Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 15:21 Marcus Rashford fagnar hér seinna markinu sínu á móti Everton í dag. Getty/Zohaib Alam Manchester United vann frábæran 4-0 sigur á Everton í dag í fyrsta heimaleik liðsins undir stjórn Ruben Amorim í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var þriðji leikur liðsins undir Amorim og United menn hafa tekið mörg framfaraskref í hverjum leik. Þessi byrjun Portúgalans lofar sannarlega góðu fyrir framhaldið. Amorim lestin er lögð af stað. Það var ekki nóg með að United vann mjög öruggan sigur heldur skoruðu vandamálamennirnir mörkin og liðið hélt marki sínu hreinu. Marcus Rashford og Joshua Zirkzee hafa verið mikið gagnrýndir fyrir frammistöðu sína að undanförnu en þeir skoruðu báðir tvö mörk í þessum leik. Rashford kom United í 1-0 á 34. mínútu eftir að Bruno Fernandes sendi hornspyrnu á hann utarlega í teignum. Fjórum mínútum fyrri hálfleik þá skoraði Joshua Zirkzee annað markið eftir óeigingjarna sendingu frá Bruno. Það tók United ekki langan tíma að komast í 3-0 í seinni hálfleiknum eftir að Rashford skoraði eftir aðeins 22 sekúndur. Zirkzee gerði vel í hraðri sókn og Amad Diallo átti stoðsendinguna. Amad Diallo lagði síðan líka upp fjórða markið fyrir Zirkzee eftir að þeir höfðu báðir sloppið í gegn. United menn sigldu sigrinum síðan örugglega í höfn í seinni hálfleiknum. Enski boltinn
Manchester United vann frábæran 4-0 sigur á Everton í dag í fyrsta heimaleik liðsins undir stjórn Ruben Amorim í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var þriðji leikur liðsins undir Amorim og United menn hafa tekið mörg framfaraskref í hverjum leik. Þessi byrjun Portúgalans lofar sannarlega góðu fyrir framhaldið. Amorim lestin er lögð af stað. Það var ekki nóg með að United vann mjög öruggan sigur heldur skoruðu vandamálamennirnir mörkin og liðið hélt marki sínu hreinu. Marcus Rashford og Joshua Zirkzee hafa verið mikið gagnrýndir fyrir frammistöðu sína að undanförnu en þeir skoruðu báðir tvö mörk í þessum leik. Rashford kom United í 1-0 á 34. mínútu eftir að Bruno Fernandes sendi hornspyrnu á hann utarlega í teignum. Fjórum mínútum fyrri hálfleik þá skoraði Joshua Zirkzee annað markið eftir óeigingjarna sendingu frá Bruno. Það tók United ekki langan tíma að komast í 3-0 í seinni hálfleiknum eftir að Rashford skoraði eftir aðeins 22 sekúndur. Zirkzee gerði vel í hraðri sókn og Amad Diallo átti stoðsendinguna. Amad Diallo lagði síðan líka upp fjórða markið fyrir Zirkzee eftir að þeir höfðu báðir sloppið í gegn. United menn sigldu sigrinum síðan örugglega í höfn í seinni hálfleiknum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti