Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2024 13:31 Víkingar hafa fagnað tveimur fræknum sigrum í Sambandsdeildinni, þeim fyrstu í sögu íslenskra liða, gegn Cerlce Brugge frá Belgíu og Borac frá Bosníu. vísir/Anton Hundrað milljón krónur, tækifæri á umspili og þar með leiktíð fram í febrúar, og möguleiki á að tryggja Íslandi sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar. Það er afskaplega mikið í húfi hjá Víkingum í Armeníu í dag, í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Víkingar reyna í dag að verða fyrstir til að vinna FC Noah á heimavelli liðsins í Armeníu, en þar hefur Noah unnið alla sex heimaleiki sína í Evrópukeppni. Leikur liðanna hefst klukkan 17:45 og er sýndur á Vodafone Sport. Víkingur hefur þegar unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í hinni nýju deildakeppni Sambandsdeildarinnar, og er í 14. sæti af 36 liðum deildarinnar. Samkvæmt tölfræðisíðunni Football Rankings sýna hermanir að sjö stig ættu nær örugglega að duga til þess að komast á næsta stig keppninnar, og samkvæmt því ættu Víkingar því bara að þurfa eitt stig í dag, eða gegn Djurgården eða LASK í lokaleikjunum í desember, til þess að lengja sína leiktíð verulega. Staðan í Sambandsdeild Evrópu eftir þrjár umferðir af sex. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit, en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin.Wikipedia Efstu átta lið deildarinnar komast beint í 16-liða úrslitin, 6. og 13. mars, en liðin í 9.-24. sæti komast í umspil sem fram fer 13. og 20. febrúar. Ef að Víkingar komast í þetta umspil, og hvað þá 16-liða úrslitin, verður keppnistímabil þeirra því orðið talsvert lengra en eitt ár, og farið að blandast við næstu leiktíð, en þeir hófu þetta keppnistímabil á Reykjavíkurmótinu með leik við Fylki 6. janúar. Gætu komist upp í 830 milljónir í dag Hver sigur í keppninni færir Víkingum 400.000 evrur, eða um 58 milljónir króna samkvæmt gengi dagsins í dag. Sigur í dag myndi hins vegar gera enn meira og tryggja liðinu sæti í umspilinu, eða að lágmarki 24. sæti í deildinni. Þar með myndu Víkingar hafa tryggt sér samtals 5.741.504 evrur í verðlaunafé með árangri sínum í ár, enn með tvo leiki til stefnu, eða um 830 milljónir króna. Hafa má í huga að á móti þeirri upphæð kemur þó hellings kostnaður, til að mynda við ferðalagið langa til Armeníu. Ferðalag sem nokkrir afar dyggir stuðningsmenn Víkings settu ekki fyrir sig. Uppfært! Það verða um 10.000 og 6 á Republic Stadium í kvöld. Takk.— Víkingur (@vikingurfc) November 28, 2024 Gætu komið næstu bikarmeisturum í Evrópudeild Síðast en ekki síst yrði sigur í dag svo afar mikilvægur fyrir íslenskan fótbolta því Ísland er í baráttu við Armeníu á stigalista UEFA. Sá listi ræður Evrópusætum og til að mynda á Ísland núna rétt á einu sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar, og þremur sætum í undankeppni Sambandsdeildarinnar sem er C-deild Evrópukeppnanna. Víkingar eru búnir að koma Íslandi upp í 33. sæti listans, neðsta sætið sem myndi gefa bikarmeisturum næsta árs á Íslandi sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar í stað Sambandsdeildarinnar, tímabilið 2025-26. En Armenar eru rétt fyrir neðan Íslendinga og því skiptir leikurinn í dag miklu máli í þessari baráttu. Sæti í undankeppni Evrópudeildar er mun fýsilegra en sæti í Sambandsdeild, til að mynda vegna þess að lið sem falla út í undankeppni Evrópudeildarinnar færast í undankeppni Sambandsdeildarinnar og fá því að lágmarki tvö Evrópueinvígi í stað eins. 📈 Country Ranking Movements this week:🏴 Scotland overtook Greece, Denmark and Switzerland!🇨🇭 Switzerland overtook Denmark!🇸🇪 Sweden overtook Hungary!🇨🇾 Cyprus overtook Slovakia!🇦🇿 Azerbaijan overtook Bulgaria!🇮🇸 Iceland overtook Kosovo and Armenia! pic.twitter.com/NGUHUblzaO— Football Rankings (@FootRankings) November 7, 2024 En jafnvel þó að leikurinn í dag myndi tapast þá hafa Víkingar enn tvo leiki til stefnu til að vinna að ofangreindum áföngum. Þeir taka á móti Djurgården frá Svíþjóð 12. desember og klára svo jólagjafainnkaupin í Austurríki þar sem þeir mæta LASK 19. desember. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Sjá meira
Víkingar reyna í dag að verða fyrstir til að vinna FC Noah á heimavelli liðsins í Armeníu, en þar hefur Noah unnið alla sex heimaleiki sína í Evrópukeppni. Leikur liðanna hefst klukkan 17:45 og er sýndur á Vodafone Sport. Víkingur hefur þegar unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í hinni nýju deildakeppni Sambandsdeildarinnar, og er í 14. sæti af 36 liðum deildarinnar. Samkvæmt tölfræðisíðunni Football Rankings sýna hermanir að sjö stig ættu nær örugglega að duga til þess að komast á næsta stig keppninnar, og samkvæmt því ættu Víkingar því bara að þurfa eitt stig í dag, eða gegn Djurgården eða LASK í lokaleikjunum í desember, til þess að lengja sína leiktíð verulega. Staðan í Sambandsdeild Evrópu eftir þrjár umferðir af sex. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit, en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin.Wikipedia Efstu átta lið deildarinnar komast beint í 16-liða úrslitin, 6. og 13. mars, en liðin í 9.-24. sæti komast í umspil sem fram fer 13. og 20. febrúar. Ef að Víkingar komast í þetta umspil, og hvað þá 16-liða úrslitin, verður keppnistímabil þeirra því orðið talsvert lengra en eitt ár, og farið að blandast við næstu leiktíð, en þeir hófu þetta keppnistímabil á Reykjavíkurmótinu með leik við Fylki 6. janúar. Gætu komist upp í 830 milljónir í dag Hver sigur í keppninni færir Víkingum 400.000 evrur, eða um 58 milljónir króna samkvæmt gengi dagsins í dag. Sigur í dag myndi hins vegar gera enn meira og tryggja liðinu sæti í umspilinu, eða að lágmarki 24. sæti í deildinni. Þar með myndu Víkingar hafa tryggt sér samtals 5.741.504 evrur í verðlaunafé með árangri sínum í ár, enn með tvo leiki til stefnu, eða um 830 milljónir króna. Hafa má í huga að á móti þeirri upphæð kemur þó hellings kostnaður, til að mynda við ferðalagið langa til Armeníu. Ferðalag sem nokkrir afar dyggir stuðningsmenn Víkings settu ekki fyrir sig. Uppfært! Það verða um 10.000 og 6 á Republic Stadium í kvöld. Takk.— Víkingur (@vikingurfc) November 28, 2024 Gætu komið næstu bikarmeisturum í Evrópudeild Síðast en ekki síst yrði sigur í dag svo afar mikilvægur fyrir íslenskan fótbolta því Ísland er í baráttu við Armeníu á stigalista UEFA. Sá listi ræður Evrópusætum og til að mynda á Ísland núna rétt á einu sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar, og þremur sætum í undankeppni Sambandsdeildarinnar sem er C-deild Evrópukeppnanna. Víkingar eru búnir að koma Íslandi upp í 33. sæti listans, neðsta sætið sem myndi gefa bikarmeisturum næsta árs á Íslandi sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar í stað Sambandsdeildarinnar, tímabilið 2025-26. En Armenar eru rétt fyrir neðan Íslendinga og því skiptir leikurinn í dag miklu máli í þessari baráttu. Sæti í undankeppni Evrópudeildar er mun fýsilegra en sæti í Sambandsdeild, til að mynda vegna þess að lið sem falla út í undankeppni Evrópudeildarinnar færast í undankeppni Sambandsdeildarinnar og fá því að lágmarki tvö Evrópueinvígi í stað eins. 📈 Country Ranking Movements this week:🏴 Scotland overtook Greece, Denmark and Switzerland!🇨🇭 Switzerland overtook Denmark!🇸🇪 Sweden overtook Hungary!🇨🇾 Cyprus overtook Slovakia!🇦🇿 Azerbaijan overtook Bulgaria!🇮🇸 Iceland overtook Kosovo and Armenia! pic.twitter.com/NGUHUblzaO— Football Rankings (@FootRankings) November 7, 2024 En jafnvel þó að leikurinn í dag myndi tapast þá hafa Víkingar enn tvo leiki til stefnu til að vinna að ofangreindum áföngum. Þeir taka á móti Djurgården frá Svíþjóð 12. desember og klára svo jólagjafainnkaupin í Austurríki þar sem þeir mæta LASK 19. desember.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti