Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 28. nóvember 2024 08:10 Það er óþolandi óréttlæti að fatlað fólk búi ekki við jafnt aðgengi að námi, vinnu eða annarri virkni og alltof mörg búa við alltof bág kjör. Þess vegna setti ég þessi mál í algjöran forgang í tíð minni sem félagsmálaráðherra. Þess vegna skiptir nýtt örorkulífeyriskerfi sem ég lagði til á Alþingi og fékk samþykkt í vor afar miklu máli. Inn í hið nýja kerfi bætast við 18 milljarðar við það sem fyrir var sem munu draga úr fátækt og bæta kjör yfir 20 þúsund örorkulífeyrisþega. Þess vegna skiptir ný og óháð Mannréttindastofnun miklu máli en hún greiðir leið fyrir lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þess vegna skiptir máli að ég fékk samþykkta fyrstu landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks á Alþingi en henni er ætlað að koma ofangreindum samningi til framkvæmdar hérlendis. Þess vegna skiptir máli að ég setti í gang umfangsmikla vinnu sem Vinnumálastofnun stýrir um að auka atvinnutækifæri fólks með mismikla starfsgetu. Þess vegna skipti máli að settir voru 12 milljarða króna frá ríki til sveitarfélaganna í þjónustu við fatlað fólk. Hvað næst? Baráttu fyrir mannréttindum lýkur aldrei. Baráttu fyrir betri kjörum hinna efnaminni og réttlátu samfélagi virðist heldur aldrei ljúka. En, við gefumst ekki upp heldur höldum áfram að berjast fyrir réttlæti. Líka réttlæti fyrir fatlað fólk. Setja þarf eftirfarandi í forgang í málefnum fatlaðs fólks á næsta kjörtímabili: Lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Viku áður en ríkisstjórnin sprakk setti ég frumvarp þessa efnis í samráðsgátt stjórnvalda. Ný ríkisstjórn og nýtt Alþingi geta því gert þetta að fyrsta verkefni sínu, og eiga að gera það. Stöðva þarf kjaragliðnunina. Samþykkt nýs örorkulífeyriskerfis var fyrsta skrefið í þá átt. En tvennt þarf að gera í framhaldinu. Það þarf að breyta lögum þannig að hækkanir á örorkulífeyrisgreiðslum fylgi hækkunum á vinnumarkaði og séu aldrei lægri en hækkanir lægstu launa og aldrei minni en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þannig stöðvum við kjaragliðnunina. Síðan þarf að hækka greiðslur þannig að öll sem eru á örorku nái lágmarkslaunum og stoppa í gatið á milli örorkulífeyrisgreiðslna og lágmarkslauna. Þetta má gera í áföngum. Setja þarf húsnæðismál fatlaðs fólks í forgang og auka sveigjanleika örorkulífeyrisþega til að eignast eigið húsnæði, til dæmis með hlutdeildarlánum. Útrýma þarf biðlistum eftir sértæku húsnæði í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Fjölga atvinnutækifærum fyrir fólk með mismikla starfsgetu. Halda þarf áfram með verkefni Vinnumálastofnunar og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um fjölgun starfa, færniþjálfun og starfsþróun fatlaðs fólks bæði á opinberum vinnumarkaði og hinum almenna. Ráðast í vitundarvakningu og fræðslu. Búum til samfélag án hindrana fyrir fatlað fólk. Til þess þarf að auka vitund okkar allra um stöðu og aðstæður fatlaðs fólks í samfélaginu og auka gagnaöflun, upplýsingar og þekkingu um hagi fatlaðs fólks. Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Það er óþolandi óréttlæti að fatlað fólk búi ekki við jafnt aðgengi að námi, vinnu eða annarri virkni og alltof mörg búa við alltof bág kjör. Þess vegna setti ég þessi mál í algjöran forgang í tíð minni sem félagsmálaráðherra. Þess vegna skiptir nýtt örorkulífeyriskerfi sem ég lagði til á Alþingi og fékk samþykkt í vor afar miklu máli. Inn í hið nýja kerfi bætast við 18 milljarðar við það sem fyrir var sem munu draga úr fátækt og bæta kjör yfir 20 þúsund örorkulífeyrisþega. Þess vegna skiptir ný og óháð Mannréttindastofnun miklu máli en hún greiðir leið fyrir lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þess vegna skiptir máli að ég fékk samþykkta fyrstu landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks á Alþingi en henni er ætlað að koma ofangreindum samningi til framkvæmdar hérlendis. Þess vegna skiptir máli að ég setti í gang umfangsmikla vinnu sem Vinnumálastofnun stýrir um að auka atvinnutækifæri fólks með mismikla starfsgetu. Þess vegna skipti máli að settir voru 12 milljarða króna frá ríki til sveitarfélaganna í þjónustu við fatlað fólk. Hvað næst? Baráttu fyrir mannréttindum lýkur aldrei. Baráttu fyrir betri kjörum hinna efnaminni og réttlátu samfélagi virðist heldur aldrei ljúka. En, við gefumst ekki upp heldur höldum áfram að berjast fyrir réttlæti. Líka réttlæti fyrir fatlað fólk. Setja þarf eftirfarandi í forgang í málefnum fatlaðs fólks á næsta kjörtímabili: Lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Viku áður en ríkisstjórnin sprakk setti ég frumvarp þessa efnis í samráðsgátt stjórnvalda. Ný ríkisstjórn og nýtt Alþingi geta því gert þetta að fyrsta verkefni sínu, og eiga að gera það. Stöðva þarf kjaragliðnunina. Samþykkt nýs örorkulífeyriskerfis var fyrsta skrefið í þá átt. En tvennt þarf að gera í framhaldinu. Það þarf að breyta lögum þannig að hækkanir á örorkulífeyrisgreiðslum fylgi hækkunum á vinnumarkaði og séu aldrei lægri en hækkanir lægstu launa og aldrei minni en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þannig stöðvum við kjaragliðnunina. Síðan þarf að hækka greiðslur þannig að öll sem eru á örorku nái lágmarkslaunum og stoppa í gatið á milli örorkulífeyrisgreiðslna og lágmarkslauna. Þetta má gera í áföngum. Setja þarf húsnæðismál fatlaðs fólks í forgang og auka sveigjanleika örorkulífeyrisþega til að eignast eigið húsnæði, til dæmis með hlutdeildarlánum. Útrýma þarf biðlistum eftir sértæku húsnæði í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Fjölga atvinnutækifærum fyrir fólk með mismikla starfsgetu. Halda þarf áfram með verkefni Vinnumálastofnunar og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um fjölgun starfa, færniþjálfun og starfsþróun fatlaðs fólks bæði á opinberum vinnumarkaði og hinum almenna. Ráðast í vitundarvakningu og fræðslu. Búum til samfélag án hindrana fyrir fatlað fólk. Til þess þarf að auka vitund okkar allra um stöðu og aðstæður fatlaðs fólks í samfélaginu og auka gagnaöflun, upplýsingar og þekkingu um hagi fatlaðs fólks. Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun