyrir áframhaldandi yfirburði heimamanna reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik jafnaðist leikurinn aðeins, en það voru þó áfram heimamenn í Liverpool sem voru líklegari aðilinn í leiknum. Það skilaði sér þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma þegar Stefan Ortega sópaði löppunum undan Luis Diaz og vítaspyrna var dæmd. Egyptinn Mohamed Salah fór á punktinn, þrátt fyrir að hafa klikkað á vítaspyrnu í miðri viku gegn Real Madrid. Í þetta skipti brást honum þó ekki bogalistinn og Salah skoraði af miklu öryggi framhjá Ortega í markinu. Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan varð 2-0 sigur Liverpool, sem nú er með níu stiga forskot á toppi deildarinnar. Liðið hefur 34 stig eftir 13 leiki, ellefu stigum meira en Manchester City sem situr í fimmta sæti. Enski boltinn
Liverpool vann nokkuð sannfærandi 2-0 sigur er liðið tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Heimamenn í Liverpool voru vægast sagt mun hættulegri aðilinn í leik dagsins og ógnuðu marki gestanna nánast stanslaust fyrri hluta fyrri hálfleiks. Stefan Ortega, sem byrjaði í marki gestanna á kostnað Ederson, þurfti nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum á upphafsmínútum leiksins og eftir rétt rúmlega tíu mínútna leik átti Virgil van Dijk skalla í stöng. Örfáum andartökum síðar kom fyrsta markið loksins þegar Cody Gakpo potaði boltanum yfir línuna eftir afar snyrtilega fyrirgjöf frá Mohamed Salah. 🫡🇳🇱 pic.twitter.com/SPItHPcJL0— Liverpool FC (@LFC) December 1, 2024 Þrátt fyrir áframhaldandi yfirburði heimamanna reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik jafnaðist leikurinn aðeins, en það voru þó áfram heimamenn í Liverpool sem voru líklegari aðilinn í leiknum. Það skilaði sér þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma þegar Stefan Ortega sópaði löppunum undan Luis Diaz og vítaspyrna var dæmd. Egyptinn Mohamed Salah fór á punktinn, þrátt fyrir að hafa klikkað á vítaspyrnu í miðri viku gegn Real Madrid. Í þetta skipti brást honum þó ekki bogalistinn og Salah skoraði af miklu öryggi framhjá Ortega í markinu. Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan varð 2-0 sigur Liverpool, sem nú er með níu stiga forskot á toppi deildarinnar. Liðið hefur 34 stig eftir 13 leiki, ellefu stigum meira en Manchester City sem situr í fimmta sæti.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti